Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 23:15 Pedro Sánchez fagnar sigri í kosningunum. Þrátt fyrir að flokkurinn sé sá stærsti eftir kosningar er ljóst að afar erfitt verður að mynda ríkisstjórn. Vísir/AP Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins. Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins.
Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22
Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29
Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05