Börn geðveikra sett í ruslflokk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:00 Önnu Margréti finnst ótrúlegt að samfélagið hafi ekki breyst meira frá því að hún var stúlka í sömu aðstæðum og Margrét Lillý. vísir/egill Í Kompás á mánudag var viðtal við Margréti Lillý sem ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segist ekki hafa fengið nauðsynlegan stuðning frá barnavernd, skólakerfi og nánustu fjölskyldu, þrátt fyrir greinilega vanrækslu og ofbeldi alla æsku sína. Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá mjög veikri móður ásamt systrum sínum. Það kemur henni á óvart hve lítið hefur breyst í samfélaginu frá því hún var ung stúlka sjálf. „Ennþá finnst mér fólk verða skrýtið þegar ég segist hafa alist upp við geðveiki. Það er enn þessi veggur. Það myndi enginn verða skrýtinn ef ég segði að foreldri mitt hefði látist úr sjúkdómi þegar ég var 13 ára.“Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Anna Margrét segir ekki öll mál sem tengast geðsjúkum foreldrum vera barnaverndarmál eins og í tilfelli Margrétar Lillýjar. En hvort sem er, þá þurfi öll þessi börn hjálp frá samfélaginu. Hún segir stofnanir samfélagsins þurfa að tala betur saman og leggur til einfaldar lausnir. Til dæmis að þegar foreldri er lagt inn á geðdeild sé heilsugæsla og skólayfirvöld látin vita af aðstæðum barnsins og velferð þess sé tryggt. Börn geðveikra ræði ekki stöðu sína, hvorki við vini né fagfólk. Margir í lífi barnsins láti sig hverfa. „Fjölskylda, vinir og fleiri. Smám saman verða fjölskyldur geðveikra einangraðar. Gestakomur leggjast af,“ segir Anna Margrét. Hún segist ekki hafa sagt neinum frá aðstæðum heima fyrir, vinkonur hennar hafi ekki einu sinni vitað af þeim. Þess þá heldur hafi verið mikilvægt að eitthvað kerfi gripi inn í og veitti stuðning.„Fólk kýs að líta undan“ Önnu Margréti svíður að börn geðveikra fái ekki sama stuðning og börn foreldra með aðra sjúkdóma, líkt og til dæmis Ljósið sem aðstoðar börn sem eiga krabbameinssjúka foreldra og er á fjárlögum. Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Það er mjög mikilvægt að börn þurfi ekki ofan á það að burðast með þetta tvö hundruð tonna farg alla daga að vera álitin börn í ruslflokki. Ég segi ruslflokki því kerfið hefur ekki búið þeim strúktúr þar sem þau eiga skjól og líflínu út úr aðstæðum.“ Anna Margrét segir sárt að sjá í tilfelli Margrétar Lillýjar að hún hafi beðið um hjálp en ekki fengið hana. „Það var vandinn þá og mér sýnist það vera enn í dag, að fólk kýs að líta undan. Ég held að fagfólk á Íslandi hafi mikla fordóma gagnvart geðveiki. Það er ákveðið áhyggjuefni og það þurfum við líka að ræða.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Í Kompás á mánudag var viðtal við Margréti Lillý sem ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segist ekki hafa fengið nauðsynlegan stuðning frá barnavernd, skólakerfi og nánustu fjölskyldu, þrátt fyrir greinilega vanrækslu og ofbeldi alla æsku sína. Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá mjög veikri móður ásamt systrum sínum. Það kemur henni á óvart hve lítið hefur breyst í samfélaginu frá því hún var ung stúlka sjálf. „Ennþá finnst mér fólk verða skrýtið þegar ég segist hafa alist upp við geðveiki. Það er enn þessi veggur. Það myndi enginn verða skrýtinn ef ég segði að foreldri mitt hefði látist úr sjúkdómi þegar ég var 13 ára.“Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Anna Margrét segir ekki öll mál sem tengast geðsjúkum foreldrum vera barnaverndarmál eins og í tilfelli Margrétar Lillýjar. En hvort sem er, þá þurfi öll þessi börn hjálp frá samfélaginu. Hún segir stofnanir samfélagsins þurfa að tala betur saman og leggur til einfaldar lausnir. Til dæmis að þegar foreldri er lagt inn á geðdeild sé heilsugæsla og skólayfirvöld látin vita af aðstæðum barnsins og velferð þess sé tryggt. Börn geðveikra ræði ekki stöðu sína, hvorki við vini né fagfólk. Margir í lífi barnsins láti sig hverfa. „Fjölskylda, vinir og fleiri. Smám saman verða fjölskyldur geðveikra einangraðar. Gestakomur leggjast af,“ segir Anna Margrét. Hún segist ekki hafa sagt neinum frá aðstæðum heima fyrir, vinkonur hennar hafi ekki einu sinni vitað af þeim. Þess þá heldur hafi verið mikilvægt að eitthvað kerfi gripi inn í og veitti stuðning.„Fólk kýs að líta undan“ Önnu Margréti svíður að börn geðveikra fái ekki sama stuðning og börn foreldra með aðra sjúkdóma, líkt og til dæmis Ljósið sem aðstoðar börn sem eiga krabbameinssjúka foreldra og er á fjárlögum. Í Kompás segir Margrét Lillý sögu sína. Hún segir allt samfélagið á Seltjarnarnesi hafa vitað af aðstæðum hennar og "óskar sér að einhverjum hefði ekki verið drullusama.“Vísir/Vilhelm„Það er mjög mikilvægt að börn þurfi ekki ofan á það að burðast með þetta tvö hundruð tonna farg alla daga að vera álitin börn í ruslflokki. Ég segi ruslflokki því kerfið hefur ekki búið þeim strúktúr þar sem þau eiga skjól og líflínu út úr aðstæðum.“ Anna Margrét segir sárt að sjá í tilfelli Margrétar Lillýjar að hún hafi beðið um hjálp en ekki fengið hana. „Það var vandinn þá og mér sýnist það vera enn í dag, að fólk kýs að líta undan. Ég held að fagfólk á Íslandi hafi mikla fordóma gagnvart geðveiki. Það er ákveðið áhyggjuefni og það þurfum við líka að ræða.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira