Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Íslenskur skipstjóri hefur verið í kastljósi namibískra fjölmiðla eftir að hafa verið handtekinn vegna ásakana um veiðar innan lögsögu landsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segir vel haldið utan um skipstjórann sem vonast til að málið leysist fljótt. Rætt verður við Björgólf í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig segjum við frá Hollvinum Elliðaárdals sem ætla að safna yfir átján þúsund undirskriftum til að krefjast þess að haldin verði íbúakosning um framtíð svæðisins.

Fjallað verður um áhyggjur leikskólastjóra af manneklu um áramót, við förum á barnaþing og tökum brunaæfingu með forsætisráðherra.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×