Play greiðir átta prósent vexti af láninu Hörður Ægisson skrifar 13. nóvember 2019 08:00 Arnar Már Magnússon, forstjóri Play. Hið nýstofnaða lággjaldaflugfélag Play þarf að greiða átta prósent vexti af 40 milljóna evra, jafnvirði 5,5 milljarða króna, lánsfjármögnun sem félagið hefur tryggt sér frá breska sjóðnum Athene Capital sem hefur sömuleiðis kauprétt að tíu prósenta hlut í Play. Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu Play frá því fyrr í þessum mánuði, sem Markaðurinn hefur undir höndum, en þar segir að félagið geri ráð fyrir því að greiða fjármögnunina til baka að fullu á næstu þremur árum. Til samanburðar námu vextirnir í 50 milljóna evra skuldabréfaútgáfu WOW air í fyrra, sem var til þriggja ára, níu prósentum ofan á millibankavexti í evrum. Fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu áttu einnig að fá kauprétt að hlutafé í WOW á 20-25 prósenta afslætti ef félagið yrði skráð á markað. Lánsfjármögnunin frá Athene Capital virkjast þegar Play hefur aflað sér 12 milljóna evra í eigið fé frá fjárfestum sem munu eignast 50 prósenta hlut í flugfélaginu á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum Play. Verðbréfafyrirtækið Íslensk verðbréf, sem heldur utan um fjármögnun Play, biðlar nú til innlendra fjárfesta um að leggja flugfélaginu til þá fjármuni en sjóður í stýringu ÍV, TFII, hefur lýst yfir áhuga á að reiða fram að lágmarki 10 prósent þeirrar fjárhæðar. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Vefslóðin play.is föl fyrir rétt verð Flóttinn fær óvænta athygli. 11. nóvember 2019 13:52 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Hið nýstofnaða lággjaldaflugfélag Play þarf að greiða átta prósent vexti af 40 milljóna evra, jafnvirði 5,5 milljarða króna, lánsfjármögnun sem félagið hefur tryggt sér frá breska sjóðnum Athene Capital sem hefur sömuleiðis kauprétt að tíu prósenta hlut í Play. Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu Play frá því fyrr í þessum mánuði, sem Markaðurinn hefur undir höndum, en þar segir að félagið geri ráð fyrir því að greiða fjármögnunina til baka að fullu á næstu þremur árum. Til samanburðar námu vextirnir í 50 milljóna evra skuldabréfaútgáfu WOW air í fyrra, sem var til þriggja ára, níu prósentum ofan á millibankavexti í evrum. Fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu áttu einnig að fá kauprétt að hlutafé í WOW á 20-25 prósenta afslætti ef félagið yrði skráð á markað. Lánsfjármögnunin frá Athene Capital virkjast þegar Play hefur aflað sér 12 milljóna evra í eigið fé frá fjárfestum sem munu eignast 50 prósenta hlut í flugfélaginu á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum Play. Verðbréfafyrirtækið Íslensk verðbréf, sem heldur utan um fjármögnun Play, biðlar nú til innlendra fjárfesta um að leggja flugfélaginu til þá fjármuni en sjóður í stýringu ÍV, TFII, hefur lýst yfir áhuga á að reiða fram að lágmarki 10 prósent þeirrar fjárhæðar.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Vefslóðin play.is föl fyrir rétt verð Flóttinn fær óvænta athygli. 11. nóvember 2019 13:52 Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04 Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Play hættir við að ráða „leikfélaga“ Þrátt fyrir að lággjaldaflugfélagið Play sé enn í startholunum hefur það þegar ákveðið að gera breytingar á starfsmannahópnum. 6. nóvember 2019 15:04
Starfsmenn Play megi búast við lægri launum og meiri vinnu Þau sem sótt hafa um stöðu flugliða og flugmanna hjá flugfélaginu Play mega gera ráð fyrir að fá lægri laun en starfsmenn WOW air fengu á sínum tíma. Að sama skapi geta þau átt von á því að vinna meira en sambærilegir starfsmenn Icelandair. 7. nóvember 2019 13:30
Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00