Baráttumál VG að verða að veruleika Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. desember 2019 11:00 Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi. Á dögunum fór fram fyrsta umræða á Alþingi um breytingu á fæðingarorlofi. Til stendur að lengja fæðingarorlofið fyrst í tíu mánuði á næsta ári og tólf mánuði árið 2021. Lenging fæðingarorlofsins hefur verið baráttumál Vinstri grænna í mörg ár og það er því virkilega ánægjulegt að nú liggi fyrir stjórnarfrumvarp um málið. Lenging fæðingarorlofsins er mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna, enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt að launamunur kynjanna eykst við barneignir. Konur taka auk þess lengra fæðingarorlof en karlar að jafnaði. Á hverju ári frá 2015 hafa í kringum 700 feður ekki tekið neitt fæðingarorlof.Bætum kjör barnafjölskyldna Það er mikilvægt fyrir börn að tengjast báðum foreldrum sínum í frumbernsku og þetta á að koma til móts við með breytingum sem nú liggja fyrir Alþingi. Þannig er sameiginlegur tími sem foreldrar geta deilt sín á milli styttur, en á móti fær hvert foreldri lengri tíma. Þannig lengist tími hvers foreldris í fjóra mánuði á næsta ári og fimm mánuði árið 2021. Sameiginlegur tími foreldra væri þá tveir mánuðir á hverju ári. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er líka eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna og draga úr fátækt barna. Þannig má draga úr því að foreldrar þurfi að taka sér launalaust leyfi eða hætta í vinnu til að brúa bilið. Það getur haft varanleg áhrif á starfsferil foreldrisins sem það gerir og í flestum tilfellum er það móðir barnsins, það er að segja í þeim tilfellum þegar um er að ræða par af gagnstæðu kyni. Það gefur auga leið að þetta hefur frekar áhrif á fólk sem er í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og er líklegar til að lenda í gildru fátæktar til að byrja með. Ein leið til að brúa þetta bil er einmitt að lengja fæðingarorlofið. Hér eru því slegnar nokkrar flugur í einu höggi. Öll börn fá meiri tíma með foreldrum sínum á þessum fyrstu mánuðum ævinnar, umönnunarbilið er brúað og staða foreldra sem nýta sér fullt fæðingarorlof er jöfnuð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fæðingarorlof Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi. Á dögunum fór fram fyrsta umræða á Alþingi um breytingu á fæðingarorlofi. Til stendur að lengja fæðingarorlofið fyrst í tíu mánuði á næsta ári og tólf mánuði árið 2021. Lenging fæðingarorlofsins hefur verið baráttumál Vinstri grænna í mörg ár og það er því virkilega ánægjulegt að nú liggi fyrir stjórnarfrumvarp um málið. Lenging fæðingarorlofsins er mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna, enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt að launamunur kynjanna eykst við barneignir. Konur taka auk þess lengra fæðingarorlof en karlar að jafnaði. Á hverju ári frá 2015 hafa í kringum 700 feður ekki tekið neitt fæðingarorlof.Bætum kjör barnafjölskyldna Það er mikilvægt fyrir börn að tengjast báðum foreldrum sínum í frumbernsku og þetta á að koma til móts við með breytingum sem nú liggja fyrir Alþingi. Þannig er sameiginlegur tími sem foreldrar geta deilt sín á milli styttur, en á móti fær hvert foreldri lengri tíma. Þannig lengist tími hvers foreldris í fjóra mánuði á næsta ári og fimm mánuði árið 2021. Sameiginlegur tími foreldra væri þá tveir mánuðir á hverju ári. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er líka eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna og draga úr fátækt barna. Þannig má draga úr því að foreldrar þurfi að taka sér launalaust leyfi eða hætta í vinnu til að brúa bilið. Það getur haft varanleg áhrif á starfsferil foreldrisins sem það gerir og í flestum tilfellum er það móðir barnsins, það er að segja í þeim tilfellum þegar um er að ræða par af gagnstæðu kyni. Það gefur auga leið að þetta hefur frekar áhrif á fólk sem er í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og er líklegar til að lenda í gildru fátæktar til að byrja með. Ein leið til að brúa þetta bil er einmitt að lengja fæðingarorlofið. Hér eru því slegnar nokkrar flugur í einu höggi. Öll börn fá meiri tíma með foreldrum sínum á þessum fyrstu mánuðum ævinnar, umönnunarbilið er brúað og staða foreldra sem nýta sér fullt fæðingarorlof er jöfnuð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun