Verkalýðshreyfingin málsvari þeirra sem verst standa Drífa Snædal skrifar 6. desember 2019 13:00 Í liðinni viku hafa stóru málin verið til umfjöllunar í hreyfingunni og er farið að sjá til lands í mörgum umbótamálum sem lögð var áhersla á í aðdraganda kjarasamninganna í vor þó vinnan sækist hægar en æskilegt væri. Á miðstjórnarfundi ASÍ á miðvikudaginn voru til umfjöllunar lífeyrismál og húsnæðismál og ljóst að það þarf að vanda verulega til verka og gæta þess að breytinga sem standa fyrir dyrum verði raunveruleg framfaraskref fyrir allan almenning. Inn í lífeyrismálin fléttast að sjálfsögðu almannatryggingar og því verður þetta alltaf umræða um grundvallaratriði. Hvernig nýtist samtrygging í gegnum lífeyrissjóði og almannatryggingar, hverjir njóta og hverjir borga. Þó að verkalýðshreyfingin sé samtök vinnandi fólks þá er ljóst að samfélagið allt er undir og oft eru skilin á milli þess að vera á vinnumarkaði eða ekki frekar fljótandi. Það er því eitt af stærstu verkefnum samfélagsins í dag að tryggja að fólk sem missir starfsgetuna sé ekki dæmt til fátæktar. Ástandið verður augljóst og átakanlegt rétt fyrir jól þar sem öryrkjar eru meðal helstu skjólstæðinga hjálparstofnana, hópur sem oft og tíðum er ósýnilegur á öðrum tímum. Verkefni hreyfingarinnar eru iðulega að standa vörð um þá sem verst hafa kjörin og ljá þeim rödd sem hafa ekki aðgang að hljóðnemanum stöðu sinnar vegna. Einn þessara hópa eru erlendir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og í vikunni féll dómur þar sem sum ummæli sérfræðings á skrifstofu ASÍ voru dæmd dauð og ómerk en önnur ekki. Til að taka af allan vafa þá breytir þessi dómur engu í starfsemi okkar vinnustaðaeftirlits eða þeirri staðfestu starfsfólks og kjörinna fulltrúa hreyfingarinnar að enduróma veruleika okkar félaga og tala skýrt þeirra máli. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hafa stóru málin verið til umfjöllunar í hreyfingunni og er farið að sjá til lands í mörgum umbótamálum sem lögð var áhersla á í aðdraganda kjarasamninganna í vor þó vinnan sækist hægar en æskilegt væri. Á miðstjórnarfundi ASÍ á miðvikudaginn voru til umfjöllunar lífeyrismál og húsnæðismál og ljóst að það þarf að vanda verulega til verka og gæta þess að breytinga sem standa fyrir dyrum verði raunveruleg framfaraskref fyrir allan almenning. Inn í lífeyrismálin fléttast að sjálfsögðu almannatryggingar og því verður þetta alltaf umræða um grundvallaratriði. Hvernig nýtist samtrygging í gegnum lífeyrissjóði og almannatryggingar, hverjir njóta og hverjir borga. Þó að verkalýðshreyfingin sé samtök vinnandi fólks þá er ljóst að samfélagið allt er undir og oft eru skilin á milli þess að vera á vinnumarkaði eða ekki frekar fljótandi. Það er því eitt af stærstu verkefnum samfélagsins í dag að tryggja að fólk sem missir starfsgetuna sé ekki dæmt til fátæktar. Ástandið verður augljóst og átakanlegt rétt fyrir jól þar sem öryrkjar eru meðal helstu skjólstæðinga hjálparstofnana, hópur sem oft og tíðum er ósýnilegur á öðrum tímum. Verkefni hreyfingarinnar eru iðulega að standa vörð um þá sem verst hafa kjörin og ljá þeim rödd sem hafa ekki aðgang að hljóðnemanum stöðu sinnar vegna. Einn þessara hópa eru erlendir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og í vikunni féll dómur þar sem sum ummæli sérfræðings á skrifstofu ASÍ voru dæmd dauð og ómerk en önnur ekki. Til að taka af allan vafa þá breytir þessi dómur engu í starfsemi okkar vinnustaðaeftirlits eða þeirri staðfestu starfsfólks og kjörinna fulltrúa hreyfingarinnar að enduróma veruleika okkar félaga og tala skýrt þeirra máli. Njótið helgarinnar, Drífa
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar