Álaborg vann sinn 13. sigur í danska handboltanum í dag er liðið hafði betur gegn GOG í Íslendingaslag, 32-26.
Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk úr fimm skotum og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Álaborg en Ómar Ingi Magnússon er enn á meiðslalistanum.
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir GOG, Arnar Freyr Arnarsson eitt en Viktor Gísli Hallgrímsson varði einungis þrjú skot í marki GOG.
Álaborg er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Liðið er með 27 stig en GOG er í sjöunda sætinu með 26 stig.
Skjern, sem leikur í sömu deild, tapaði sínum fyrsta leik í rúman mánuð er liðið tapaði fyrir Lemvig á útivelli, 27-24, eftir að hafa verið 14-13 yfir í hálfleik.
Skjern er í 3. sæti deildarinnar með 19 stig en Lemvig er í næst neðsta sætinu með sjö stig svo tapið var afar slæmt.
Björgvin Páll Gústavsson kom í veg fyrir að tap Skjern yrði enn stærra en hann var með rúmlega 40% markvörslu. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk úr átta skotum.
.
