Fótbolti

Klinsmann tekinn við Hertha Berlin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jurgen Klinsmann
Jurgen Klinsmann vísir/getty
Þýska goðsögnin Jurgen Klinsmann mun stýra þýska úrvalsdeildarliðinu Hertha Berlin það sem eftir lifir leiktíðar.

Hinn 55 ára gamli Klinsmann var ráðinn til félagsins fyrir þremur vikum síðan en þá sem eins konar faglegur ráðgjafi. Liðinu hefur hins vegar ekkert gengið að undanförnu og var Ante Covic látinn taka pokann sinn í dag en hann hefur verið stjóri liðsins síðan í júli.

Hertha Berlin situr í 15.sæti þýsku Bundesligunnar og steinlág um síðustu helgi þegar liðið tapaði 4-0 fyrir Augsburg.

Klinsmann er ekki reynslumikill í þjálfun félagsliða en var landsliðsþjálfari Þýskalands frá 2004-2006.

Hann fékk stórt tækifæri hjá Bayern Munchen 2008 þegar hann tók við liðinu af Ottmar Hitzfeld. Hann entist ekki leiktíðina og var rekinn í apríl 2009. Klinsmann tók svo við bandaríska landsliðinu 2011 og stýrði því til 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×