Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 18:39 Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, og Samherjastarfsmenn mæta á fund í Seðlabankanum í fyrra. Vísir/vilhelm Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar Ríkisútvarpsins um meint brot sem varða starfsemi útgerðarinnar í Namibíu. Hefur Samherji ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja. Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. Samherjamenn segjast taka þessu mjög alvarlega og ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni í Afríku. Þar til niðurstaða þeirrar rannsóknar liggur fyrir muni þeir ekki tjá sig um einstakar ásakanir. Fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, Kveikur, hefur boðað að hulunni verði svipt af vafasömum viðskiptaháttum íslensks stórfyrirtækis annað kvöld. Í yfirlýsingunni segjast Samherjamenn hafa sérstaklega óskað eftir að setjast niður með Ríkisútvarpinu til að fara yfir upplýsingar sem þeirra telja skipta máli varðandi fyrirhugaða umfjöllun. Samherjamenn segja þeirri beiðni hafa verið hafnað og Ríkisútvarpið aðeins hafa talið sér fært að ræða við Samherjamenn fyrir framan myndavélar. „Teljum við þær upplýsingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri tillitslaust vegna hagsmuna þeirra einstaklinga sem málið varðar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni að öll starfsemi Samherja og tengdra félaga hafi verið undir ítarlegri rannsókn árum saman án þess að nokkuð athugavert hafi fundist.Yfirlýsinguna í heild má sjá hér fyrir neðan:Við höfum orðið þess áskynja að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, hafi farið til fjölmiðla og lagt fram alvarlegar ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. Við tökum þessu mjög alvarlega og höfum ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni í Afríku. Þar til niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um einstakar ásakanir.Við höfum sérstaklega óskað eftir að fá að setjast niður með Ríkisútvarpinu og fara yfir upplýsingar sem við teljum skipta máli í tengslum við fyrirhugaða umfjöllun. Þeirri beiðni hefur jafnharðan verið hafnað og hefur Ríkisútvarpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan myndavélar. Teljum við þær upplýsingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri tillitslaust vegna hagsmuna þeirra einstaklinga sem málið varðar.„Öll starfsemi Samherja og tengdra félaga var undir ítarlegri rannsókn árum saman án þess að nokkuð athugavert hafi fundist. Var allt okkar bókhald, tölvupóstar og öll önnur gögn skoðuð ítarlega, þar með talið þeirra félaga sem sinntu útgerð við strendur Afríku frá árinu 2007. Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og villandi ásökunum frá fyrrverandi starfsmanni sem enn á ný eru matreiddar af sömu aðilum og fjölmiðlum og í Seðlabankamálinu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Það sem við teljum rétt að koma á framfæri á þessum tímapunkti er að þegar við urðum þess áskynja í ársbyrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu sendum við fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá sérstökum saksóknara til Namibíu. Eftir nokkurra mánaða vinnu hans var niðurstaðan að segja umræddum starfsmanni upp störfum án tafar vegna óásættanlegrar framgöngu hans og hegðunar. Mikill tími hefur farið í að ná tökum á rekstrinum en starfsmaðurinn fyrrverandi hefur samhliða, beint og ásamt samstarfsmönnum sínum, krafist hárra fjárhæða frá Samherja.Samherji hefur lagt sig fram um að vinna í samræmi við lög og reglur sem gilda í þeim löndum sem félagið starfar í. Höfum við í því samhengi unnið náið með stjórnvöldum í Namibíu, bæði með skattyfirvöldum og Seðlabanka Namibíu. Má þar nefna að frá síðari hluta árs 2016 hefur öllum virðisaukaskattskyldum fyrirtækjum í Namibíu verið skylt að fara í gegnum ítarlega skoðun hjá skattyfirvöldum á tveggja mánaða fresti þar sem allir reikningar eru yfirfarnir. Á það við um okkar félög eins og öll önnur fyrirtæki í Namibíu.Frá því að við hófum starfsemi í Namibíu hefur legið fyrir að um tímabundinn rekstur sé að ræða. Gerðir voru samningar við ýmsa kvótahafa, allt frá samningum til örfárra mánaða til fimm ára en umræddir samningar eru nú allir útrunnir. Þá hafa namibísk stjórnvöld unnið að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á undanförnum árum með það fyrir augum að draga úr notkun frystitogara og auka vægi landvinnslu ásamt því að leggja aukna áherslu á að eignarhald og stjórnun sé í höndum innlendra aðila. Í því skyni hefur eitt skip þegar verið selt og viðræður staðið yfir frá byrjun þessa árs um sölu á öðrum rekstri Samherja í Namibíu til þarlendra aðila. Fjölmiðlar Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar Ríkisútvarpsins um meint brot sem varða starfsemi útgerðarinnar í Namibíu. Hefur Samherji ráðið alþjóðlega lögmannsstofu til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samherja. Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. Samherjamenn segjast taka þessu mjög alvarlega og ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni í Afríku. Þar til niðurstaða þeirrar rannsóknar liggur fyrir muni þeir ekki tjá sig um einstakar ásakanir. Fréttaskýringaþáttur Ríkisútvarpsins, Kveikur, hefur boðað að hulunni verði svipt af vafasömum viðskiptaháttum íslensks stórfyrirtækis annað kvöld. Í yfirlýsingunni segjast Samherjamenn hafa sérstaklega óskað eftir að setjast niður með Ríkisútvarpinu til að fara yfir upplýsingar sem þeirra telja skipta máli varðandi fyrirhugaða umfjöllun. Samherjamenn segja þeirri beiðni hafa verið hafnað og Ríkisútvarpið aðeins hafa talið sér fært að ræða við Samherjamenn fyrir framan myndavélar. „Teljum við þær upplýsingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri tillitslaust vegna hagsmuna þeirra einstaklinga sem málið varðar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni að öll starfsemi Samherja og tengdra félaga hafi verið undir ítarlegri rannsókn árum saman án þess að nokkuð athugavert hafi fundist.Yfirlýsinguna í heild má sjá hér fyrir neðan:Við höfum orðið þess áskynja að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, hafi farið til fjölmiðla og lagt fram alvarlegar ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. Við tökum þessu mjög alvarlega og höfum ráðið alþjóðlegu lögmannsstofuna Wikborg Rein í Noregi til að framkvæma ítarlega rannsókn á starfseminni í Afríku. Þar til niðurstöður þeirrar rannsóknar liggja fyrir munum við ekki tjá okkur um einstakar ásakanir.Við höfum sérstaklega óskað eftir að fá að setjast niður með Ríkisútvarpinu og fara yfir upplýsingar sem við teljum skipta máli í tengslum við fyrirhugaða umfjöllun. Þeirri beiðni hefur jafnharðan verið hafnað og hefur Ríkisútvarpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan myndavélar. Teljum við þær upplýsingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri tillitslaust vegna hagsmuna þeirra einstaklinga sem málið varðar.„Öll starfsemi Samherja og tengdra félaga var undir ítarlegri rannsókn árum saman án þess að nokkuð athugavert hafi fundist. Var allt okkar bókhald, tölvupóstar og öll önnur gögn skoðuð ítarlega, þar með talið þeirra félaga sem sinntu útgerð við strendur Afríku frá árinu 2007. Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og villandi ásökunum frá fyrrverandi starfsmanni sem enn á ný eru matreiddar af sömu aðilum og fjölmiðlum og í Seðlabankamálinu,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.Það sem við teljum rétt að koma á framfæri á þessum tímapunkti er að þegar við urðum þess áskynja í ársbyrjun 2016 að ekki væri allt með felldu í rekstrinum í Namibíu sendum við fyrrverandi rannsóknarlögreglumann hjá sérstökum saksóknara til Namibíu. Eftir nokkurra mánaða vinnu hans var niðurstaðan að segja umræddum starfsmanni upp störfum án tafar vegna óásættanlegrar framgöngu hans og hegðunar. Mikill tími hefur farið í að ná tökum á rekstrinum en starfsmaðurinn fyrrverandi hefur samhliða, beint og ásamt samstarfsmönnum sínum, krafist hárra fjárhæða frá Samherja.Samherji hefur lagt sig fram um að vinna í samræmi við lög og reglur sem gilda í þeim löndum sem félagið starfar í. Höfum við í því samhengi unnið náið með stjórnvöldum í Namibíu, bæði með skattyfirvöldum og Seðlabanka Namibíu. Má þar nefna að frá síðari hluta árs 2016 hefur öllum virðisaukaskattskyldum fyrirtækjum í Namibíu verið skylt að fara í gegnum ítarlega skoðun hjá skattyfirvöldum á tveggja mánaða fresti þar sem allir reikningar eru yfirfarnir. Á það við um okkar félög eins og öll önnur fyrirtæki í Namibíu.Frá því að við hófum starfsemi í Namibíu hefur legið fyrir að um tímabundinn rekstur sé að ræða. Gerðir voru samningar við ýmsa kvótahafa, allt frá samningum til örfárra mánaða til fimm ára en umræddir samningar eru nú allir útrunnir. Þá hafa namibísk stjórnvöld unnið að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu á undanförnum árum með það fyrir augum að draga úr notkun frystitogara og auka vægi landvinnslu ásamt því að leggja aukna áherslu á að eignarhald og stjórnun sé í höndum innlendra aðila. Í því skyni hefur eitt skip þegar verið selt og viðræður staðið yfir frá byrjun þessa árs um sölu á öðrum rekstri Samherja í Namibíu til þarlendra aðila.
Fjölmiðlar Namibía Sjávarútvegur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira