Íslendingar sjúkir í sódavatn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2019 14:30 Vinsældir sódavatns hafa aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Getty Images Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag. Gosdrykkjasala hefur breyst umtalsvert frá árinu 2011. Sykraðir gosdrykkir voru þá 59% seldra gosdrykkja, sykurlausir 27% og kolsýrt vatn 15%. Nú átta árum síðar er hlutfall sykruðu gosdrykkjanna orðið 41%, hlutfall hinna sykurlausu svipað eða 28% en hlutfall kolsýrðs vatns hefur tvöfaldast og er nú 30%. Því til viðbótar virðast sóda stream tæki njóta mikilla vinsælda þessi misserin þar sem fólk kaupir gashylki í verslunum til að gera sódavatn á heimilum sínum. Félag atvinnurekenda gagnrýnir Landlæknisembættið fyrir að styðjast endurtekið við tölur frá árinu 2011. Sérstaklega í samhengi við útfærslu á sykurskatti sem sé á borði heilbrigðisráðherra. Vegna þessa hafi FA sent ráðherra bréf og boðið til samstarfs um að tryggja að vinnan byggi á réttum gögnum um sykurneyslu en ekki átta ára gamlar tölur. „FA hefur ítrekað bent ráðherra á að tillögur Landlæknisembættisins um upptöku sykurskatts séu byggðar á gömlum, úreltum og/eða röngum gögnum. Í maí í fyrra, er viðraðar voru tillögur Landlæknisembættisins um sérstakan gosskatt, ritaði félagið ráðherra bréf og vakti athygli á því að Landlæknisembættið vitnaði til 7-8 ára gamalla gagna Hagstofunnar, sem ættu að sýna að þriðjungur af neyslu viðbætts sykurs kæmi úr gosdrykkjum. FA gagnrýndi bæði að notuð væru gömul gögn og auk þess dregnar af þeim hæpnar ályktanir,“ segir á vef FA. Er vísað til þess að sölutölur frá Markaðsgreiningu/AC Nielsen bendi til þess að innan við 20% sykurneyslu Íslendinga komi úr gosdrykkjum. „FA benti á að Landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleiðenda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Ráðuneytið svaraði ekki þessu bréfi.“ Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Íslendingar hafa undanfarinn tæpan áratug í auknum mæli sagt skilið við sykraða gosdrykki og keypt kolsýrt vatn í staðinn, oft nefnt sódavatn. Þetta kemur fram í sölutölum úr matvöruverslunum og bensínstöðvum sem Félag atvinnurekenda birtir á heimasíðu sinni í dag. Gosdrykkjasala hefur breyst umtalsvert frá árinu 2011. Sykraðir gosdrykkir voru þá 59% seldra gosdrykkja, sykurlausir 27% og kolsýrt vatn 15%. Nú átta árum síðar er hlutfall sykruðu gosdrykkjanna orðið 41%, hlutfall hinna sykurlausu svipað eða 28% en hlutfall kolsýrðs vatns hefur tvöfaldast og er nú 30%. Því til viðbótar virðast sóda stream tæki njóta mikilla vinsælda þessi misserin þar sem fólk kaupir gashylki í verslunum til að gera sódavatn á heimilum sínum. Félag atvinnurekenda gagnrýnir Landlæknisembættið fyrir að styðjast endurtekið við tölur frá árinu 2011. Sérstaklega í samhengi við útfærslu á sykurskatti sem sé á borði heilbrigðisráðherra. Vegna þessa hafi FA sent ráðherra bréf og boðið til samstarfs um að tryggja að vinnan byggi á réttum gögnum um sykurneyslu en ekki átta ára gamlar tölur. „FA hefur ítrekað bent ráðherra á að tillögur Landlæknisembættisins um upptöku sykurskatts séu byggðar á gömlum, úreltum og/eða röngum gögnum. Í maí í fyrra, er viðraðar voru tillögur Landlæknisembættisins um sérstakan gosskatt, ritaði félagið ráðherra bréf og vakti athygli á því að Landlæknisembættið vitnaði til 7-8 ára gamalla gagna Hagstofunnar, sem ættu að sýna að þriðjungur af neyslu viðbætts sykurs kæmi úr gosdrykkjum. FA gagnrýndi bæði að notuð væru gömul gögn og auk þess dregnar af þeim hæpnar ályktanir,“ segir á vef FA. Er vísað til þess að sölutölur frá Markaðsgreiningu/AC Nielsen bendi til þess að innan við 20% sykurneyslu Íslendinga komi úr gosdrykkjum. „FA benti á að Landlæknisembættið hefði ekki sinnt óskum framleiðenda og innflytjenda gosdrykkja um samtal um það hvernig megi tryggja að gögn, sem embættið byggir tillögur sínar á, séu rétt. Ráðuneytið svaraði ekki þessu bréfi.“
Heilbrigðismál Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira