Arion kaupir sprota úr eigin hraðli Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 10:04 Vignir Már Lýðsson, framkvæmdastjóri Leiguskjóls. arion Arion banki hefur keypt 51 prósent hlut í fjártæknifyrirtækinu Leiguskjóli, sem tók þátt í viðskiptahraðli Arion banka í fyrrasumar. Fyrirtækið mun bjóða húsaleiguábyrgðir frá bankanum en þær koma í stað hefðbundinna trygginga sem leigjendum er gert að leggja fram. Ætlun Arion og Leiguskjóls er að samstarf þeirra muni auðvelda aðgengi að leigumarkaði - „auk þess sem lagaleg staða bæði leigutaka og leigusala verður tryggari,“ eins og það er orðað í orðsendingu Arion um fjárfestinguna. Þar er kaupverðið ekki gefið upp. Bankastjóri Arion lætur hafa eftir sér að fjárfestingin sé liður í aukinni áherslu bankans á stafræna þróun og samstarf við fjártæknifyrirtæki. Slíkt samstarf sé til þess fallið að auka þekkingu bankans, ekki síst varðandi eftirlitsskyldar vörur og þjónustu. „Samstarfið við Leiguskjól [er] gott dæmi um slíkt,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. „Hér horfum við til þess að leigumarkaðurinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Því er mikilvægt að þjónusta við leigjendur aukist og að fleirum sé gert kleift með auðveldari hætti að fara inn á þann markað.“ Framkvæmdastjóri Leiguskjóls, Vignir Már Lýðsson, segir í sömu orðsendingu að mörg tækifæri felist í kaupum Arion banka á meirihluta í þessu unga fjártæknifyrirtæki. „Með samstarfi við traustan aðila á borð við bankann gefst félaginu kostur á að koma fleiri hugmyndum tengdum fjármögnun á fót og bæta þjónustu við viðskiptavini.” Húsnæðismál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Arion banki hefur keypt 51 prósent hlut í fjártæknifyrirtækinu Leiguskjóli, sem tók þátt í viðskiptahraðli Arion banka í fyrrasumar. Fyrirtækið mun bjóða húsaleiguábyrgðir frá bankanum en þær koma í stað hefðbundinna trygginga sem leigjendum er gert að leggja fram. Ætlun Arion og Leiguskjóls er að samstarf þeirra muni auðvelda aðgengi að leigumarkaði - „auk þess sem lagaleg staða bæði leigutaka og leigusala verður tryggari,“ eins og það er orðað í orðsendingu Arion um fjárfestinguna. Þar er kaupverðið ekki gefið upp. Bankastjóri Arion lætur hafa eftir sér að fjárfestingin sé liður í aukinni áherslu bankans á stafræna þróun og samstarf við fjártæknifyrirtæki. Slíkt samstarf sé til þess fallið að auka þekkingu bankans, ekki síst varðandi eftirlitsskyldar vörur og þjónustu. „Samstarfið við Leiguskjól [er] gott dæmi um slíkt,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. „Hér horfum við til þess að leigumarkaðurinn hefur vaxið mikið á undanförnum árum. Því er mikilvægt að þjónusta við leigjendur aukist og að fleirum sé gert kleift með auðveldari hætti að fara inn á þann markað.“ Framkvæmdastjóri Leiguskjóls, Vignir Már Lýðsson, segir í sömu orðsendingu að mörg tækifæri felist í kaupum Arion banka á meirihluta í þessu unga fjártæknifyrirtæki. „Með samstarfi við traustan aðila á borð við bankann gefst félaginu kostur á að koma fleiri hugmyndum tengdum fjármögnun á fót og bæta þjónustu við viðskiptavini.”
Húsnæðismál Íslenskir bankar Nýsköpun Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent