Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ari Brynjólfsson skrifar 21. nóvember 2019 08:00 Starfshópur verður skipaður í næstu viku til að undirbúa stofnun dótturfélags. Fréttablaðið/Ernir Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV ohf. Þar kemur einnig fram að ef RÚV hefði ekki selt lóðir í Efstaleiti hefði stofnunin orðið ógjaldfær. Lög sem kveða á um að RÚV skuli stofna dótturfélag eru frá árinu 2013 en gildistöku umrædds ákvæðis var frestað til 2018. Segir í skýrslunni að ákvæðið um dótturfélag sé til að tryggja að ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu. Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV bréf í september í fyrra þar sem lögin voru áréttuð og sagt að aðgerðarleysi stjórnarinnar leiddi til röskunar á samkeppnismarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í fyrra brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd, það væri í höndum stjórnar RÚV. Töldu þá stjórnendur RÚV að það dygði að aðskilja reksturinn í bókum stofnunarinnar. Ráðherra segir að nú sé búið að taka af öll tvímæli um það. „Ég fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að vinna skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisreksturs í bókhaldi Ríkisútvarpsins ohf. Það er mikilvægt að eyða allri óvissu í þessum efnum. Ríkisendurskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar,“ segir Lilja.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, segir að nú sé komin fullvissa fyrir því að það sé í lagi að stofna dótturfélög en óvissa hafi ríkt um það vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ segir Kári. Í skýrslunni segir að RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. Sá hagnaður var tekjufærður á árunum 2016 til 2018. „Án lóðasölunnar hefði Ríkisútvarpið ohf. orðið ógjaldfært. Ef litið er á afkomu félagsins fyrir tekjuskatt og án söluhagnaðar hefði heildarafkoma tímabilsins verið neikvæð um 61 milljón króna,“ segir í skýrslunni. Kári bendir á að fjárhagur RÚV hafi batnað mikið á undanförnum árum þótt ekkert megi út af bera. Ráðherra segir brýnt að á þessu verði tekið. „Þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar eru gagnlegar er varða fjárhagsstöðuna. Það er brýnt að á þessu verði tekið og beini ég því til stjórnar að bregðast hratt við. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því brýnt að umgjörðin sé traust og trúverðug,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi RÚV ohf. Þar kemur einnig fram að ef RÚV hefði ekki selt lóðir í Efstaleiti hefði stofnunin orðið ógjaldfær. Lög sem kveða á um að RÚV skuli stofna dótturfélag eru frá árinu 2013 en gildistöku umrædds ákvæðis var frestað til 2018. Segir í skýrslunni að ákvæðið um dótturfélag sé til að tryggja að ríkisstyrkir renni ekki til annarrar starfsemi en almannaþjónustu. Samtök iðnaðarins sendu stjórn RÚV bréf í september í fyrra þar sem lögin voru áréttuð og sagt að aðgerðarleysi stjórnarinnar leiddi til röskunar á samkeppnismarkaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í fyrra brýnt að hrinda stofnun dótturfélaga um samkeppnisrekstur RÚV í framkvæmd, það væri í höndum stjórnar RÚV. Töldu þá stjórnendur RÚV að það dygði að aðskilja reksturinn í bókum stofnunarinnar. Ráðherra segir að nú sé búið að taka af öll tvímæli um það. „Ég fór þess á leit við Ríkisendurskoðun að vinna skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu almannaþjónustu og samkeppnisreksturs í bókhaldi Ríkisútvarpsins ohf. Það er mikilvægt að eyða allri óvissu í þessum efnum. Ríkisendurskoðun tekur af öll tvímæli um nauðsyn þess að stofna dótturfélag fyrir samkeppnisrekstur og ég mun beina þeim tilmælum til stjórnar,“ segir Lilja.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, segir að nú sé komin fullvissa fyrir því að það sé í lagi að stofna dótturfélög en óvissa hafi ríkt um það vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ segir Kári. Í skýrslunni segir að RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. Sá hagnaður var tekjufærður á árunum 2016 til 2018. „Án lóðasölunnar hefði Ríkisútvarpið ohf. orðið ógjaldfært. Ef litið er á afkomu félagsins fyrir tekjuskatt og án söluhagnaðar hefði heildarafkoma tímabilsins verið neikvæð um 61 milljón króna,“ segir í skýrslunni. Kári bendir á að fjárhagur RÚV hafi batnað mikið á undanförnum árum þótt ekkert megi út af bera. Ráðherra segir brýnt að á þessu verði tekið. „Þessar ábendingar Ríkisendurskoðunar eru gagnlegar er varða fjárhagsstöðuna. Það er brýnt að á þessu verði tekið og beini ég því til stjórnar að bregðast hratt við. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og því brýnt að umgjörðin sé traust og trúverðug,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51