Sportpakkinn: Fáum nánast aldrei æfingaleiki Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 16:30 Helena í landsleik. vísir/daníel þór „Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
„Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu frá því að ég tók við“, segir Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari sem stýrir kvennalandsliðinu gegn Búlgaríu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Frítt er á leikinn í boði Dominos en flautað verður til leiks klukkan 20. „Við byrjuðum á smáþjóðaleikunum í vor en verkefnið núna er enn stærra,“ segir þjálfarinn Benedikt sem segir tímann til undirbúnings vera stuttan. „Ofsalega knappur tími og maður er að reyna að gera sem mest og svigrúmið er ekki mikið en vonandi náum við að gera nóg“. Benedikt segir að liðið hafi æft í þrjár vikur fyrir smáþjóðaleikana en núna er tíminn minni. „Maður þarf að vinna þetta hratt og markvisst“. „Eins og staðan er í dag vitum við ekki mikið um liðið. FIBA raðaði þeim fyrir neðan okkur á styrleikalistanum en við erum það klárar að við gerum ráð fyrir því að þetta verði hörkuleikur“, segir Helena Sverrisdóttir. Hún segir andann í hópnum góðan eins og alltaf þegar liðið kemur saman. 16 leikmenn voru kallaðir til æfinga. „Það er mikil barátta um í sæti í 12 manna hópnumn æfingarnar taka mið af þeirri baráttu“. Helena tekur undir með þjálfaranum að tími til æfinga fyrir leikinn er ekki mikill. „Við vorum saman í sumar og erum að gera sömu hluti. Við horfum á myndbönd þess á milli sem við æfum“. Helena segir tímann fyrir smáþjóðaleikana hafa verið dýrmætan. Eftir leikinn fer landsliðið út og mætir Grikkjum á sunnudag. Þetta verða einu leikirnir þar til í nóvember á næsta ári. „Núna erum við að spila tvo leiki og svo líður heilt ár þar til að við spilum næstu leiki í þessari undankeppni. Hver einasti leikur hjálpar okkur mjög mikið því við fáum aldrei neina æfingaleiki“. Þjálfarinn segir standið á leikmönnum fínt. Flestar stelpurnar voru að spila á miðvikudag og á laugardag. Hildur Björg Kjartansdóttir meiddist í síðasta leik en Benedikt segir að það komi ekkert í veg fyrir að hún spili. Hvað segir hann um mótherjana? „Þetta er lið sem er svipað að styrkleika og við held ég örugglega. Þetta er öðruvísi lið en Grikkland og Slóvenía og undirbúningurinn miðast við það“.Klippa: Benedikt og Helena ræða komandi landsleik
Íslenski körfuboltinn Sportpakkinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira