Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Andri Eysteinsson skrifar 8. desember 2019 12:30 Eggjum var kastað í það sem talið var vera hús ritstjóra DV. Vísir/Vilhelm Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira