Dómur yfir Jóhannesi staðfestur 6. desember 2019 16:31 Höfuðstöðvar Glitnis voru á Kirkjusandi. Getty Images/Arnaldur Halldorsson Landsréttur hefur staðfest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, fyrir markaðsmisnotkun. Var hann ásamt starfsmanni deildar eigin viðskipta Glitnis ákærður fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð hafa verið framkvæmd af þremur starfsmönnum deildar eigin viðskipta Glitnis að undirlagi Jóhannesar Baldurssonar og Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis. Allir fimm voru sakfelldir í héraði. Lárusi var ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið hámarksrefsingu í öðrum hrunmálum. Starfsmenn deildar eigin viðskipta fengu skilorðsbundna dóma á bilinu sex til tólf mánaða. Sá sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm áfrýjaði sömuleiðis dómnum.Brotin ekki fyrnd Jóhannes krafðist endurskoðunar á úrskurðum héraðsdóms fyrir Landsrétti. Hann taldi að brotinn hefði verið á sér réttur til að fá aðgang að gögnum til að undirbúa vörn sína í héraði. Landsréttur taldi þessi sjónarmið ekki geta leitt til sýknu og hafnaði því að ómerkja dóm héraðsdóms á þessum grunni. Ekki var fallist á að brot Jóhannesar væri fyrnd enda hefði hann verið ákærður og sakfelldur í héraðsdómi áður en tíu ára fyrningarfrestur brotsins rann út. Landsréttur taldi ákæruvaldið aftur á móti ekki hafa sýnt fram á að háttsemi stafsmanns eigin viðskipta hefðu varðað sakfellingu og var hann sýknaður.Níu ár síðan málið rataði á borð sérstaks saksóknara Landsréttur taldi hins vegar að þegar litið væri til stöðu Jóhannesar í bankanum og upplýsinga sem hann hafði fengið um stöðu bankans í eigin hlutabréfum hlyti hann að hafa vitað af umfangsmiklum kaupum deildar eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í bnakanum. „Jafnframt að honum hefði ekki getað dulist að þau gátu ekki byggst á viðskiptalegum sjónarmiðum,“ segir í dómi Landsréttar.Var Jóhannes því sakfelldur en dómurinn skilorðsbundinn, óhjákvæmilega vegna mikilla tafa sem orðið hefðu á málinu. Níu ár eru síðan Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara. Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, fyrir markaðsmisnotkun. Var hann ásamt starfsmanni deildar eigin viðskipta Glitnis ákærður fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð hafa verið framkvæmd af þremur starfsmönnum deildar eigin viðskipta Glitnis að undirlagi Jóhannesar Baldurssonar og Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis. Allir fimm voru sakfelldir í héraði. Lárusi var ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið hámarksrefsingu í öðrum hrunmálum. Starfsmenn deildar eigin viðskipta fengu skilorðsbundna dóma á bilinu sex til tólf mánaða. Sá sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm áfrýjaði sömuleiðis dómnum.Brotin ekki fyrnd Jóhannes krafðist endurskoðunar á úrskurðum héraðsdóms fyrir Landsrétti. Hann taldi að brotinn hefði verið á sér réttur til að fá aðgang að gögnum til að undirbúa vörn sína í héraði. Landsréttur taldi þessi sjónarmið ekki geta leitt til sýknu og hafnaði því að ómerkja dóm héraðsdóms á þessum grunni. Ekki var fallist á að brot Jóhannesar væri fyrnd enda hefði hann verið ákærður og sakfelldur í héraðsdómi áður en tíu ára fyrningarfrestur brotsins rann út. Landsréttur taldi ákæruvaldið aftur á móti ekki hafa sýnt fram á að háttsemi stafsmanns eigin viðskipta hefðu varðað sakfellingu og var hann sýknaður.Níu ár síðan málið rataði á borð sérstaks saksóknara Landsréttur taldi hins vegar að þegar litið væri til stöðu Jóhannesar í bankanum og upplýsinga sem hann hafði fengið um stöðu bankans í eigin hlutabréfum hlyti hann að hafa vitað af umfangsmiklum kaupum deildar eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í bnakanum. „Jafnframt að honum hefði ekki getað dulist að þau gátu ekki byggst á viðskiptalegum sjónarmiðum,“ segir í dómi Landsréttar.Var Jóhannes því sakfelldur en dómurinn skilorðsbundinn, óhjákvæmilega vegna mikilla tafa sem orðið hefðu á málinu. Níu ár eru síðan Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara.
Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30