Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:05 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Vísir/Stöð 2 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders.
Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07
Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28