Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2019 13:27 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Mynd/Vilhelm. Icelandair hefur á eigin vegum lagt mikla vinnu í að skoða kosti nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé á málið áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll á suðvesturhorni landsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.Ein útfærslan á innanlands- og millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Flugbrautir eru teiknaðar í brautarstefnu til að snúa beint upp í erfiðustu vindáttir, miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Hér er norðvestur-suðaustur flugbraut sýnd sunnan við flugstöðTeikning/Goldberg Partners International.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að ráðamenn Icelandair vilja að haldið verði áfram að skoða þann möguleika að gert verði ráð fyrir millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug „Horfandi marga áratugi fram í tímann þá held ég að það sé engin spurning að það sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa sameiginlegan völl hér á suðvesturhorninu fyrir innanlands- og millilandaflug, þar sem er hægt að tengja þessi flug betur saman, - koma ferðamönnum betur út á land. Þannig að þessi þjónusta okkar, eigum við að segja, verði smurðari,“ segir Bogi Nils. „Ég held að það sé engin spurning að til lengri tíma þá er það þjóðhagslega hagkvæmt, ef við horfum til tuga ára. En þetta er mjög stór ákvörðun og fjárfesting sem þarf að fara mjög vandlega yfir.“Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð.Mynd/Goldberg Partners International.Athygli vakti í frétt Stöðvar 2 að búið er leggja talsverða vinnu í að teikna upp hvernig flugvöllur í Hvassahrauni gæti litið út. „Við höfum unnið talsverða vinnu hér innanhúss á undanförnum árum og niðurstöður þeirrar vinnu eru alltaf sú að þetta er hagkvæmur kostur, sem við eigum að skoða frekar. En ég ítreka enn og aftur: Þetta er mjög stór fjárfesting, stór ákvörðun, og á sama tíma erum við að fjárfesta í Keflavík. Þannig að þetta er mjög erfitt og flókið viðfangsefni,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má heyra frétt Bylgjunnar: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Icelandair hefur á eigin vegum lagt mikla vinnu í að skoða kosti nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé á málið áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll á suðvesturhorni landsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.Ein útfærslan á innanlands- og millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Flugbrautir eru teiknaðar í brautarstefnu til að snúa beint upp í erfiðustu vindáttir, miðað við niðurstöður sem þegar liggja fyrir úr veðurfarsrannsóknum. Hér er norðvestur-suðaustur flugbraut sýnd sunnan við flugstöðTeikning/Goldberg Partners International.Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að ráðamenn Icelandair vilja að haldið verði áfram að skoða þann möguleika að gert verði ráð fyrir millilandaflugvelli í Hvassahrauni. Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug „Horfandi marga áratugi fram í tímann þá held ég að það sé engin spurning að það sé hagkvæmt fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa sameiginlegan völl hér á suðvesturhorninu fyrir innanlands- og millilandaflug, þar sem er hægt að tengja þessi flug betur saman, - koma ferðamönnum betur út á land. Þannig að þessi þjónusta okkar, eigum við að segja, verði smurðari,“ segir Bogi Nils. „Ég held að það sé engin spurning að til lengri tíma þá er það þjóðhagslega hagkvæmt, ef við horfum til tuga ára. En þetta er mjög stór ákvörðun og fjárfesting sem þarf að fara mjög vandlega yfir.“Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð.Mynd/Goldberg Partners International.Athygli vakti í frétt Stöðvar 2 að búið er leggja talsverða vinnu í að teikna upp hvernig flugvöllur í Hvassahrauni gæti litið út. „Við höfum unnið talsverða vinnu hér innanhúss á undanförnum árum og niðurstöður þeirrar vinnu eru alltaf sú að þetta er hagkvæmur kostur, sem við eigum að skoða frekar. En ég ítreka enn og aftur: Þetta er mjög stór fjárfesting, stór ákvörðun, og á sama tíma erum við að fjárfesta í Keflavík. Þannig að þetta er mjög erfitt og flókið viðfangsefni,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hér má heyra frétt Bylgjunnar:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Hvassahraun skoðað undir alþjóðaflugvöll Nýr flugvöllur í Hvassahrauni, sem myndi þjóna bæði millilanda- og innanlandsflugi, er nú til ítarlegrar skoðunar á vegum Rögnunefndar. 11. apríl 2015 19:45
Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30
Rögnunefndin telur Hvassahraun besta kostinn fyrir flugvöll Telur nefndin að allir þeir staðir sem skoðaðir voru geti rúmað þá starfsemi sem nú er í Vatnsmýrinni. 25. júní 2015 14:13