„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar Stefánsson, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu, og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39