Stefán Einar kennir formanni Blaðamannafélagsins um uppsagnirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 14:02 Stefán Einar Stefánsson á baráttufundi verkamanna þegar hann var formaður VR. Hann vandar ekki formanni stéttarfélags blaðamanna kveðjurnar í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, tengir uppsagnir hjá Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir fréttamanna í Blaðamannafélagi Íslands. Hann segir formann BÍ í engum tengslum við raunveruleikann og samninganefndina ekki heldur. Árvakur sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en þeirra á meðal eru blaðamenn sem starfað hafa í lengri tíma hjá fyrirtækinu. Yfirmaður ljósmyndadeildar, fyrrverandi fréttastjóri, reynslumiklir íþróttamenn og reyndir vefblaðamenn eru á meðal þeirra sem leiddir voru inn í herbergi, einn á fætur öðrum, og tilkynnt um uppsögn. Tímsetning uppsagnanna vekur athygli en félagar í Blaðamannafélagi Íslands eiga í kjaraviðræðum þessa dagana. Samningar hafa verið lausir frá áramótum og ekki sést til lands. Samningafundi blaðamanna í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Fréttablaðinu og RÚV við Samtök atvinnulífsins lauk um eittleytið í dag án árangurs. Allt stefnir í þriðju verkfallsaðgerð á morgun þar sem vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV leggja niður störf í tólf klukkustundir, frá 10-22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum hafa yfirmenn, kollegar og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl.is sem blöskrað hefur viðbrögðin. Sendu þeir frá sér yfirlýsingu vegna þessa þar sem viðbrögð yfirmanna og kollega voru hörmuð. Að minnsta kosti fimm sem skrifuðu undir yfirlýsinguna misstu störf sín í dag. Blaðamannafélagið hefur stefnt Árvakri vegna meintra brota starfsmanna hjá Árvakri fyrir að hafa gengið í störf vefblaðamanna. Þeirra á meðal er Stefán Einar.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins.Vísir/VilhelmStefán Einar segir Hjálmar Jónsson, formann Blaðamannafélags Íslands, hafa fundað með blaðamönnum sem starfa hjá Árvakri á mánudag. „Þar spurði ég hann út í yfirstandandi verkfallsaðgerðir og hvort hann hefði lagt mat á hversu mörg störf gætu tapast vegna þeirra. Meðal spurninga var einnig hvort hann hefði látið framkvæma kostnaðarmat á þeim kröfum sem hann heldur fram gagnvart SA en vill ekki upplýsa okkur blaðamenn um hverjar séu. Svar Hjálmars Jónssonar við fyrstu spurningunni var einfaldlega það að hann gæti ekki haft áhyggjur af því hversu mörg störf myndu tapast,“ segir Stefán Einar. Í dag hverfi öflugir samstarfsmenn á braut vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Fram hefur komið að tap Árvakurs í fyrra nam tæplega hálfum milljarði króna. „Á morgun ætlar Hjálmar Jónsson að lama þetta sama fyrirtæki með 12 tíma löngu verkfalli. Annað svipað á að fylgja í næstu viku. Enn harðari aðgerðum hefur verið hótað í kjölfarið,“ segir Stefán Einar. „Fyrir nokkru er mér orðið ljóst að formaður Blaðamannafélagsins er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og því miður virðist sem samninganefnd félagsins sé það ekki heldur. Það er erfitt að bjarga mönnum frá sjálfum sér. Það er hins vegar verra þegar ekki er hægt að bjarga saklausu fólki frá heimsku þeirra.“Blaðamenn Vísis eru flestir í BÍ þeirra á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent