Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Atvinnuleysi fer ört vaxandi hér á landi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu og eru uppsagnir þar þær mestu síðan í hruninu. Nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar ræðum við líka við rannsóknarlögreglumann sem óttast að fíkniefnið spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og geti valdið dauða og því sé mikið áhyggjuefni að efnið hafi nýverið fundist í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu.

Í fréttatímanum fáum við líka þrettán ára gamlan fréttamann í lið með okkur, til að fjalla um þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og dagskrá í tilefni af alþjóðadegi barna, sem er í dag. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×