Viðskipti innlent

Með tvær líkams­ræktar­stöðvar á besta stað í Kefla­vík

Tinni Sveinsson skrifar
Einar Kristjánsson.
Einar Kristjánsson.
Einar Kristjánsson byrjaði sem einkaþjálfari en rekur í dag tvær líkamsræktarstöðvar í Keflavík. Annars vegar Alpha Gym þar sem fólk getur komið og æft undir leiðsögn þjálfara og hins vegar Sport 4 You sem er líkamsræktarstöð sem er opin allan sólarhringinn.

Einar er nýjasti viðmælandi þáttarins Íslenski draumurinn og segir hann þar frá rekstri sínum og helstu lærdómum tengdum honum.

Sigurður Sindri Magnússon stendur á bak við þættina Íslenski draumurinn ásamt Eyþóri Jónssyni. Lagt er upp með að gefa innsýn inn í heim þeirra sem hafa stofnað og rekið sín eigin fyrirtæki á Íslandi og jafnvel veita öðrum innblástur. 

Hægt er að kynna sér þá nánar og sjá fleiri þætti á síðunni islenskidraumurinn.is.


Tengdar fréttir

Úr fimm bílum í tvö þúsund

Magnús Sverrir Þorsteinsson stofnaði Blue Car Rental árið 2010 ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Sædal Björgvinsdóttur. Þau fóru af stað með aðeins fimm bílaleigubíla en í dag telur bílaflotinn yfir tvö þúsund bíla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×