Minnka umfjöllun sína um frambjóðendur Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 20:53 John Mickletwaith er ritstjóri Bloomberg News. Getty/Picture Alliance Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag. Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag.
Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00
Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30