Elías Már: Ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2019 20:08 Elías Már vann sinn fyrsta deildarsigur sem þjálfari HK í kvöld. vísir/bára „Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Fjölni, 29-30, í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. Fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
„Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Fjölni, 29-30, í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. Fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00