Andstæðingar Ísraels á hálum ís Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 11. nóvember 2019 16:00 Undanfarnar tvær vikur hefur deilan á milli Ísraels og Palestínu enn og aftur ratað á milli tannanna á fólki. Fjöldahreyfing sem sinnir að jafnaði alþýðumálum innanlands hefur seilst inn á þetta svið, sem ætti annars að falla undir utanríkismál. Drífa Snædal, forseti ASÍ, notaði vefsíðu ASÍ sem persónulegt málgagn í vikunni til þess að vekja athygli á BDS-samtökunum, en þau samtök hvetja meðal annars til sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Myndin sem hún dregur upp af samtökunum gefur til kynna að liðsmenn þeirra séu einhvers konar friðelskandi hippar, og reyndar er slíkt fólk að finna meðal fylgismanna samtakanna á Vesturlöndum, en þó ekki á meðal hátt settra meðlima samtakanna. En undir friðsamlegu yfirborðinu leynist hugmyndafræði sem er ekki til þess fallin að stuðla að friði. Viðtalið sjálft er rétt rúmar 13 mínútur að lengd að meðtöldum inngangi spyrils, en á þessum stutta tíma náði ótrúlegt magn af rangfærslum, dylgjum og einföldunum að skjóta upp kollinum.Ónákvæmni og rangfærslur Í kjölfar yfirlýsingar Drífu var henni boðið í þáttinn „Tuttuguogeinn“ á Hringbraut, undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, í dagskrárlið sem væri vel við hæfi að kalla Drottningarviðtal. Með í för slóst Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er aðildarfélag ASÍ. Það sem vakti athygli frá byrjun var að Sigmundur Ernir spyr iðulega spurninga af nánast hlægilegri ónákvæmni, til dæmis með því að minnast trekk í trekk á „yfirvöld í Tel Avív“ þegar spurning hans varðar ísraelska þingið, en ísraelska þingið er í vesturhluta Jerúsalem og hefur verið þar frá árinu 1949. Það er einnig áberandi í gegn um allt viðtalið að hvorki spyrillinn né gestirnir virðast gera sér grein fyrir því að Palestínumenn hafi haft sín eigin yfirvöld (Palestínsku heimastjórnina) síðan 1994 og að Palestínumenn á Vesturbakkanum séu þegnar þeirra með sín eigin palestínsku vegabréf. Í gegn um viðtalið er ísraelskum yfirvöldum reglulega kennt um vandamál sem eru ýmist á ábyrgð palestínsku heimastjórnarinnar (PA) eða samfélagsgerðar palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna.Aldagamlar kreddur Sigmundur Ernir dregur aldrei í efa nokkuð af því sem dömurnar segja, né spyr hann nokkru sinni gagnrýnna spurninga, heldur þvert á móti blæs hann út það sem þær segja og spyr spurninga sem byggjast greinilega á hans eigin ranghugmyndum. Á einum tímapunkti tekur hann fram að hann ætli sér að forðast alhæfingar í viðtalinu og segir: „við erum ekki að tala um Gyðinga, við erum ekki að tala um Ísraelsmenn...“ en nokkrum mínútum síðar segir hann: „Af hverju komast þeir upp með þetta? Er það vegna þess að Bandaríkjamenn eru svona háðir fjármagni frá þessari þjóð?“ Í þessari leiðandi spurningu felst gróf alhæfing um Gyðinga/Ísraelsmenn sem ríka þjóð (þó hann hafi áður gefið til kynna að þau ætluðu ekki að alhæfa) sem hafa yfirvöld annara landa á valdi sínu. Þessi hugmynd byggist á aldagömlum kreddum um valdagræðgi Gyðinga og er ein af þeim átyllum sem hafa verið notaðar við ofsóknir gegn þeim og hafa valdið dauða milljóna þeirra í gegn um tíðina. Sólveig Anna tekur síðan undir þessi orð Sigmundar þegar hún segir: „Þeir sem að stýra flæði fjármunanna og svo framvegis, þeir á endanum náttúrulega fara með öll völdin,“ og er erfitt að lesa annað úr orðum hennar en að hún aðhyllist þessa sömu hugmynd.Viðtalinu svarað í smáatriðum Viðtalið fer um víðan völl, og í því eru reifuð mál eins og kynjajafnrétti, atvinnufrelsi og marxískar hugmyndir um átök milli auðvalds og vinnuafls. Í þessu öllu endurspeglast vanþekking þremenninganna á raunverulegu eðli BDS-samtakanna, friðarferlinu og stöðu Arabaheimsins. Það er gríðarlega alvarlegt að almennur miðill eins og Hringbraut haldi blygðunarlaust uppi slíkri orðræðu án nokkurs mótvægis frammi fyrir alþjóð. Sömuleiðis er í hæsta lagi óviðeigandi að fjöldahreyfing eins og ASÍ sé notuð til að miðla persónulegum pólitískum sjónarmiðum Drífu Snædal. En það er hinn mikli fjöldi rangfærslna og augljóst þekkingarleysið sem birtist í viðtalinu sem kom mest á óvart. Hér voru einungis tínd til örfá atriði og mörg þeirra án frekari útskýringa, en á síðu samtakanna MIFF á Íslandi (Með Ísrael fyrir friði) (www.miff.is) mun ritstjórnin fara yfir viðtalið í smáatriðum í tveimur væntanlegum greinum, því það er af nógu að taka. Fylgist endilega með! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hefur deilan á milli Ísraels og Palestínu enn og aftur ratað á milli tannanna á fólki. Fjöldahreyfing sem sinnir að jafnaði alþýðumálum innanlands hefur seilst inn á þetta svið, sem ætti annars að falla undir utanríkismál. Drífa Snædal, forseti ASÍ, notaði vefsíðu ASÍ sem persónulegt málgagn í vikunni til þess að vekja athygli á BDS-samtökunum, en þau samtök hvetja meðal annars til sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Myndin sem hún dregur upp af samtökunum gefur til kynna að liðsmenn þeirra séu einhvers konar friðelskandi hippar, og reyndar er slíkt fólk að finna meðal fylgismanna samtakanna á Vesturlöndum, en þó ekki á meðal hátt settra meðlima samtakanna. En undir friðsamlegu yfirborðinu leynist hugmyndafræði sem er ekki til þess fallin að stuðla að friði. Viðtalið sjálft er rétt rúmar 13 mínútur að lengd að meðtöldum inngangi spyrils, en á þessum stutta tíma náði ótrúlegt magn af rangfærslum, dylgjum og einföldunum að skjóta upp kollinum.Ónákvæmni og rangfærslur Í kjölfar yfirlýsingar Drífu var henni boðið í þáttinn „Tuttuguogeinn“ á Hringbraut, undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, í dagskrárlið sem væri vel við hæfi að kalla Drottningarviðtal. Með í för slóst Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er aðildarfélag ASÍ. Það sem vakti athygli frá byrjun var að Sigmundur Ernir spyr iðulega spurninga af nánast hlægilegri ónákvæmni, til dæmis með því að minnast trekk í trekk á „yfirvöld í Tel Avív“ þegar spurning hans varðar ísraelska þingið, en ísraelska þingið er í vesturhluta Jerúsalem og hefur verið þar frá árinu 1949. Það er einnig áberandi í gegn um allt viðtalið að hvorki spyrillinn né gestirnir virðast gera sér grein fyrir því að Palestínumenn hafi haft sín eigin yfirvöld (Palestínsku heimastjórnina) síðan 1994 og að Palestínumenn á Vesturbakkanum séu þegnar þeirra með sín eigin palestínsku vegabréf. Í gegn um viðtalið er ísraelskum yfirvöldum reglulega kennt um vandamál sem eru ýmist á ábyrgð palestínsku heimastjórnarinnar (PA) eða samfélagsgerðar palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna.Aldagamlar kreddur Sigmundur Ernir dregur aldrei í efa nokkuð af því sem dömurnar segja, né spyr hann nokkru sinni gagnrýnna spurninga, heldur þvert á móti blæs hann út það sem þær segja og spyr spurninga sem byggjast greinilega á hans eigin ranghugmyndum. Á einum tímapunkti tekur hann fram að hann ætli sér að forðast alhæfingar í viðtalinu og segir: „við erum ekki að tala um Gyðinga, við erum ekki að tala um Ísraelsmenn...“ en nokkrum mínútum síðar segir hann: „Af hverju komast þeir upp með þetta? Er það vegna þess að Bandaríkjamenn eru svona háðir fjármagni frá þessari þjóð?“ Í þessari leiðandi spurningu felst gróf alhæfing um Gyðinga/Ísraelsmenn sem ríka þjóð (þó hann hafi áður gefið til kynna að þau ætluðu ekki að alhæfa) sem hafa yfirvöld annara landa á valdi sínu. Þessi hugmynd byggist á aldagömlum kreddum um valdagræðgi Gyðinga og er ein af þeim átyllum sem hafa verið notaðar við ofsóknir gegn þeim og hafa valdið dauða milljóna þeirra í gegn um tíðina. Sólveig Anna tekur síðan undir þessi orð Sigmundar þegar hún segir: „Þeir sem að stýra flæði fjármunanna og svo framvegis, þeir á endanum náttúrulega fara með öll völdin,“ og er erfitt að lesa annað úr orðum hennar en að hún aðhyllist þessa sömu hugmynd.Viðtalinu svarað í smáatriðum Viðtalið fer um víðan völl, og í því eru reifuð mál eins og kynjajafnrétti, atvinnufrelsi og marxískar hugmyndir um átök milli auðvalds og vinnuafls. Í þessu öllu endurspeglast vanþekking þremenninganna á raunverulegu eðli BDS-samtakanna, friðarferlinu og stöðu Arabaheimsins. Það er gríðarlega alvarlegt að almennur miðill eins og Hringbraut haldi blygðunarlaust uppi slíkri orðræðu án nokkurs mótvægis frammi fyrir alþjóð. Sömuleiðis er í hæsta lagi óviðeigandi að fjöldahreyfing eins og ASÍ sé notuð til að miðla persónulegum pólitískum sjónarmiðum Drífu Snædal. En það er hinn mikli fjöldi rangfærslna og augljóst þekkingarleysið sem birtist í viðtalinu sem kom mest á óvart. Hér voru einungis tínd til örfá atriði og mörg þeirra án frekari útskýringa, en á síðu samtakanna MIFF á Íslandi (Með Ísrael fyrir friði) (www.miff.is) mun ritstjórnin fara yfir viðtalið í smáatriðum í tveimur væntanlegum greinum, því það er af nógu að taka. Fylgist endilega með!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun