Engin frásögn segir alla söguna Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 09:00 "Þegar ég skrifa þarf ég að hafa gaman sjálfur,“ segir Bragi Ólafsson. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Staða pundsins – sjálfsævisaga, en ekki mín eigin, er ný skáldsaga eftir Braga Ólafsson. Sagan gerist á árunum 1976-1977, en einnig 40 árum síðar, og í forgrunni eru mæðginin Madda og Sigurvin sem ákveða að ferðast til Englands og heimsækja vin hins látna eiginmanns Möddu og föður Sigurvins. Tónlist kemur mjög við sögu í bókinni. „Ég hef verið með þennan titil lengi í höfðinu, og langaði alltaf til að byggja heila sögu á hinu klassíska enska verslunarbréfi. Enda lærði ég að setja upp slíkt bréf í Verzlunarskólanum. En það þarf alltaf árekstur tveggja hugmynda til að koma af stað sögu, og niðurstaðan varð þessi saga hér um drenginn og móðurina, og föðurinn sem breytir lífi þeirra með því að víkja úr vegi. Áttundi áratugur síðustu aldar á Íslandi er auk þess spennandi tími í mínum augum, ekki síst í ljósi fjarlægðarinnar sem var við önnur lönd, í víðari skilningi en bara landfræðilegum. Í sögunni vísa ég markvisst í tónlist sem bregður ljósi á ástand okkar og menningu, og nýtist sem element í þroskasögu mæðginanna,“ segir Bragi. „Tvær síðustu skáldsögur mínar hafa öðrum þræði verið óður til ákveðinna listaverka eða tegundar listar og þessi nýjasta er það líka, þótt ég nefni ekki berum orðum hvert sagan leiðir mann.“Ástar-haturs samband Önnur aðalpersónan, Madda, heldur dagbók, og frásögnin í sögunni stýrist mikið til af þeirri bók. „Madda er þó ekki eini sögumaður bókarinnar, og sjálfur veit ég ekki alltaf hver talar hverju sinni, eða hver á þær skoðanir sem settar eru fram í textanum. Og eins og nefnt er í sögunni, og kynningu á henni, er þetta hálf saga, ekki bara í þeim skilningi hvernig hún endar. Því engin frásögn, hversu nákvæm sem hún kann að vera, segir alla söguna. Þessi bók er reyndar búin að ganga í gegnum alls konar frásagnaraðferðir. Það tók mig svolítinn tíma að ganga frá henni, að ná rétta tóninum. Þetta hefur verið eins konar ástar-haturssamband, en ég vona að í huga höfundar hafi ástin sigrað. Því ég veit það ekki enn þá. Mig grunar þó að þessi erfiða fæðing sögunnar hafi krafist þess af mér að ég leyfði mér meiri tilfinningasemi en ég hef hingað til gert.“Þeirra hefnd Dauðinn er áberandi í Stöðu pundsins og þar er sjaldnast um að ræða „eðlilegan“ dauðdaga. „Líklega hef ég í fleiri bókum gert mikið af því að drepa sögupersónur, þá aðallega karlmenn á miðjum aldri eða eldri, en ég er líka farinn að sætta mig við að ég eigi skilið að fara sömu leið og þessar persónur, þegar að því kemur. Jafnvel voveiflega. Það verður þeirra hefnd. Reyndar er faðirinn í sögunni kallaður Eldri, og ég þykist vita að honum sé ekkert sérstaklega hlýtt til mín.“ Það er húmor í þessari bók Braga eins og öðrum bókum hans, en kannski lúmskari nú en oft áður. „Þegar ég skrifa þarf ég að hafa gaman sjálfur. Ég held þó að það sé harmur í undirlagi sögunnar, enda byggir hún óbeint á tragískum atburðum sem gerðust í raun og veru. En til þess að áðurnefnd tilfinningasemi nái ekki alveg yfirhöndinni verður að vera til staðar ákveðin kaldhæðni. Hún er mér nauðsynleg til að ég lifni við hið innra.“Þarf ekki hengiflug Alls kyns hugleiðingar og útúrdúrar eru sömuleiðis sterk einkenni á verkinu. „Ég hafði skrifað niðurlagið mjög snemma í ferlinu, þótt byggingin tæki nokkrum breytingum á leiðinni. En ef það eru útúrdúrar í sögunni, þá tengjast þeir efninu. Og andanum. Og vísa oftar en ekki í niðurlagið. Ég veit að mörgum finnst erfitt að fá ekki eðlilega framvindu í skáldsögu, eða hefðbundið upphaf, ris og niðurstöðu, en sjálfur fer ég ekki fram á það þegar ég les bækur. Ég lít á minn skáldskap sem raunsæislegan í grunninn, og verð alltaf að hafa ákveðið jarðsamband, en klassísk uppsetning skáldsagna er ekki raunsæi. Óreiðan og stefnuleysið er það miklu frekar. Annars hef ég ekki hugmynd um hvað raunsæi þýðir í skáldskap. Líklega er það ekki til. En fyrir mitt leyti þarf ég ekki eitthvert hengiflug í lok kafla til að nenna að lesa þann næsta. Og þaðan af síður eitthvert svokallað erindi eða sögn. Það er tónninn eða andrúmsloftið sem segir mér miklu meira. Og jafnvel form verksins, sem vekur mig frekar til umhugsunar um þau mál sem svo oft er reynt að þröngva upp á mann í formi skilaboða. Í kynningarbæklingi sem var gefinn út um bókina stendur að hún fjalli um smásteinana á skóbotninum, og ég get alveg tekið undir það. Um pirringinn, óþolið og núninginn, ekki síst í listinni, til dæmis í því ákveðna verki sem má segja að liggi til grundvallar sögunni. Í bæklingnum er líka nefnt að sú hugmynd hafi komið upp að kalla bókina Hetjurnar, en að fallið hafi verið frá því. Hvað sem því líður, þá eru sögupersónurnar hetjur. Að minnsta kosti söguhetjur. Burtséð frá því hver staða pundsins er hverju sinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Staða pundsins – sjálfsævisaga, en ekki mín eigin, er ný skáldsaga eftir Braga Ólafsson. Sagan gerist á árunum 1976-1977, en einnig 40 árum síðar, og í forgrunni eru mæðginin Madda og Sigurvin sem ákveða að ferðast til Englands og heimsækja vin hins látna eiginmanns Möddu og föður Sigurvins. Tónlist kemur mjög við sögu í bókinni. „Ég hef verið með þennan titil lengi í höfðinu, og langaði alltaf til að byggja heila sögu á hinu klassíska enska verslunarbréfi. Enda lærði ég að setja upp slíkt bréf í Verzlunarskólanum. En það þarf alltaf árekstur tveggja hugmynda til að koma af stað sögu, og niðurstaðan varð þessi saga hér um drenginn og móðurina, og föðurinn sem breytir lífi þeirra með því að víkja úr vegi. Áttundi áratugur síðustu aldar á Íslandi er auk þess spennandi tími í mínum augum, ekki síst í ljósi fjarlægðarinnar sem var við önnur lönd, í víðari skilningi en bara landfræðilegum. Í sögunni vísa ég markvisst í tónlist sem bregður ljósi á ástand okkar og menningu, og nýtist sem element í þroskasögu mæðginanna,“ segir Bragi. „Tvær síðustu skáldsögur mínar hafa öðrum þræði verið óður til ákveðinna listaverka eða tegundar listar og þessi nýjasta er það líka, þótt ég nefni ekki berum orðum hvert sagan leiðir mann.“Ástar-haturs samband Önnur aðalpersónan, Madda, heldur dagbók, og frásögnin í sögunni stýrist mikið til af þeirri bók. „Madda er þó ekki eini sögumaður bókarinnar, og sjálfur veit ég ekki alltaf hver talar hverju sinni, eða hver á þær skoðanir sem settar eru fram í textanum. Og eins og nefnt er í sögunni, og kynningu á henni, er þetta hálf saga, ekki bara í þeim skilningi hvernig hún endar. Því engin frásögn, hversu nákvæm sem hún kann að vera, segir alla söguna. Þessi bók er reyndar búin að ganga í gegnum alls konar frásagnaraðferðir. Það tók mig svolítinn tíma að ganga frá henni, að ná rétta tóninum. Þetta hefur verið eins konar ástar-haturssamband, en ég vona að í huga höfundar hafi ástin sigrað. Því ég veit það ekki enn þá. Mig grunar þó að þessi erfiða fæðing sögunnar hafi krafist þess af mér að ég leyfði mér meiri tilfinningasemi en ég hef hingað til gert.“Þeirra hefnd Dauðinn er áberandi í Stöðu pundsins og þar er sjaldnast um að ræða „eðlilegan“ dauðdaga. „Líklega hef ég í fleiri bókum gert mikið af því að drepa sögupersónur, þá aðallega karlmenn á miðjum aldri eða eldri, en ég er líka farinn að sætta mig við að ég eigi skilið að fara sömu leið og þessar persónur, þegar að því kemur. Jafnvel voveiflega. Það verður þeirra hefnd. Reyndar er faðirinn í sögunni kallaður Eldri, og ég þykist vita að honum sé ekkert sérstaklega hlýtt til mín.“ Það er húmor í þessari bók Braga eins og öðrum bókum hans, en kannski lúmskari nú en oft áður. „Þegar ég skrifa þarf ég að hafa gaman sjálfur. Ég held þó að það sé harmur í undirlagi sögunnar, enda byggir hún óbeint á tragískum atburðum sem gerðust í raun og veru. En til þess að áðurnefnd tilfinningasemi nái ekki alveg yfirhöndinni verður að vera til staðar ákveðin kaldhæðni. Hún er mér nauðsynleg til að ég lifni við hið innra.“Þarf ekki hengiflug Alls kyns hugleiðingar og útúrdúrar eru sömuleiðis sterk einkenni á verkinu. „Ég hafði skrifað niðurlagið mjög snemma í ferlinu, þótt byggingin tæki nokkrum breytingum á leiðinni. En ef það eru útúrdúrar í sögunni, þá tengjast þeir efninu. Og andanum. Og vísa oftar en ekki í niðurlagið. Ég veit að mörgum finnst erfitt að fá ekki eðlilega framvindu í skáldsögu, eða hefðbundið upphaf, ris og niðurstöðu, en sjálfur fer ég ekki fram á það þegar ég les bækur. Ég lít á minn skáldskap sem raunsæislegan í grunninn, og verð alltaf að hafa ákveðið jarðsamband, en klassísk uppsetning skáldsagna er ekki raunsæi. Óreiðan og stefnuleysið er það miklu frekar. Annars hef ég ekki hugmynd um hvað raunsæi þýðir í skáldskap. Líklega er það ekki til. En fyrir mitt leyti þarf ég ekki eitthvert hengiflug í lok kafla til að nenna að lesa þann næsta. Og þaðan af síður eitthvert svokallað erindi eða sögn. Það er tónninn eða andrúmsloftið sem segir mér miklu meira. Og jafnvel form verksins, sem vekur mig frekar til umhugsunar um þau mál sem svo oft er reynt að þröngva upp á mann í formi skilaboða. Í kynningarbæklingi sem var gefinn út um bókina stendur að hún fjalli um smásteinana á skóbotninum, og ég get alveg tekið undir það. Um pirringinn, óþolið og núninginn, ekki síst í listinni, til dæmis í því ákveðna verki sem má segja að liggi til grundvallar sögunni. Í bæklingnum er líka nefnt að sú hugmynd hafi komið upp að kalla bókina Hetjurnar, en að fallið hafi verið frá því. Hvað sem því líður, þá eru sögupersónurnar hetjur. Að minnsta kosti söguhetjur. Burtséð frá því hver staða pundsins er hverju sinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira