Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ og tvö lið í vandræðum mætast í Grindavík Arnar Björnsson skrifar 21. nóvember 2019 17:30 Jakob og félagar í KR taka á móti Njarðvík. vísir/bára Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Þrír leikir fara fram í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Þeir hefjast allir klukkan 19:15. Leikur KR og Njarðvíkur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR varð fyrsta liðið til að vinna efsta lið deildarinnar, Keflavík, á föstudaginn. Frábær seinni hálfleikur skilaði sigrinum á geysisterku liði Keflavíkur sem skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhlutanum. Annað Suðurnesjalið bíður KR-inga í kvöld en Njarðvík mætir í DHL-höllina. Njarðvík vann ÍR í 1. umferðinni en tapaði síðan fjórum leikjum í röð, gegn Tindastóli, Keflavík, Grindavík og Stjörnunni. Tveir sigrar í röð hafa snúið taflinu við og sigrarnir á Val og Þór Akureyri hafa verið sannfærandi. KR getur með sigri náð Keflavík og Stjörnunni að stigum. Tindastóll getur einnig komist í þennan hóp með sigri á Fjölni þegar liðin takast á í Grafarvoginum í kvöld. Tindastóll tapaði tveimur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið þrjá síðustu leiki. Fjölnir hefur aðeins unnið einn leik, gegn Þór á Akureyri í 2. umferðinni. Þrátt fyrir 5 tapleiki í röð hafa Fjölnismenn veitt mótherjunum harða keppni. Srdan Stojanovic skoraði 30 stig í síðasta leik, tólf stiga tapi fyrir ÍR. Hann er með 23,4 stig að meðaltali og Viktor Lee Moses 21,4 stig í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað. Þeir þurfa að skila sínu til að halda í við spræka Stóla. Athyglisverðasti leikur kvöldsins verður í Grindavík þegar Valsmenn koma í heimsókn. Grindavík hefur aðeins unnið tvo leiki, gegn Njarðvík og Fjölni, en Grindvíkingar hafa sannarlega átt tækifæri í nokkrum af tapleikjunum fimm. Þeir urðu fyrir áfalli þegar Dagur Kár Jónsson meiddist og ljóst að hann spilar ekki fjóra síðustu leiki liðsins á árinu. Meðaltal hans í vetur er 12,4 stig, þrjú fráköst og sex stoðsendingar. Nú reynir á samstöðuna og aðrir leikmenn þurfa að axla meiri ábyrgð. Jamal Olasawere er stigahæstur og frákastahæstur í Grindavíkurliðinu með 23,8 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Eftir fína byrjun hefur Valur tapað þremur leikjum í röð en voru í dauðafæri að vinna Stjörnuna í síðasta leik. Frank Aron Booker eflist með hverjum leik og kunnátta Pavels Ermolinskij ætti að skipta miklu máli í næstu leikjum. Tölfræði hans í leikjum vetrarins; 12,9 stig, 10,9 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Áttundu umferðinni lýkur annað kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir ÍR og Haukar keppa við Keflavík, sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport og Domino's Körfuboltakvöld fylgir síðan í kjölfarið.Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur vestur í bæ
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga