Lék tveimur skjöldum og fékk nítján ára dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 23:26 Jerry Chun Shing Lee er 55 ára. Fyrrverandi útsendari Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, var í dag dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi - aðgerðir sem raktar eru til svika umrædds útsendara. Útsendarinn heitir Jerry Chun Shing Lee og er 55 ára. Hann hætti hjá leyniþjónustunni árið 2007 eftir þrettán ár í starfi og var í kjölfarið ráðinn til starfa hjá útsendurum kínversku ríkisstjórnarinnar í Hong Kong, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lee var þannig greitt fyrir að leka upplýsingum um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna til kínverskra yfirvalda.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Saksóknarar héldu því fram Lee hefði þegið hundruð þúsundir Bandaríkjadala fyrir að láta í té umræddar upplýsingar. Hann hafi raunar lekið öllu sem hann komst á snoðir um á þrettán ára leyniþjónustuferli sínum til kínverskra embættismanna. Lee játaði við réttarhöld í maí síðastliðnum að hafa lagt á ráðin um að leka slíkum upplýsingum í þágu erlends ríkis. Lögmenn hans héldu því hins vegar fram að brotin væru ekki jafnumfangsmikil og saksóknari vildi vera láta. Þannig hefði aldrei verið hægt að rekja slóð peninganna, sem lagðir voru inn á reikninga hans, til kínverskra embættismanna og þá hefði heldur ekki tekist að sanna að hann hafi lagt á ráðin um að leka hernaðarleyndarmálum.Hélt utan um nöfn og símanúmer útsendara Brot Lee eru rakin til ársins 2010, þegar kínverskir leyniþjónustumenn eru fyrst sagðir hafa sett sig í samband við hann. Árin 2010 til 2013 voru háar fjárhæðir lagðar inn á bankareikninga hans í Hong Kong. Á meðal gagna málsins er jafnframt skjal sem Lee setti saman, með lykilupplýsingum um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hélt til að mynda utan um rétt nöfn og símanúmer bandarískra útsendara. Lee var loks handtekinn á JFK-flugvelli í New York-borg í janúar árið 2018. Í frétt BBC segir að með hjálp Lee hafi Kínverjum tekist að uppræta stórtækt net bandarískra útsendara í Kína á árunum 2010 til 2012. Talið er að um tuttugu manns hafi verið myrtir eða fangelsaðir á umræddu tímabili. Málið er sagt hið allra alvarlegasta sem komið hefur upp innan bandarískrar leyniþjónustu frá tímum Kalda stríðsins, þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30 CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35 Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Fyrrverandi útsendari Bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, var í dag dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi - aðgerðir sem raktar eru til svika umrædds útsendara. Útsendarinn heitir Jerry Chun Shing Lee og er 55 ára. Hann hætti hjá leyniþjónustunni árið 2007 eftir þrettán ár í starfi og var í kjölfarið ráðinn til starfa hjá útsendurum kínversku ríkisstjórnarinnar í Hong Kong, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Lee var þannig greitt fyrir að leka upplýsingum um þjóðaröryggismál Bandaríkjanna til kínverskra yfirvalda.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Saksóknarar héldu því fram Lee hefði þegið hundruð þúsundir Bandaríkjadala fyrir að láta í té umræddar upplýsingar. Hann hafi raunar lekið öllu sem hann komst á snoðir um á þrettán ára leyniþjónustuferli sínum til kínverskra embættismanna. Lee játaði við réttarhöld í maí síðastliðnum að hafa lagt á ráðin um að leka slíkum upplýsingum í þágu erlends ríkis. Lögmenn hans héldu því hins vegar fram að brotin væru ekki jafnumfangsmikil og saksóknari vildi vera láta. Þannig hefði aldrei verið hægt að rekja slóð peninganna, sem lagðir voru inn á reikninga hans, til kínverskra embættismanna og þá hefði heldur ekki tekist að sanna að hann hafi lagt á ráðin um að leka hernaðarleyndarmálum.Hélt utan um nöfn og símanúmer útsendara Brot Lee eru rakin til ársins 2010, þegar kínverskir leyniþjónustumenn eru fyrst sagðir hafa sett sig í samband við hann. Árin 2010 til 2013 voru háar fjárhæðir lagðar inn á bankareikninga hans í Hong Kong. Á meðal gagna málsins er jafnframt skjal sem Lee setti saman, með lykilupplýsingum um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hélt til að mynda utan um rétt nöfn og símanúmer bandarískra útsendara. Lee var loks handtekinn á JFK-flugvelli í New York-borg í janúar árið 2018. Í frétt BBC segir að með hjálp Lee hafi Kínverjum tekist að uppræta stórtækt net bandarískra útsendara í Kína á árunum 2010 til 2012. Talið er að um tuttugu manns hafi verið myrtir eða fangelsaðir á umræddu tímabili. Málið er sagt hið allra alvarlegasta sem komið hefur upp innan bandarískrar leyniþjónustu frá tímum Kalda stríðsins, þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30 CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35 Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31 Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. 17. janúar 2018 10:30
CIA útsendari fangelsaður fyrir njósnir í þágu Kína Fyrrverandi útsendari bandarísku leyniþjónustunnar (CIA) hefur verið dæmdur til 20 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum vegna njósna fyrir kínversk stjórnvöld. 18. maí 2019 11:35
Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. 18. janúar 2018 13:31
Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. 17. ágúst 2018 12:00