Forseti Kólumbíu afneitar landsmönnum vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 08:57 Öryggissveitir mynda varnarvegg í Bógóta. getty/Juancho Torres/ Iván Duque, forseti Kólumbíu, tilkynnti það í gærkvöldi að öryggissveitir yrðu áfram á götum landsins til að gæta reglu. Nú er fjórði dagur mótmæla þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að mótmæla sitjandi ríkisstjórn, en mótmæli hófust á fimmtudag þegar meira en 250 þúsund manns gengu frá störfum sínum og söfnuðust saman í kröfugöngu. Mótmælin hófust friðsamlega en ekki leið að löngu þar til til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda. Einnig hafa fréttir verið sagðar af skemmdarverkum og þjófnaði. Duque sagði að öryggissveitir myndu taka höndum saman með lögreglunni til að gæta öryggis.Mótmælendur kasta steinum á lögreglumenn í Bógóta.getty/Daniel Garzon Herazo„Við afneitum öllum Kólumbíumönnum af heilum hug vegna skemmdarverkanna, hryðjuverkanna og þjófnaðarins,“ sagði Duque í samtali við fréttamenn á laugardag. Minnst þrír hafa látist síðan mótmælin hófust en mikil reiði hafði byggst upp vegna spillingar og mögulegra efnahagsþrenginga. Útgöngubann var sett á í Bógóta, höfuðborg landsins, á föstudag en það kom ekki í veg fyrir frekari mótmæli og sneru mótmælendur aftur út á götur daginn eftir. Þegar mótmæli hófust að nýju á laugardag notaði lögreglan táragas til að leysa upp mótmælendahóp en hundruð voru samansafnaðri nærri þjóðgarði Bógótár. Mótmælendur söfnuðust einnig saman fyrir framan þinghúsið á Bolivartorgi, nærri forsetahöllinni. Þá voru þrír lögreglumenn drepnir á föstudag í sprengjuárás í suðvestur Kólumbíu. Ekki er víst hvort atvikið tengist mótmælunum en svæðið er alræmt fyrir eiturlyfjasmygl og glæpasamtök.Mótmælaalda í Suður-Ameríku Kólumbíumenn leituðu út á götur landsins vegna mögulegra breytinga á lágmarkslaunum, ellilífeyri og sköttum og einkavæðingar ríkisstofnana. Yfirvöld halda því statt og stöðugt fram að engar fyrirhugaðar breytingar séu á ellilífeyri eða launamálum og að slíkar breytingar yrðu gerðar í samráði við verkalýðsfélög. Mótmælendur hafa þá lýst yfir reiði sinni vegna meintrar spillingar og vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við friðarsamning sem gerður var árið 2016 við uppreisnarhópinn Farc.Mótmælendur í Bógóta.getty/Juancho Torres/Verkalýðsfélög og stúdentahópar hvöttu til verkfallsins á fimmtudag og fleiri mótmæli fóru fram á föstudag, þar sem lögreglan notaði táragas til að leysa upp hópa fólks. Þá sagði Duque, forseti, að hann skildi reiði Kólumbíumanna og hygðist auka samtal við þá. Óeirðirnar í Kólumbíu haldast í hendur við röð mótmæla í annars staðar í Suður-Ameríku. Mótmælendur hafa leitað út á götur í nokkrum löndum Suður-Ameríku undanfarið, þar á meðal í Chile en þar ríkir nú mesta neyðarástand frá því að landið tók lýðræði upp á ný árið 1990. Í Bólivíu hafa ásakanir um kosningasvindl leitt það af sér að Evo Morales, sem hefur setið sem forseti frá árinu 2006, sagði af sér. Þá hefur einnig verið mótmælt í Ekvador og Níkaragva. Bólivía Chile Ekvador Kólumbía Níkaragva Tengdar fréttir Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39 Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Iván Duque, forseti Kólumbíu, tilkynnti það í gærkvöldi að öryggissveitir yrðu áfram á götum landsins til að gæta reglu. Nú er fjórði dagur mótmæla þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að mótmæla sitjandi ríkisstjórn, en mótmæli hófust á fimmtudag þegar meira en 250 þúsund manns gengu frá störfum sínum og söfnuðust saman í kröfugöngu. Mótmælin hófust friðsamlega en ekki leið að löngu þar til til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda. Einnig hafa fréttir verið sagðar af skemmdarverkum og þjófnaði. Duque sagði að öryggissveitir myndu taka höndum saman með lögreglunni til að gæta öryggis.Mótmælendur kasta steinum á lögreglumenn í Bógóta.getty/Daniel Garzon Herazo„Við afneitum öllum Kólumbíumönnum af heilum hug vegna skemmdarverkanna, hryðjuverkanna og þjófnaðarins,“ sagði Duque í samtali við fréttamenn á laugardag. Minnst þrír hafa látist síðan mótmælin hófust en mikil reiði hafði byggst upp vegna spillingar og mögulegra efnahagsþrenginga. Útgöngubann var sett á í Bógóta, höfuðborg landsins, á föstudag en það kom ekki í veg fyrir frekari mótmæli og sneru mótmælendur aftur út á götur daginn eftir. Þegar mótmæli hófust að nýju á laugardag notaði lögreglan táragas til að leysa upp mótmælendahóp en hundruð voru samansafnaðri nærri þjóðgarði Bógótár. Mótmælendur söfnuðust einnig saman fyrir framan þinghúsið á Bolivartorgi, nærri forsetahöllinni. Þá voru þrír lögreglumenn drepnir á föstudag í sprengjuárás í suðvestur Kólumbíu. Ekki er víst hvort atvikið tengist mótmælunum en svæðið er alræmt fyrir eiturlyfjasmygl og glæpasamtök.Mótmælaalda í Suður-Ameríku Kólumbíumenn leituðu út á götur landsins vegna mögulegra breytinga á lágmarkslaunum, ellilífeyri og sköttum og einkavæðingar ríkisstofnana. Yfirvöld halda því statt og stöðugt fram að engar fyrirhugaðar breytingar séu á ellilífeyri eða launamálum og að slíkar breytingar yrðu gerðar í samráði við verkalýðsfélög. Mótmælendur hafa þá lýst yfir reiði sinni vegna meintrar spillingar og vegna þess að ríkisstjórnin hefur ekki staðið við friðarsamning sem gerður var árið 2016 við uppreisnarhópinn Farc.Mótmælendur í Bógóta.getty/Juancho Torres/Verkalýðsfélög og stúdentahópar hvöttu til verkfallsins á fimmtudag og fleiri mótmæli fóru fram á föstudag, þar sem lögreglan notaði táragas til að leysa upp hópa fólks. Þá sagði Duque, forseti, að hann skildi reiði Kólumbíumanna og hygðist auka samtal við þá. Óeirðirnar í Kólumbíu haldast í hendur við röð mótmæla í annars staðar í Suður-Ameríku. Mótmælendur hafa leitað út á götur í nokkrum löndum Suður-Ameríku undanfarið, þar á meðal í Chile en þar ríkir nú mesta neyðarástand frá því að landið tók lýðræði upp á ný árið 1990. Í Bólivíu hafa ásakanir um kosningasvindl leitt það af sér að Evo Morales, sem hefur setið sem forseti frá árinu 2006, sagði af sér. Þá hefur einnig verið mótmælt í Ekvador og Níkaragva.
Bólivía Chile Ekvador Kólumbía Níkaragva Tengdar fréttir Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39 Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Rúmlega 40% einstaklinga á hrakhólum vegna átaka eru börn Að minnsta kosti sautján milljónir barna yngri en átján ára voru á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis víðs vegar um heiminn um síðustu áramót, að því er fram kemur í úttekt eftirlitsstofnunarinnar Internal Displacement Monitoring Centre (IDMC) sem gefin var út í dag. 21. nóvember 2019 14:39
Milljón manns sögð hafa mótmælt í Kólumbíu Mótmælendurnir beina reiði sinni að umbótatillögum stjórnar landsins í efnahagsmálum og almenna óánægju í garð ríkisstjórnar Iván Duque Márquez forseta. 22. nóvember 2019 08:08