Ætla að sannreyna reynslusögur sem berast um „báknið“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Miðflokkurinn auglýsti eftir reynslusögum um samskipti við opinbera aðila á dögunum. Þingmenn ætla í framhaldinu að leggja fram lausnir. Vísir/samsett Þingmenn Miðflokksins ætla að sannreyna upplýsingar sem koma fram í reynslusögum um samskipti við ríkið, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort og hvaða sögur verða birtar. Miðflokkurinn auglýsti á dögunum eftir reynslusögum almennings um „kerfið“, óbilgirni af hálfu þess opinbera eða óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða reksturs fyrirtækja eða í daglegu lífi. Segir flokkurinn það hluta af forgangsverkefni sínum um að takast á við „báknið“. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, segir við Vísi að flokkurinn ætli að greina upplýsingarnar sem honum berast og raða eftir málaflokkum til að kortleggja það sem helst situr í fólki. Í framhaldinu reyni þingmenn að greiða úr málum í sínum málaflokki og finna lausnir. „Það getur verið misjafnt hvað við gerum við sögurnar sem við fáum. Það getur verið að leggja til lagabreytingar, þingsályktanir eða einfaldlega að vekja athygli á hlutum sem margir lenda í og benda á leiðir til lausnar,“ segir Jón.Jón Pétursson, aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.AðsendTaka ekki við neinu skoðunarlaust Spurður að því hvort að flokkurinn muni sannreyna sögurnar sem berast segir Jón að það verði gert, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Eins séu þingmenn flokksins í mörgum tilfellum sérfróðir á sínu sviði. „Við munu skoða öll mál út frá mörgum hliðum. Við tökum ekki við neinu skoðunarlaust,“ segir hann. Ekki liggur enn fyrir hvað verður um reynslusögurnar sem Miðflokkurinn fær í hendur. Jón segir að farið verði með þær sem trúnaðarmál og þær verði ekki birtar nema viðkomandi gefi fyrir því leyfi. Því reikni hann ekki endilega með því að sögurnar verði birtar. Flokknum hafi þegar borist sögur um fólk sem hefur lent í óbilgirni af hálfu opinberra aðila, um langan tíma sem hefur tekið að fá úrlausn mála og að ná rétti þegar fólk hefur verið beitt rangindum og um óþarfar tafir þegar fólk sækir rétt sinn. „Svoleiðis mál eiga ekki endilega við stefnu ákveðins flokks,“ segir Jón spurður að því hvort að sögurnar verði valdar sérstaklega til að falla að og styðja stefnumál Miðflokksins. Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ætla að sannreyna upplýsingar sem koma fram í reynslusögum um samskipti við ríkið, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort og hvaða sögur verða birtar. Miðflokkurinn auglýsti á dögunum eftir reynslusögum almennings um „kerfið“, óbilgirni af hálfu þess opinbera eða óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða reksturs fyrirtækja eða í daglegu lífi. Segir flokkurinn það hluta af forgangsverkefni sínum um að takast á við „báknið“. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, segir við Vísi að flokkurinn ætli að greina upplýsingarnar sem honum berast og raða eftir málaflokkum til að kortleggja það sem helst situr í fólki. Í framhaldinu reyni þingmenn að greiða úr málum í sínum málaflokki og finna lausnir. „Það getur verið misjafnt hvað við gerum við sögurnar sem við fáum. Það getur verið að leggja til lagabreytingar, þingsályktanir eða einfaldlega að vekja athygli á hlutum sem margir lenda í og benda á leiðir til lausnar,“ segir Jón.Jón Pétursson, aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.AðsendTaka ekki við neinu skoðunarlaust Spurður að því hvort að flokkurinn muni sannreyna sögurnar sem berast segir Jón að það verði gert, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Eins séu þingmenn flokksins í mörgum tilfellum sérfróðir á sínu sviði. „Við munu skoða öll mál út frá mörgum hliðum. Við tökum ekki við neinu skoðunarlaust,“ segir hann. Ekki liggur enn fyrir hvað verður um reynslusögurnar sem Miðflokkurinn fær í hendur. Jón segir að farið verði með þær sem trúnaðarmál og þær verði ekki birtar nema viðkomandi gefi fyrir því leyfi. Því reikni hann ekki endilega með því að sögurnar verði birtar. Flokknum hafi þegar borist sögur um fólk sem hefur lent í óbilgirni af hálfu opinberra aðila, um langan tíma sem hefur tekið að fá úrlausn mála og að ná rétti þegar fólk hefur verið beitt rangindum og um óþarfar tafir þegar fólk sækir rétt sinn. „Svoleiðis mál eiga ekki endilega við stefnu ákveðins flokks,“ segir Jón spurður að því hvort að sögurnar verði valdar sérstaklega til að falla að og styðja stefnumál Miðflokksins.
Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira