Ágúst: Fram er besta liðið eins og staðan er í dag Sæbjörn Þór Steinbergsson skrifar 7. desember 2019 15:56 Ágúst var brattur þrátt fyrir tap í dag. vísir/bára „Ég er fyrst og fremst svekktur með fyrstu fimmtán- tuttugu mínúturnar í seinni hálfleiknum,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tap gegn Fram í Olís-deild kvenna. „Við vorum í vandræðum sóknarlega í upphafi seinni hálfleiks, bæði að finna leiðir framhjá vörn þeirra og svo forum við með aragrúa af færum sem var mjög dýrt.” Fram komst í 6-2 forystu í fyrri hálfleik og Ágúst tók leikhlé á þeim tímapunkti. Valur jafnaði leikinn í kjölfarið, hvað breyttist hjá Val? „Við slökuðum á og fjölguðum sendingum í sókninni. Við hlupum hraðaupphlaup á þær og náðum inn tveimur- þremur ódýrum mörkum. Fyrri hálfleikurinn góður en þetta var erfitt í seinni hálfleiknum.” Lovísa Thompson lék ekki með Val í seinni hálfleik. Ágúst segir að Lovísa hafi meiðst á lokaæfingunni fyrir leik. Hann nefndi einnig að Arna Sif Pálsdóttir og Vigdís Birna Þorsteinsdóttir voru fjarverandi vegan meiðsla, stór skörð hoggin í hóp Valskvenna. Ágúst gerir ráð fyrir að þær verði klárar í slaginn eftir jólafrí. Ágúst var að lokum spurður út í muninn á þessum leik og sigri Vals á Fram í október. „Við fórum með 28 slútt, þar af 16 úr mjög góðum færum. Hafdís (Renötudóttir, markvörður Fram) varði frábærlega enda einn besti markmaðurinn á landinu. Það var það sem vóg hvað þyngst. Okkur vantaði einnig framlag frá fleiri leikmönnum. Það voru of margar sem voru ekki að ná fram sínum besta leik, það er eins og það er. Fram er auðvitað frábært lið, besta liðið eins og staðan er í dag,” sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 24-19 | Heimasigur í Safamýrinni Fram vann fimm marka sigur og liðin hafa því unnið sitthvorn leikinn í vetur. 7. desember 2019 16:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur með fyrstu fimmtán- tuttugu mínúturnar í seinni hálfleiknum,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tap gegn Fram í Olís-deild kvenna. „Við vorum í vandræðum sóknarlega í upphafi seinni hálfleiks, bæði að finna leiðir framhjá vörn þeirra og svo forum við með aragrúa af færum sem var mjög dýrt.” Fram komst í 6-2 forystu í fyrri hálfleik og Ágúst tók leikhlé á þeim tímapunkti. Valur jafnaði leikinn í kjölfarið, hvað breyttist hjá Val? „Við slökuðum á og fjölguðum sendingum í sókninni. Við hlupum hraðaupphlaup á þær og náðum inn tveimur- þremur ódýrum mörkum. Fyrri hálfleikurinn góður en þetta var erfitt í seinni hálfleiknum.” Lovísa Thompson lék ekki með Val í seinni hálfleik. Ágúst segir að Lovísa hafi meiðst á lokaæfingunni fyrir leik. Hann nefndi einnig að Arna Sif Pálsdóttir og Vigdís Birna Þorsteinsdóttir voru fjarverandi vegan meiðsla, stór skörð hoggin í hóp Valskvenna. Ágúst gerir ráð fyrir að þær verði klárar í slaginn eftir jólafrí. Ágúst var að lokum spurður út í muninn á þessum leik og sigri Vals á Fram í október. „Við fórum með 28 slútt, þar af 16 úr mjög góðum færum. Hafdís (Renötudóttir, markvörður Fram) varði frábærlega enda einn besti markmaðurinn á landinu. Það var það sem vóg hvað þyngst. Okkur vantaði einnig framlag frá fleiri leikmönnum. Það voru of margar sem voru ekki að ná fram sínum besta leik, það er eins og það er. Fram er auðvitað frábært lið, besta liðið eins og staðan er í dag,” sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 24-19 | Heimasigur í Safamýrinni Fram vann fimm marka sigur og liðin hafa því unnið sitthvorn leikinn í vetur. 7. desember 2019 16:30 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 24-19 | Heimasigur í Safamýrinni Fram vann fimm marka sigur og liðin hafa því unnið sitthvorn leikinn í vetur. 7. desember 2019 16:30