Sportpakkinn: Grafa hitamæla ofan í Laugardalsvöll og leita til fjölda sérfræðinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:15 Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvellinum í dag. Mynd/S2 Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Sjá meira