Fréttir frá fjarlægu landi Sigríður Á. Andersen skrifar 14. nóvember 2019 12:35 Lífskjör lítillar þjóðar sem byggir allt sitt á útflutningi hvíla á góðum samskiptum yfir landamæri. Íslendingar hafa sinnt þróunaraðstoð í ýmsum löndum. Markmiðið með slíkri aðstoð er að hjálpa fólki sem höllustum fæti stendur í lífsbaráttunni, jafnvel þrátt fyrir ríkulegar auðlindir, að hjálpa sér sjálft. Íslendingar hafa margt fram að færa þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð. Rannsóknir og nýting á jarðhita er hér í blóma. Íslensk stjórnvöld vörðu á öðrum milljarði króna í aðstoð við Namibíu á um tuttuga ára tímabili. Einkum til þróunar í sjávarútvegi. Fyrirtæki tengd Íslandi fylgdu í kjölfarið og héldu þannig áfram þróunarstarfi á viðskiptalegum forsendum. Fátt er fátækum ríkjum mikilvægara til langframa en starfsemi sem stendur undir sér. Í Kveik, fréttaþætti RÚV, var fjallað starfsemi Íslendinga í Namibíu að þróunarsamvinnunni lokinni. Þar var dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga. Þar til bær yfirvöld virðast ef marka má fréttir hafa tekið þessi mál til skoðunar og engin ástæða til að ætla annað en að það verði gert af vandvirkni. Um leið er ástæða til að minna þingmenn á að þeir fara ekki með ákæruvald í málum sem þessum eins og ætla mætti af orðum sumra þeirra í dag. Þeir sem bornir eru sökum eiga að fá tækifæri til að verjast þeim í réttarkerfinu. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Umfjöllunin gefur hins vegar tilefni til þess að velta nokkrum þáttum fyrir sér. Þróunaraðstoð á afmörkuðu sviði, eins og t.d. sjávarútvegi, hlýtur að taka mið af aðstæðum í landinu að öðru leyti. Spurningar sem gæslumenn almannafjár á Íslandi hljóta að spyrja áður en fé er veitt til þróunaraðstoðar eru t.d.: Er líklegt að afrakstur þróunaraðstoðar, t.d. uppbygging innviða, fái að njóta sín til langframa? Eru til staðar innviðir sem verja eignarréttinn og önnur grundvallarmannréttindi? Spilling er landlæg í þróunarlöndum, og oftast helsta orsök fátæktar þar. Er líklegt að dragi úr henni með þróunaraðstoð? Getur verið að opinber þróunaraðstoð festi fremur spillingu í sessi en að draga úr henni? Hver er reynsla starfsmanna íslensku þróunaraðstoðarinnar í gegnum tíðina? Verða þeir aldrei varir við spillingu? Þessar spurningar og fleiri verða til umfjöllunar í utanríkismálamálanefnd á næstu vikum. Það var ekki að ástæðulausu að á vettvangi OECD var árið 1998 gerður samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Íslensk löggjöf hefur frá þeim tíma tekið breytingum í átt að markmiðum samningsins. Síðast að mínu frumkvæði árið 2018 er almennum hegningarlögum var breytt í átt til samræmis við samninginn. Það er verðugt verkefni að reyna að uppræta spillingu í alþjóðlegum viðskiptum og íslensk stjórnvöld taka heilshugar þátt í því. Það er vert að íslenskt atvinnulíf gefi þessari löggjöf gaum. Hún varðar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hitt er svo að það er ekki hægt að skrifa það á reikning íslensku þjóðarinnar, íslensks atvinnulífs, einstakra atvinnugreina eða íslenskra stjórnmála hvernig t.d. namibískir stjórnmálamenn haga sér í samskiptum við einkafyrirtæki, jafnvel þótt íslensk séu í einhverjum tilvikum eða tengd íslenskum aðilum. Menn bera nefnilega aðallega ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum, jafnvel þótt landar séu.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin birtist fyrst á heimasíðu Sigríðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sigríður Á. Andersen Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Lífskjör lítillar þjóðar sem byggir allt sitt á útflutningi hvíla á góðum samskiptum yfir landamæri. Íslendingar hafa sinnt þróunaraðstoð í ýmsum löndum. Markmiðið með slíkri aðstoð er að hjálpa fólki sem höllustum fæti stendur í lífsbaráttunni, jafnvel þrátt fyrir ríkulegar auðlindir, að hjálpa sér sjálft. Íslendingar hafa margt fram að færa þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð. Rannsóknir og nýting á jarðhita er hér í blóma. Íslensk stjórnvöld vörðu á öðrum milljarði króna í aðstoð við Namibíu á um tuttuga ára tímabili. Einkum til þróunar í sjávarútvegi. Fyrirtæki tengd Íslandi fylgdu í kjölfarið og héldu þannig áfram þróunarstarfi á viðskiptalegum forsendum. Fátt er fátækum ríkjum mikilvægara til langframa en starfsemi sem stendur undir sér. Í Kveik, fréttaþætti RÚV, var fjallað starfsemi Íslendinga í Namibíu að þróunarsamvinnunni lokinni. Þar var dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga. Þar til bær yfirvöld virðast ef marka má fréttir hafa tekið þessi mál til skoðunar og engin ástæða til að ætla annað en að það verði gert af vandvirkni. Um leið er ástæða til að minna þingmenn á að þeir fara ekki með ákæruvald í málum sem þessum eins og ætla mætti af orðum sumra þeirra í dag. Þeir sem bornir eru sökum eiga að fá tækifæri til að verjast þeim í réttarkerfinu. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Umfjöllunin gefur hins vegar tilefni til þess að velta nokkrum þáttum fyrir sér. Þróunaraðstoð á afmörkuðu sviði, eins og t.d. sjávarútvegi, hlýtur að taka mið af aðstæðum í landinu að öðru leyti. Spurningar sem gæslumenn almannafjár á Íslandi hljóta að spyrja áður en fé er veitt til þróunaraðstoðar eru t.d.: Er líklegt að afrakstur þróunaraðstoðar, t.d. uppbygging innviða, fái að njóta sín til langframa? Eru til staðar innviðir sem verja eignarréttinn og önnur grundvallarmannréttindi? Spilling er landlæg í þróunarlöndum, og oftast helsta orsök fátæktar þar. Er líklegt að dragi úr henni með þróunaraðstoð? Getur verið að opinber þróunaraðstoð festi fremur spillingu í sessi en að draga úr henni? Hver er reynsla starfsmanna íslensku þróunaraðstoðarinnar í gegnum tíðina? Verða þeir aldrei varir við spillingu? Þessar spurningar og fleiri verða til umfjöllunar í utanríkismálamálanefnd á næstu vikum. Það var ekki að ástæðulausu að á vettvangi OECD var árið 1998 gerður samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Íslensk löggjöf hefur frá þeim tíma tekið breytingum í átt að markmiðum samningsins. Síðast að mínu frumkvæði árið 2018 er almennum hegningarlögum var breytt í átt til samræmis við samninginn. Það er verðugt verkefni að reyna að uppræta spillingu í alþjóðlegum viðskiptum og íslensk stjórnvöld taka heilshugar þátt í því. Það er vert að íslenskt atvinnulíf gefi þessari löggjöf gaum. Hún varðar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hitt er svo að það er ekki hægt að skrifa það á reikning íslensku þjóðarinnar, íslensks atvinnulífs, einstakra atvinnugreina eða íslenskra stjórnmála hvernig t.d. namibískir stjórnmálamenn haga sér í samskiptum við einkafyrirtæki, jafnvel þótt íslensk séu í einhverjum tilvikum eða tengd íslenskum aðilum. Menn bera nefnilega aðallega ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum, jafnvel þótt landar séu.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin birtist fyrst á heimasíðu Sigríðar.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar