Nýstárleg tillaga í skattamálum Vigdís Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2019 13:30 Næstkomandi þriðjudag verður til afgreiðslu og vonandi til samþykktar tillaga mín um niðurfellingu á útsvari 67 ára og eldri sem eingöngu njóta greiðslna frá Tryggingastofnun. Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Tillagan felur í sér að útsvarstekjur lækki um sem nemur 237,3 m.kr. samkvæmt fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar og gerir ráð fyrir því að um 543 einstaklingar myndu eiga rétt á niðurfellingu. Tekjulækkun verði fjármögnuð af liðnum ófyrirséð. Sveitarfélög leggja á útsvar og í fjárhagsáætlun fyrir 2020 er áætlað að Reykjavíkurborg leggi á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningarinnar fari til sveitarfélaganna og þegar því er náð fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins. Heimild þessi er sótt í 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en hún hljóðar svo: „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga.“ Í 2. mgr. fyrrgreindrar 25. gr. segir að ríkisskattstjóri skuli veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til ríkisskattstjóra og innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings. Þessi tillaga er kvenlæg því konur eru í meirihluta þessa hóps. Á árum áður voru þær ekki á vinnumarkaði og höfðu þar að leiðandi ekki tækifæri á að safna upp lífeyrisréttindum eins og karlmenn á sama aldri. Það eru breyttir tímar og nú þurfa bæði kyn að vinna fullan vinnudag til að ná endum saman og lögbundinn lífeyrissparnaður hleðst upp þar til lífeyrisaldri er náð. Við eigum að sýna því fólki sem undir þennan hóp falla þá virðingu að hætta að rukka útsvar af þeirri lágu upphæð sem til fellur frá Tryggingastofnun. Sveitarfélögin eru nú þegar með undanþágu frá fasteignagjöldum vegna lágra tekna. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara sömu leið varðandi útsvarið.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Skattar og tollar Vigdís Hauksdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Næstkomandi þriðjudag verður til afgreiðslu og vonandi til samþykktar tillaga mín um niðurfellingu á útsvari 67 ára og eldri sem eingöngu njóta greiðslna frá Tryggingastofnun. Tillagan hljóðar svo: „Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.“ Tillagan felur í sér að útsvarstekjur lækki um sem nemur 237,3 m.kr. samkvæmt fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar og gerir ráð fyrir því að um 543 einstaklingar myndu eiga rétt á niðurfellingu. Tekjulækkun verði fjármögnuð af liðnum ófyrirséð. Sveitarfélög leggja á útsvar og í fjárhagsáætlun fyrir 2020 er áætlað að Reykjavíkurborg leggi á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningarinnar fari til sveitarfélaganna og þegar því er náð fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins. Heimild þessi er sótt í 25. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga en hún hljóðar svo: „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga.“ Í 2. mgr. fyrrgreindrar 25. gr. segir að ríkisskattstjóri skuli veita sveitarstjórn aðgang að skattframtölum hlutaðeigandi einstaklinga, svo og veita henni þær upplýsingar sem nauðsynlegar teljast. Sveitarstjórn skal tilkynna lækkun útsvars til ríkisskattstjóra og innheimtuaðila og hlutaðeigandi einstaklings. Þessi tillaga er kvenlæg því konur eru í meirihluta þessa hóps. Á árum áður voru þær ekki á vinnumarkaði og höfðu þar að leiðandi ekki tækifæri á að safna upp lífeyrisréttindum eins og karlmenn á sama aldri. Það eru breyttir tímar og nú þurfa bæði kyn að vinna fullan vinnudag til að ná endum saman og lögbundinn lífeyrissparnaður hleðst upp þar til lífeyrisaldri er náð. Við eigum að sýna því fólki sem undir þennan hóp falla þá virðingu að hætta að rukka útsvar af þeirri lágu upphæð sem til fellur frá Tryggingastofnun. Sveitarfélögin eru nú þegar með undanþágu frá fasteignagjöldum vegna lágra tekna. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara sömu leið varðandi útsvarið.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun