Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 10:34 Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun. Vísir/vilhelm Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. Þá standa unglingar á landsbyggðinni verr að vígi í öllum flokkum sem prófað var úr en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna niðurstöður PISA-könnunarinnar sem birt var í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. Kannaður var lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Jákvæð þróun meðal fyrstu kynslóðar innflytjenda Í niðurstöðunum er sérstaklega tekið fram að fjöldi innflytjenda meðal þátttakenda í PISA sé lítill á Íslandi. PISA sé því ekki besta tækið til að mæla námslega stöðu innflytjenda á Íslandi en geti engu að síður veitt ákveðnar vísbendingar. Samkvæmt skilgreiningu OECD eru innflytjendur í PISA þeir nemendur sem eiga foreldra sem báðir eru fæddir utan landsins sem prófað er í. Þeir eru flokkaðir í annarrar kynslóðar innflytjendur, þ.e. þeir sem fæddust í landinu sem prófað er í, og fyrstu kynslóðar innflytjendur, sem fæddust erlendis. Samtals flokkast 179 þeirra, eða 5,6% af heildarfjölda þeirra sem svöruðu, sem innflytjendur. Þar af eru 99 af fyrstu kynslóð og 80 af annarri kynslóð. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Í niðurstöðunum sést að munur á frammistöðu innflytjenda og annarra þátttakanda í lesskilningi í PISA 2018 er töluverður og liggur á bilinu 69-79 stig (74 stig fyrir innflytjendur í heild). Svipaður munur, eða 68 stig, er á milli þeirra nemenda sem tala aðallega íslensku heima hjá sér og þeirra sem tala aðallega annað mál. Rúmlega helmingur, eða 51,2% innflytjenda í heild, er jafnframt undir hæfniþrepi 2 og telst því ekki búa yfir lágmarkshæfni í lesskilningi. Hlutfallið er rúmlega tvöfalt hærra en hlutfall nemenda sem hafa engan erlendan bakgrunn (23,9%). Hlutfallið hefur lækkað um fimm prósentustig síðan í síðustu könnun PISA en breytingin er ekki marktæk. Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun því sá hópur skorar 31 stigi hærra 2018, sem er marktækur munur. Stærðfræðilæsi hrakaði marktækt á VesturlandiLíkt og í fyrri könnunum PISA er talsverður munur á frammistöðu í lesskilningi í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu standa einnig betur að vígi í hinum flokkunum tveimur, læsi á stærðfræði og náttúruvísindum, en nemendur á landsbyggðinni. Munurinn á frammistöðu í lesskilningi á meðal nemenda á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum er 30 PISA-stig. Svipaður munur er á frammistöðu þessara hópa í læsi á náttúruvísindum og stærðfræði, eða 29 stig í báðum flokkum. Þá má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í stærðfræðilæsi í einum landshluta: Vesturlandi. Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar kynntar.Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. Þá standa unglingar á landsbyggðinni verr að vígi í öllum flokkum sem prófað var úr en jafnaldrar þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sýna niðurstöður PISA-könnunarinnar sem birt var í dag. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. Kannaður var lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi. Jákvæð þróun meðal fyrstu kynslóðar innflytjenda Í niðurstöðunum er sérstaklega tekið fram að fjöldi innflytjenda meðal þátttakenda í PISA sé lítill á Íslandi. PISA sé því ekki besta tækið til að mæla námslega stöðu innflytjenda á Íslandi en geti engu að síður veitt ákveðnar vísbendingar. Samkvæmt skilgreiningu OECD eru innflytjendur í PISA þeir nemendur sem eiga foreldra sem báðir eru fæddir utan landsins sem prófað er í. Þeir eru flokkaðir í annarrar kynslóðar innflytjendur, þ.e. þeir sem fæddust í landinu sem prófað er í, og fyrstu kynslóðar innflytjendur, sem fæddust erlendis. Samtals flokkast 179 þeirra, eða 5,6% af heildarfjölda þeirra sem svöruðu, sem innflytjendur. Þar af eru 99 af fyrstu kynslóð og 80 af annarri kynslóð. Sjá einnig: Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Í niðurstöðunum sést að munur á frammistöðu innflytjenda og annarra þátttakanda í lesskilningi í PISA 2018 er töluverður og liggur á bilinu 69-79 stig (74 stig fyrir innflytjendur í heild). Svipaður munur, eða 68 stig, er á milli þeirra nemenda sem tala aðallega íslensku heima hjá sér og þeirra sem tala aðallega annað mál. Rúmlega helmingur, eða 51,2% innflytjenda í heild, er jafnframt undir hæfniþrepi 2 og telst því ekki búa yfir lágmarkshæfni í lesskilningi. Hlutfallið er rúmlega tvöfalt hærra en hlutfall nemenda sem hafa engan erlendan bakgrunn (23,9%). Hlutfallið hefur lækkað um fimm prósentustig síðan í síðustu könnun PISA en breytingin er ekki marktæk. Þó ber að nefna að jákvæð þróun hefur átt sér stað meðal þátttakenda af fyrstu kynslóð innflytjenda síðan í síðustu könnun því sá hópur skorar 31 stigi hærra 2018, sem er marktækur munur. Stærðfræðilæsi hrakaði marktækt á VesturlandiLíkt og í fyrri könnunum PISA er talsverður munur á frammistöðu í lesskilningi í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Nemendur á höfuðborgarsvæðinu standa einnig betur að vígi í hinum flokkunum tveimur, læsi á stærðfræði og náttúruvísindum, en nemendur á landsbyggðinni. Munurinn á frammistöðu í lesskilningi á meðal nemenda á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum er 30 PISA-stig. Svipaður munur er á frammistöðu þessara hópa í læsi á náttúruvísindum og stærðfræði, eða 29 stig í báðum flokkum. Þá má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í stærðfræðilæsi í einum landshluta: Vesturlandi. Hér að neðan má sjá niðurstöður könnunarinnar kynntar.Klippa: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar
Börn og uppeldi Innflytjendamál Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59 Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Bein útsending: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) liggja nú fyrir. Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. 3. desember 2019 09:59
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31