Bílastæðahús í útboð Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2019 12:30 Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Bílastæðasjóður rekur sjö bílastæðahús í miðborg Reykjavíkur með 1140 bílastæðum. Á fundi borgarstjórnar í dag mun ég leggja það til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bjóða út rekstur þriggja húsa sjóðsins. Bílastæðasjóður ætti að einbeita sér áfram að gjaldtöku meðfram götum (e. On street parking) en láta aðra um rekstur hluta bílastæðahúsanna (e. Off street parking). Á fundi borgarstjórnar þann 5. febrúar á síðasta ári var samþykkt að borgarstjórn myndi fela umhverfis- og skipulagssviði, í samráði við Bílastæðasjóð, að skoða bestu leiðir varðandi rekstur þeirra sjö bílastæðahúsa sem sjóðurinn rekur í miðborg Reykjavíkur, þar með talið rekstrarútboð, með það fyrir augum að bæta nýtingu, efla þjónustu og auka hagkvæmni. Einnig var lagt til að rýna fyrirkomulag rekstrarins út frá markmiðum borgarinnar varðandi stýringu bílastæða, bætta nýtingu borgarrýmis, bílastæðastefnu og stefnu aðalskipulags. Sviðið átti að skila tillögum til skipulags- og samgönguráðs fyrir 1. ágúst 2019.Rýmri heimildir skapa tækifæri Ekkert hefur komið út úr þeirri vinnu, þrátt fyrir að tillagan hafi verið samþykkt, og því telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks æskilegt að farið verði í rekstrarútboð fyrir þrjú af þeim sjö bílastæðahúsum sem Reykjavíkurborg rekur í dag. Rekstur þessa húsa verði boðinn út eigi síðan en 1. febrúar 2020. Þannig mætti bæta þjónustu við þá sem nýta þjónustu bílastæðahúsanna. Enda hafa einkaaðilar meiri möguleika á því að hafa sveigjanlegan opnunartíma á þeim húsum sem færu í útboð. Þar með væri einnig hægt að auka þjónustu við notendur bílastæðahúsa, ásamt því að skila meiri hagnaði til borgarinnar. Því ætti það að vera auðvelt fyrir flokkana í meirihlutanum að samþykkja þessa framhaldstillögu.Auknir tekjumöguleikar Þessi tillaga er ekki kominn til vegna þess að að bílastæðahúsin séu illa rekin í dag heldur vegna þess að tækifærin eru mun meiri fyrir aðra rekstraraðila en Bílastæðasjóð. Það skýrist fyrst og fremst af ströngum reglum sem Bílastæðasjóður þarf að vinna eftir í dag. Þannig yrði sveigjanleikinn í rekstrinum, t.d. hvað varðar opnunartíma, þjónustustig, bætta nýtingu á stæðum og fleira, mun meiri hjá einkaaðilum. Við vitum að Bílastæðasjóður er vel rekinn innan þess regluramma sem honum er gert að vinna eftir í dag. Því er hægt með útvistun á þremur bílastæðahúsum að afla meiri tekna fyrir Reykjavíkurborg. Það væri hagur þeirra sem myndu taka að sér rekstur bílastæðahúsanna að bæta nýtingu þeirra og auka þjónustu. Þrif og rekstur bílastæðahúsanna myndu einnig vera í höndum leigutaka. Það er vel þekkt í öðrum löndum að rekstur bílastæðahúsa sé leigður út til einkaaðila. Árið 1931 var í Bretlandi stofnað félag sem enn í dag sinnir þessum rekstri en hann nær yfir 150 þúsund stæði í yfir 500 bílastæðahúsum víða í Bretlandi. Hér er því ekki verið að finna upp hjólið og auðvelt að horfa til fordæma frá öðrum löndum við tæknileg úrlausnarefni. Rekstrarútboð á þessum þremur húsum myndi því verða til hagsbóta fyrir notendur þessara bílastæðahúsa og Reykjavíkurborg.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar