Opið bréf til Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur: Áður en við getum virt þær Kári Stefánsson skrifar 18. desember 2019 12:30 Ágæta Heiðrún, á þriðjudaginn fyrir viku birtist eftir þig grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Virðum staðreyndir. Greinin er skrifuð sem viðbrögð við vangaveltum sem ég lét frá mér fara eftir að hafa lesið skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs um samanburð á verði makríls í Noregi og á Íslandi. Í byrjun greinarinnar segirðu að ég hafi brigslað „heilli atvinnugrein um lögbrot ýmiss konar.“ Þarna ertu ekki að virða staðreyndir heldur eitthvað allt annað. Ég benti einfaldlega á að munurinn mikli á verði i Noregi og á Íslandi kalli á rannsókn, þjóðin ætti rétt á að vita hvers vegna hann væri til staðar. Það vill nefnilega svo til að þjóðin er hinn raunverulegi eigandi makrílsins, sem útgerðin fær leyfi til að veiða og selja á þann máta að það gagnist henni (þjóðinni) sem best. Síðan ferðu mikinn með vélbyssuskothríð atriða sem gætu fullvel verið staðreyndir og hafa kannski svolítið með málið að gera og kannski ekki, eins og til dæmis að Norðmenn séu svo vanir að veiða og selja makríl og makríll sem veiðist við Ísland þegar kemur fram á sumar sé léleg vara og stundum sé makríll frystur og stundum ekki. Hvernig skýrir þetta þá staðreynd að í ágúst síðastliðnum stóð íslenskum skipum til boða að landa makríl í Færeyjum fyrir rúmlega þrisvar sinnum hærra verð en bauðst fyrir hann á Íslandi? Í vangaveltum mínum í Fréttablaðinu benti ég á að það væri altalað að útgerðirnar ættu fyrirtæki í útlöndum sem þau seldu fiskinn til á lágu verði, sem þau síðan seldu áfram á háu verði. Ég lagði ekkert mat á sannleiksgildi þessara sagna, en benti á að ef satt reyndist, væri um að ræða býsna alvarleg brot gegn hagsmunum þjóðarinnar. Í Silfrinu fyrir rúmri viku baðst þú okkur hin, sem sátum með þér að ræða sjávarútveginn, að nefna þessi fyrirtæki sem útgerðin ætti í útlöndum. Þessi beiðni er nokkurs konar jafngildi þess að segja við áhorfendur: þeir geta ekki nefnt þau vegna þess að þau eru ekki til. Ég fór í þessar umræður um verðlagningu sjávarafurða án undirbúnings, vegna þess að ég vildi ekki mynda aðra skoðun en þá að það væri nauðsynlegt að kanna málið til hlítar. Þess vegna kunni ég ekki að nefna þessi fyrirtæki, en í vikunni sem er liðin síðan, hafa mér borist nokkrir langir listar með nöfnum fyrirtækja í útlöndum sem útgerðin á. Hvers vegna skyldi hún eiga þau? Það sem hvatti mig til þess að tjá mig um málið er að mér finnst að þjóðin eigi það skilið að láta sér þykja vænt um sjávarútveginn, vegna þess að hann er merkilegasta atvinnugrein þjóðarinnar. Eins og stendur er henni gert erfitt um vik að sækja þá væntumþykju vegna þess að hún skilur ekki sjávarútveginn lengur. Hún hefur það á tilfinningunni að hann sé að þjóna örfáum einstaklingum eða í það minnsta ekki fyrst og frems hagsmunum þjóðarinnar. Afi minn í móðurætt var bræðslumaður á togara fyrir vökulög. Faðir minn var fréttamaður hjá ríkisútvarpinu og var aldrei meira í essinu sínu en þegar hann var að flytja fréttir af sjávarútveginum og þeim sem hann stunduðu. Fyrir honum var sjávarútvegurinn það sem skipti máli. Einn daginn þegar ég var fimmtán ára kom ég heim heldur leiður á námi og sagði við móður mina að ég vildi hætta í skóla og fara á sjóinn, þá var eina svarið sem ég fékk: Ég vona að þú hafir það sem til þarf. Ég ólst upp við mikla virðingu fyrir sjávarútveginum og hún hefur ekki elst af mér. Með vangaveltum mínum er ég ekki að veitast að honum heldur benda á að það lítur út fyrir að það sé maðkur í mysunni. Vonandi reynist það rangt. En Heiðrún svo ég endurtaki spurninguna hér að ofan. Hvers vegna á útgerðin þessi fyrirtæki erlendis? Það mun enginn taka mark á svarinu fyrr en það er orðið við þeirri lágmarkskröfu að upplýsa hvað þau keyptu af sjávarafurðum í fyrra og á hvaða verði og á hvaða verði þau seldu afurðirnar síðan öðrum. Rannsókn á því ætti helst að vera á höndum réttarendurskoðenda erlendra (forensic accountants). Þú lýkur greininni þinni á því að endurtaka þá skoðun að ég sé að bera fram brigsl um sjávarútveginn sem varði háttsemi sem sé þegar ólögmæt. Ég er einfaldlega að benda á að fyrir augum okkar eru tölur frá opinberum aðilum sem sýna fram á að íslenskir útgerðarmenn verðleggja fiskinn úr sjónum miklu lægra en tíðkast erlendis. Ég hef hingað til bent á makrílinn, en er nú kominn með sannfærandi tölur um aðrar fiskitegundir líka. Þjóðin á rétt á því að fá skýringu og það kallar á rannsókn á málinu af hálfu óháðra aðlia. Það er ljóst af orðum sjávarútvegsráðherra á Alþingi að hann deilir þessari skoðun með mér sem og allflestum Íslendingum. Þegar rannsókninni er lokið og staðreyndir málsins liggja fyrir skal ég ganga í lið með þér og virða þær í tætlur en ekki fyrr.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Sjávarútvegur Tengdar fréttir Landráð? Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. 3. desember 2019 11:30 Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Sjá meira
Ágæta Heiðrún, á þriðjudaginn fyrir viku birtist eftir þig grein í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Virðum staðreyndir. Greinin er skrifuð sem viðbrögð við vangaveltum sem ég lét frá mér fara eftir að hafa lesið skýrslu Verðlagsstofu skiptaverðs um samanburð á verði makríls í Noregi og á Íslandi. Í byrjun greinarinnar segirðu að ég hafi brigslað „heilli atvinnugrein um lögbrot ýmiss konar.“ Þarna ertu ekki að virða staðreyndir heldur eitthvað allt annað. Ég benti einfaldlega á að munurinn mikli á verði i Noregi og á Íslandi kalli á rannsókn, þjóðin ætti rétt á að vita hvers vegna hann væri til staðar. Það vill nefnilega svo til að þjóðin er hinn raunverulegi eigandi makrílsins, sem útgerðin fær leyfi til að veiða og selja á þann máta að það gagnist henni (þjóðinni) sem best. Síðan ferðu mikinn með vélbyssuskothríð atriða sem gætu fullvel verið staðreyndir og hafa kannski svolítið með málið að gera og kannski ekki, eins og til dæmis að Norðmenn séu svo vanir að veiða og selja makríl og makríll sem veiðist við Ísland þegar kemur fram á sumar sé léleg vara og stundum sé makríll frystur og stundum ekki. Hvernig skýrir þetta þá staðreynd að í ágúst síðastliðnum stóð íslenskum skipum til boða að landa makríl í Færeyjum fyrir rúmlega þrisvar sinnum hærra verð en bauðst fyrir hann á Íslandi? Í vangaveltum mínum í Fréttablaðinu benti ég á að það væri altalað að útgerðirnar ættu fyrirtæki í útlöndum sem þau seldu fiskinn til á lágu verði, sem þau síðan seldu áfram á háu verði. Ég lagði ekkert mat á sannleiksgildi þessara sagna, en benti á að ef satt reyndist, væri um að ræða býsna alvarleg brot gegn hagsmunum þjóðarinnar. Í Silfrinu fyrir rúmri viku baðst þú okkur hin, sem sátum með þér að ræða sjávarútveginn, að nefna þessi fyrirtæki sem útgerðin ætti í útlöndum. Þessi beiðni er nokkurs konar jafngildi þess að segja við áhorfendur: þeir geta ekki nefnt þau vegna þess að þau eru ekki til. Ég fór í þessar umræður um verðlagningu sjávarafurða án undirbúnings, vegna þess að ég vildi ekki mynda aðra skoðun en þá að það væri nauðsynlegt að kanna málið til hlítar. Þess vegna kunni ég ekki að nefna þessi fyrirtæki, en í vikunni sem er liðin síðan, hafa mér borist nokkrir langir listar með nöfnum fyrirtækja í útlöndum sem útgerðin á. Hvers vegna skyldi hún eiga þau? Það sem hvatti mig til þess að tjá mig um málið er að mér finnst að þjóðin eigi það skilið að láta sér þykja vænt um sjávarútveginn, vegna þess að hann er merkilegasta atvinnugrein þjóðarinnar. Eins og stendur er henni gert erfitt um vik að sækja þá væntumþykju vegna þess að hún skilur ekki sjávarútveginn lengur. Hún hefur það á tilfinningunni að hann sé að þjóna örfáum einstaklingum eða í það minnsta ekki fyrst og frems hagsmunum þjóðarinnar. Afi minn í móðurætt var bræðslumaður á togara fyrir vökulög. Faðir minn var fréttamaður hjá ríkisútvarpinu og var aldrei meira í essinu sínu en þegar hann var að flytja fréttir af sjávarútveginum og þeim sem hann stunduðu. Fyrir honum var sjávarútvegurinn það sem skipti máli. Einn daginn þegar ég var fimmtán ára kom ég heim heldur leiður á námi og sagði við móður mina að ég vildi hætta í skóla og fara á sjóinn, þá var eina svarið sem ég fékk: Ég vona að þú hafir það sem til þarf. Ég ólst upp við mikla virðingu fyrir sjávarútveginum og hún hefur ekki elst af mér. Með vangaveltum mínum er ég ekki að veitast að honum heldur benda á að það lítur út fyrir að það sé maðkur í mysunni. Vonandi reynist það rangt. En Heiðrún svo ég endurtaki spurninguna hér að ofan. Hvers vegna á útgerðin þessi fyrirtæki erlendis? Það mun enginn taka mark á svarinu fyrr en það er orðið við þeirri lágmarkskröfu að upplýsa hvað þau keyptu af sjávarafurðum í fyrra og á hvaða verði og á hvaða verði þau seldu afurðirnar síðan öðrum. Rannsókn á því ætti helst að vera á höndum réttarendurskoðenda erlendra (forensic accountants). Þú lýkur greininni þinni á því að endurtaka þá skoðun að ég sé að bera fram brigsl um sjávarútveginn sem varði háttsemi sem sé þegar ólögmæt. Ég er einfaldlega að benda á að fyrir augum okkar eru tölur frá opinberum aðilum sem sýna fram á að íslenskir útgerðarmenn verðleggja fiskinn úr sjónum miklu lægra en tíðkast erlendis. Ég hef hingað til bent á makrílinn, en er nú kominn með sannfærandi tölur um aðrar fiskitegundir líka. Þjóðin á rétt á því að fá skýringu og það kallar á rannsókn á málinu af hálfu óháðra aðlia. Það er ljóst af orðum sjávarútvegsráðherra á Alþingi að hann deilir þessari skoðun með mér sem og allflestum Íslendingum. Þegar rannsókninni er lokið og staðreyndir málsins liggja fyrir skal ég ganga í lið með þér og virða þær í tætlur en ekki fyrr.Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Landráð? Íslendingar eru sammála því að auðlindir hafsins í kringum landið þeirra séu sameiginleg eign þjóðarinnar. 3. desember 2019 11:30
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar