Ákveðin hættumerki sem við verðum að fylgjast með Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 19:45 Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir. Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Vísbendingar eru um að drykkja unglinga sé að aukast að sögn fagfólks. Tilfellum hefur fjölgað þar sem börn í efri bekkjum grunnskóla hafa verið drukkin á skólaböllum. Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér undir morgun kom fram að talsverð ölvun var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þurfti lögregla meðal annars að hafa afskipti af nokkrum ungmennum undir 18 ára aldri. Þau voru færð á lögreglustöð þar sem þau voru sótt af foreldrum sínum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi og telur lögregla vísbendingar um að drykkja unglinga sé að aukast. „Við svona sem að erum að vinna mikið með unglingum og í kringum unglinga og svona við kannski finnum það að það er hugsanlega að losna þarna aðeins taumhald,“ segi Birgir Örn Guðjónsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Birgir segir drykkju í kringum hátíðir eins og Menningarnótt og 17. júní sjást í auknu mæli hjá ungmennum. „Núna síðast á Menningarnótt var bara talsvert um áfengisneyslu og þar sem að lögreglan var þá að grípa inn í og hafa þá samband við foreldra og annað,“ segir Birgir „Við erum aðeins að greina núna vísbendingar um að hérna það sé að aukast aftur drykkja og það er mikil aukninga á veipi til dæmis og sígarettum,“ segir Guðrún Kaldal framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar. „Svona þegar við berum saman bækur okkar kollegar að þá svona finnst okkur svona aðeins, þá er svona tilfinningin að þetta gæti aðeins verið að losna um aðhald, sem skapar þá mögulega á meira fikt og hérna meiri spennu svona einhvers staðar í hérna eftirlitsleysi eða einhverju slíku,“ segir Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjaskóla. Guðrún segir mikilvægt að foreldrar hafi í huga að það er brot á barnaverndarlögum að virða ekki útivistartíma barna. „Við greinum líka slaka í félagslegu taumhaldi sem þýðir það að börn eru lengur úti. Foreldrar eru ekki svona skýrir með útivistartímann og við þurfum bara að minna foreldra á og við höfum til dæmis núna verið að setja aftur í gang foreldrarölt,“ segir Guðrún. Slík rölt voru algeng á árum áður og eru notuð til þess að fylgjast betur með börnum á kvöldin og auka samskipti á milli foreldra. Birgir segir nokkur dæmi um það að börn hafi verið drukkin á böllum fyrir börn í efri bekkjum grunnskóla. „Því miður þá hefur það aðeins verið að koma upp aftur og hérna núna bara mjög nýleg dæmi um slíkt. Bæði þá um drykkju og þá líka sem að er komið út í slagsmál. Þetta eru náttúrulega algjörlega sko. Núna ætla ég alls ekki að mála einhvern skratta á vegginn sko vegna þess að sjálfsögðu er langmestur meirihluti barna og unglinga skilurðu bara í frábærum málum en það eru ákveðin hættumerki sem að við verðum aðeins að fylgjast með,“ segir Birgir.
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira