Mandi pizza í stað Nonnabita Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 12:00 Mandi opnar pizzustað í húsnæðinu sem áður hýsti Nonnabita. Vísir/SKH „Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Því ég elska pizzu,“ segir Hlal Jarah, eigandi sýrlensku veitingastaðakeðjunnar Mandi, aðspurður um hvers vegna ákveðið hafi verið að færa út kvíarnar og opna pizzustað. Mandi hefur tryggt sér rýmið sem áður hýsti Nonnabita í Hafnarstræti og losnaði í lok september, og segir Hlal að stefnan sé sett á að opna pizzustaðinn, sem mun einfaldlega heita Mandi pizza, á næstu vikum - vonandi strax í desember. Mandi, sem sérhæfir sig í sýrlenskri matargerð, hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsta útibú staðarins opnaði við Veltusund árið 2011. Þannig skilaði Halal ehf., sem heldur utan um reksturinn, 23 milljón króna hagnaði í fyrra sem þó var 44% samdráttur frá fyrra ári. Fyrrnefndur pizzustaður verður annað útibúið sem Mandi opnar í ár, en í sumar hóf veitingastaðurinn rekstur í Skeifunni þar sem Hlöllabáta var áður að finna. Hlal segir að það hafi þó ekki einvörðungu verið ást hans á pizzu sem hafi ráðið ákvörðuninni. Mandi hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir, bæði frá svöngum partýljónum og fjölskyldufólki í Skeifunni, um hvort ekki væri hægt að bæta pizzum við matseðilinn. Það hafi hugnast aðstandendum Mandi vel en þó hafi þau ekki viljað blanda pizzugerð við núverandi starfsemi í Veltusundi og Skeifunni. Því hafi verið tekin ákvörðun um að opna sérstakt pizzuútibú í Hafnarstræti sem fyrr segir. Mandi pizza verður þó enginn hefðbundinn pizzustaður að sögn Hlal. Ætlunin sé að bjóða upp á flatbökur undir sýrlenskum áhrifum. „Bjóða upp á okkar bragð, frá Austurlöndum nær,“ segir Hlal og nefnir að líklega verði hægt að fá pizzu með kebabi. Hlöllarýmið í Hafnarstræti hefur verið tekið í gegn og verður í anda annarra Mandistaða að sögn Hlal. Til að mynda stendur til að vera með opið langt fram á nótt. Hér að neðan má sjá viðtal Útvarps 101 við Hlal og eiginkonu hans, Iwonu Sochacka.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41 Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30 Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. 15. október 2017 19:41
Áhrif innflytjenda á íslenska matarmenningu mikil og jákvæð Koma innflytjenda til Íslands hefur haft mikil og jákvæð áhrif á íslenska matarmenningu að sögn prófessors í sagnfræði. Erlendir veitingamenn í Reykjavík segja að í gegnum matargerð sé hægt að auka skilning og samhug á milli ólíkra menningarheima. Leyndarmálið felist í góðri blöndu gæðahráefna. 25. ágúst 2019 22:30
Mandi kemur í stað Hlölla í Skeifunni Skyndibitastaðurinn Mandi opnar á næstunni útibú í Skeifunni. 5. júní 2019 12:30