Níu hundruð fá boð í DNA-próf í von um að lausn finnist á 23 ára hryllilegu morðmáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 18:03 Málið hefur vakið mikla athygli. Ap/DPA Lögregluyfirvöld í þýska bænum Grevenbroich hafa sent 900 mönnum boð um að koma í DNA-próf í von um að komast til botns í 23 ára gömlu morðmáli. Árið 1996 fannst lík hinnar ellefu ára gömlu Claudiu Ruf í 70 kílómetra fjarlægð frá bænum. Tveimur dögum áður hafði henni verið rænt er hún var úti að labba með hund nágranna fjölskyldu hennar. Lík hennar fannst illa farið en hún hafði verið kynferðislega misnotkuð auk þess að á henni fundust brunasár. Svo virðist sem að ódæðismaðurinn eða mennirnir hafi reynt að brenna lík hennar. Þeir sem bera ábyrgð á verknaðinum hafa hins vegar aldrei fundist. Hefur því verið brugðið á það ráð að bjóða 900 karlmönnum boð um að koma í DNA-próf svo að vísbendingar fáist, en rannsakendur söfnuðu DNA-gögnum á vettvangi og vilja bera þau saman við DNA íbúa bæjarins.Rannsakendur vona að nýleg þróun í DNA-próftækni komi þeim á sporið. Þannig vona þeir að af þessum 900 mönnum sem boðaðir hafa verið í DNA-próf leynist skyldmenni þess sem skildi eftir sig DNA þar sem Ruf fannst, en mun auðveldara er nú en áður að greina slíkt.Í síðustu viku grátbað faðir fórnarlambsins íbúa bæjarins að taka þátt í DNA-prófunum, þannig væri auknar líkur á því að hægt væri að leysa málið og komast að hinnu sanna.Búist er við því að það munu taka fjórar til átta vikur að fá niðurstöður úr prófunum og hvort að þau hafi skilað einhverju. Þýskaland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Lögregluyfirvöld í þýska bænum Grevenbroich hafa sent 900 mönnum boð um að koma í DNA-próf í von um að komast til botns í 23 ára gömlu morðmáli. Árið 1996 fannst lík hinnar ellefu ára gömlu Claudiu Ruf í 70 kílómetra fjarlægð frá bænum. Tveimur dögum áður hafði henni verið rænt er hún var úti að labba með hund nágranna fjölskyldu hennar. Lík hennar fannst illa farið en hún hafði verið kynferðislega misnotkuð auk þess að á henni fundust brunasár. Svo virðist sem að ódæðismaðurinn eða mennirnir hafi reynt að brenna lík hennar. Þeir sem bera ábyrgð á verknaðinum hafa hins vegar aldrei fundist. Hefur því verið brugðið á það ráð að bjóða 900 karlmönnum boð um að koma í DNA-próf svo að vísbendingar fáist, en rannsakendur söfnuðu DNA-gögnum á vettvangi og vilja bera þau saman við DNA íbúa bæjarins.Rannsakendur vona að nýleg þróun í DNA-próftækni komi þeim á sporið. Þannig vona þeir að af þessum 900 mönnum sem boðaðir hafa verið í DNA-próf leynist skyldmenni þess sem skildi eftir sig DNA þar sem Ruf fannst, en mun auðveldara er nú en áður að greina slíkt.Í síðustu viku grátbað faðir fórnarlambsins íbúa bæjarins að taka þátt í DNA-prófunum, þannig væri auknar líkur á því að hægt væri að leysa málið og komast að hinnu sanna.Búist er við því að það munu taka fjórar til átta vikur að fá niðurstöður úr prófunum og hvort að þau hafi skilað einhverju.
Þýskaland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira