Handbolti

Varði níu skot frá Donna | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Ingiberg Ólafsson, eða Siggi seðill, varði vel gegn ÍBV.
Sigurður Ingiberg Ólafsson, eða Siggi seðill, varði vel gegn ÍBV. mynd/stöð 2 sport
Sigurður Ingiberg Ólafsson varði 19 skot þegar ÍR bar sigurorð af ÍBV, 32-27, í Olís-deild karla í gær.

Af þessum 19 skotum sem Sigurður varði voru níu frá Kristjáni Erni Kristjánssyni, skyttu Eyjamanna, eða Donna eins og hann er jafnan kallaður.

Fannar Þór Friðgeirsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla hjá ÍBV og því mæddi enn meira á Kristjáni Erni en venjulega.

Hann skaut og skaut og á endanum urðu skotin 19. Sigurður varði níu þeirra, átta fóru í netið, eitt í slána og eitt hitti ekki markið.

Sigurður varði fimm skot frá Kristjáni Erni í fyrri hálfleik og svo fyrstu tvö skotin hans í seinni hálfleik. Á þeim tíma var hann með hann í vasanum.

Kristján Örn fann loks leiðina framhjá Sigurði um miðjan seinni hálfleik þegar hann skoraði fjögur mörk í röð og kom ÍBV aftur inn í leikinn. Kristján Örn jafnaði í 22-22 en ÍR svaraði með því að skora fjögur gegn einu og náði aftur undirtökunum.

Sigurður hjálpaði til við að landa sigrinum en hann varði tvö af síðustu fjórum skotum Kristjáns Arnar.

Sigurður varði alls 19 af þeim 46 skotum sem hann fékk á sig í leiknum sem gerir 41% hlutfallsmarkvörslu. Hann varði 53% skotanna sem Kristján Örn tók og hittu á markið. Öll skotin sem Sigurður varði frá Kristjáni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Varði níu skot frá Donna


Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá ÍR í fjórum leikjum. Liðið er með tólf stig í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Haukum og Aftureldingu.

Næsti leikur ÍR er gegn Aftureldingu að Varmá á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×