Barátta fyrir nýrri stjórnarskrá er barátta gegn spillingu! Katrín Oddsdóttir skrifar 6. desember 2019 12:00 Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar