Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Alvarlegar athugasemdir voru gerðar við starfslokasamning ríkislögreglustjóra á Alþingi í dag og óskað hefur verið eftir að samningurinn verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um opinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Við ræðum líka við félagsráðgjafa hjá Hjálparsamtökum kirkjunnar, en röð var út úr dyrum þegar samtökin hófu að taka á móti umsóknum um jólaaðstoð.

Þá kynnum við okkur skiptar skoðanir um aðdraganda stofnunar miðhálendisþjóðgarðs á Íslandi og lítum á jarðarför olíunnar sem fram fór á Granda nú síðdegis. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×