„Ég var algjörlega fastur í því að ég yrði ríkur af því að spila í spilakassa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 11:45 Örn Sverrisson, málari, sagði frá reynslu sinni af spilafíkn í Bítinu í morgun. vísir/vilhelm Örn Sverrisson, málari, hefur glímt við spilafíkn í mörg ár. Nú eru komin tæp þrjú ár síðan hann spilaði síðast; hann hætti að spila þann 19. mars 2017. Örn ræddi reynslu sína í Bítínu á Bylgjunni í morgun og var spurður út í það hvort hann myndi eftir þessum degi, þegar hann fann frelsi frá fíkninni. „Já, ég upplifði fyrst ofboðslega mikla sorg. Sorgin var einhvern veginn fólgin í því að ég gæti aldrei orðið ríkur. Ég var algjörlega fastur í því að ég yrði ríkur af því að spila í spilakassa. Ég upplifði fyrst þessa sorg en svo gerist það að ég fer að átta mig á því að þetta snerist aldrei um pening. Þá einhvern veginn finn ég þetta frelsi að peningurinn var ekki málið heldur fíknin,“ segir Örn. Hann segir ekki aðeins spilafíkilinn heldur alla í kringum hann búa við mjög skert lífsgæði. Þá hafi spilafíkillinn í raun ekkert val. „Þegar þú ert kominn á þennan stað að spilafíknin er einhvern veginn númer eitt þá hefurðu ekkert val. Þú hefur ekki val um það að spila ekki.“ Örn leitaði sér fyrst hjálpar við spilafíkn árið 1992. „Þá fer ég á Landspítalann, geðdeildina, algjörlega bugaður af spilafíkn. Ég í rauninni er sendur heim en þeim finnst jafnvel meiri ástæða til þess að leggja konuna mína inn á þeim tíma. Þá þekkti enginn og vissi ekkert hvað spilafíkn var. Ég fór fyrst í meðferð 1992 og þá á Vífilsstaði, það var ekkert boðið upp á sérstaka spilafíknarmeðferð heldur fór ég bara í áfengismeðferð og ég er ekki alkóhólisti,“ segir Örn. Þetta gerði hann aftur ´97, ´98 og 2001 en meðferðirnar skiluðu engu. Það voru loks GA-samtökin á Íslandi (Gamblers Anonymous) og félagar þar sem hjálpuðu Erni að takast á við vandann. „Árið 1992 þá stofnuðum við GA-samtökin á Íslandi. Þá voru fyrstu fundirnir og eru enn fram á daginn í dag og á endanum voru það GA-samtökin og GA-félagar sem hjálpuðu mér og gerðu það að verkum að ég núna hef ég ekki spilað eða lagt undir frá 19. mars 2017.“ Aðspurður hvernig dagurinn var hjá honum þegar verst lét segir Örn að virkur spilafíkill borði og sofi til að geta spilað. „Þú vaknar til að útvega þér pening, spilar og þetta gengur í raun ekki út á neitt annað,“ segir hann. Örn segist hafa vitað að hann væri haldinn spilafíkn. „Já, þú veist það í rauninni allan tímann. Og þetta er svo magnað, að þú vilt ekki spila. Ég man svo ofboðslega vel eftir þessari tilfinningu, þessari feginstilfinningu, þegar ég var búinn með peninginn, þá þurfti ég ekki að spila. Ég átti ekki fyrir mat eða bensíni eða neinu og það var aldrei option að skilja eftir fyrir því. Svo man ég svo vel eftir þessari tilfinningu að vera kominn með pening og vera á leiðinni. Þá var einhvern veginn allt ofboðslega bjart, það var ofboðslega gaman og ég var alltaf í svo ofboðslega góðu skapi þennan tíma sem ég var á leiðinni, frá því að ég fékk peninginn og ég var að keyra á spilastaðinn,“ segir Örn. Inntur eftir skilaboðum til þeirra sem eru að glíma við spilafíkn og vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér bendir Örn á heimasíðu GA-samtakanna og síðuna spilavandi.is. Þá bjóði SÁÁ upp á það sem Örn kallar helgarnámskeið, frekar en helgarmeðferð.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fjárhættuspil Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heildartekjur spilakassa 12,2 milljarðar í fyrra Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. 25. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Örn Sverrisson, málari, hefur glímt við spilafíkn í mörg ár. Nú eru komin tæp þrjú ár síðan hann spilaði síðast; hann hætti að spila þann 19. mars 2017. Örn ræddi reynslu sína í Bítínu á Bylgjunni í morgun og var spurður út í það hvort hann myndi eftir þessum degi, þegar hann fann frelsi frá fíkninni. „Já, ég upplifði fyrst ofboðslega mikla sorg. Sorgin var einhvern veginn fólgin í því að ég gæti aldrei orðið ríkur. Ég var algjörlega fastur í því að ég yrði ríkur af því að spila í spilakassa. Ég upplifði fyrst þessa sorg en svo gerist það að ég fer að átta mig á því að þetta snerist aldrei um pening. Þá einhvern veginn finn ég þetta frelsi að peningurinn var ekki málið heldur fíknin,“ segir Örn. Hann segir ekki aðeins spilafíkilinn heldur alla í kringum hann búa við mjög skert lífsgæði. Þá hafi spilafíkillinn í raun ekkert val. „Þegar þú ert kominn á þennan stað að spilafíknin er einhvern veginn númer eitt þá hefurðu ekkert val. Þú hefur ekki val um það að spila ekki.“ Örn leitaði sér fyrst hjálpar við spilafíkn árið 1992. „Þá fer ég á Landspítalann, geðdeildina, algjörlega bugaður af spilafíkn. Ég í rauninni er sendur heim en þeim finnst jafnvel meiri ástæða til þess að leggja konuna mína inn á þeim tíma. Þá þekkti enginn og vissi ekkert hvað spilafíkn var. Ég fór fyrst í meðferð 1992 og þá á Vífilsstaði, það var ekkert boðið upp á sérstaka spilafíknarmeðferð heldur fór ég bara í áfengismeðferð og ég er ekki alkóhólisti,“ segir Örn. Þetta gerði hann aftur ´97, ´98 og 2001 en meðferðirnar skiluðu engu. Það voru loks GA-samtökin á Íslandi (Gamblers Anonymous) og félagar þar sem hjálpuðu Erni að takast á við vandann. „Árið 1992 þá stofnuðum við GA-samtökin á Íslandi. Þá voru fyrstu fundirnir og eru enn fram á daginn í dag og á endanum voru það GA-samtökin og GA-félagar sem hjálpuðu mér og gerðu það að verkum að ég núna hef ég ekki spilað eða lagt undir frá 19. mars 2017.“ Aðspurður hvernig dagurinn var hjá honum þegar verst lét segir Örn að virkur spilafíkill borði og sofi til að geta spilað. „Þú vaknar til að útvega þér pening, spilar og þetta gengur í raun ekki út á neitt annað,“ segir hann. Örn segist hafa vitað að hann væri haldinn spilafíkn. „Já, þú veist það í rauninni allan tímann. Og þetta er svo magnað, að þú vilt ekki spila. Ég man svo ofboðslega vel eftir þessari tilfinningu, þessari feginstilfinningu, þegar ég var búinn með peninginn, þá þurfti ég ekki að spila. Ég átti ekki fyrir mat eða bensíni eða neinu og það var aldrei option að skilja eftir fyrir því. Svo man ég svo vel eftir þessari tilfinningu að vera kominn með pening og vera á leiðinni. Þá var einhvern veginn allt ofboðslega bjart, það var ofboðslega gaman og ég var alltaf í svo ofboðslega góðu skapi þennan tíma sem ég var á leiðinni, frá því að ég fékk peninginn og ég var að keyra á spilastaðinn,“ segir Örn. Inntur eftir skilaboðum til þeirra sem eru að glíma við spilafíkn og vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér bendir Örn á heimasíðu GA-samtakanna og síðuna spilavandi.is. Þá bjóði SÁÁ upp á það sem Örn kallar helgarnámskeið, frekar en helgarmeðferð.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Fjárhættuspil Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heildartekjur spilakassa 12,2 milljarðar í fyrra Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. 25. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Heildartekjur spilakassa 12,2 milljarðar í fyrra Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. 25. nóvember 2019 21:00