Innantómt öryggishlutverk? Þórir Guðmundsson skrifar 18. desember 2019 12:11 Öryggishlutverk Ríkisútvarpsins er gjarnan ofarlega á blaði þegar talið berst að markmiðum hins opinbera með rekstri fjölmiðils í almannaeigu. En hvert er öryggishlutverkið? Stutt skoðun sýnir ekki að það sé verulegt, umfram þá þjónustu sem Stöð 2, Vísir og Bylgjan hafa veitt um áratugaskeið. Í lögum og núgildandi þjónustusamningi stjórnvalda og RÚV er fátt annað tínt til um öryggishlutverkið en að félagið skuli tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun og setja sér öryggisstefnu. Sú stefna var sett og er tvíþætt og lýtur að ytra og innra öryggi. Varðandi ytra öryggi er kveðið á um rekstur tveggja langbylgjusenda, eigin fjarskiptabúnað, reglulega könnun á virkni búnaðar, áætlanir um fyrstu viðbrögð við vá og aðstöðu fréttastofu RÚV í stjórnstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Innra öryggi felst í því að vera með varaaflsstöð í Efstaleitinu, neyðarsendingarbúnað, kaup á sem öruggustum búnaði og aðgangsstýringarkerfi í höfuðstöðvum fyrirtækisins þannig að óviðkomandi komist þar ekki inn án leyfis. Fréttir af vá Síðan Bylgjan og Stöð 2 voru stofnaðar árið 1986 hafa landsmenn getað treyst á áreiðanlegan fréttaflutning ljósvakamiðla í einkaeigu af hamförum og annarri vá. Yfirvöld og sjálfboðaliðasamtök hafa ætíð getað komið mikilvægum skilaboðum á framfæri í gegnum þessa miðla. Þegar stórir atburðir gerast setja allir fjölmiðlar starfsemi sína á fullt, hvort sem þeir eru ríkis- eða einkareknir. Starfsemin í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð er vöktuð; fréttamenn, tökumenn og ljósmyndarar sendir á vettvang; frétta- og tæknimenn kallaðir af frívöktum eins og þörf krefur, og útsendingartími aukinn í samræmi við þörf almennings til að fylgjast með viðburðinum. Útvarp og vefur verða fljótt mikilvægustu miðlarnir, hvort sem er fyrir almenning að fá fréttir af yfirstandandi vá eða fyrir fólk á skaðasvæði að fá áreiðanlegar upplýsingar um það sem er að gerast í kringum sig. Bylgjan gegnir þá sérstöku hlutverki sem vinsælasta útvarpsstöð landsins sem er að auki dreift til fleiri landsmanna en nokkur önnur útvarpsstöð – og álíka margra og Rás 1 og Rás 2 samanlagt. Almenningur nýtur samkeppninnar Stóru vefmiðlarnir, visir.is og mbl.is, kappkosta við svona aðstæður að veita sem skjótasta og öruggasta þjónustu. Báðir senda leiðbeiningar og tilkynningar yfirvalda út með hraði og beita klassísku fréttamati á svipaðan hátt og flestir aðrir hefðbundnir miðlar, þar á meðal Ríkisútvarpið. Í nýafstöðnu hamfaraveðri á Norðvesturlandi var fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar með fréttamann sem veitti upplýsingar frá Sauðárkróki á þriðjudag – á þeim stað og stund er veðurofsinn var í hámarki – á meðan fréttamenn RÚV voru veðurtepptir. Auðvitað er RÚV stundum á stöðum sem aðrir komast ekki til. Þannig virkar samkeppnin; fréttastofurnar skiptast á um að vinna orrustur en almenningur nýtur þess að fá úrvalsfréttir af því sem er að gerast. Með öðrum orðum, þá er lítill raunverulegur munur á upplýsingamiðlun stóru fjölmiðlanna af neyð eða vá og fátt sem bendir til að fréttastofa RÚV hafi þar veigameira hlutverk en aðrar stærri fréttastofur hér á landi. Aukið mikilvægi farsíma Hvað dreifinguna varðar þá gilda sömu lögmál um hana hjá ljósvakamiðlunum tveimur, RÚV og Stöð 2/Bylgjunni. Sjónvarpi er dreift um ljósleiðara og sjónvarpssenda víða um land. Það á bæði við um RÚV og Stöð 2. Að auki er hægt að ná sjónvarpssendingum í gegnum netið, sem menn komast inn á í gegnum farsímakerfið, eins og þeir vita sem horfa á sjónvarpið í farsíma eða á spjaldtölvu. Útvarpsstöðvar nota í grundvallaratriðum sömu tækni en til viðbótar er RÚV dreift á langbylgju. Mikilvægi langbylgjunnar hefur hins vegar minnkað verulega jafnframt því sem vægi dreifileiðarinnar í gegnum netið eykst. Til að mynda þá fer ungt fólk í auknum mæli inn á fréttamiðla í gegnum netið, hvort sem um er að ræða sjónvarp, útvarp eða fréttavefi. Mjög hefur dregið úr framleiðslu viðtækja sem ná langbylgju, jafnvel fyrir bíla, þannig að varla er hægt að líta á langbylgjuútsendingar lengur sem öryggisatriði til að ná til þorra fólks. Önnur tækniþróun sem hefur orðið á undanförnum árum og skiptir sköpum er möguleiki viðbragðsaðila að ná til fólks með fjöldasendingum smáskilaboða sem ná til allra farsíma á afmörkuðu landsvæði. Þessi tækni, sem Neyðarlínan ræður yfir, gerir yfirvöldum til dæmis kleift að vara almenning við yfirvofandi vá, hvort sem það er eldgos, stórslys eða ofsaveður. Markmið og leiðir Aðili með hlutverk í neyð þarf að hafa kerfi í lagi sem tryggja rekstrarsamfellu á álagstímum, neyðaráætlun og stefnu um viðhald búnaðar og viðbragðsferla. Sýn, sem rekur Stöð 2, Vísi og Bylgjuna, er með ISO 27001 gæðavottun, sem þýðir að fyrirtækið er reglulega tekið út af alþjóðlegum eftirlitsmönnum með tilliti til gæða- og öryggisþátta. Þeir 60 frétta- og tæknimenn sem halda almenningi á Íslandi upplýstum um viðburði heima og erlendis á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni njóta góðs af þessari styrku umgjörð. Nú þegar í undirbúningi er nýr þjónustusamningur við Ríkisútvarpið væri ekki úr vegi að stjórnvöld skilgreindu fyrst hvaða markmiðum þau vilja ná varðandi öryggi í fréttaflutningi á neyðartímum. Mikið skortir á að það sé gert í núverandi þjónustusamningi. Fyrst og síðast hlýtur hið opinbera að vilja koma upplýsingum á framfæri, annars vegar við fólk sem er statt á neyðarsvæði eða/og við allan almenning sem þarf að fá upplýsingar um neyðina. Ef þetta eru markmiðin þá eru skilvirkari leiðir að þeim en að halda úti stórri, ríkisrekinni fréttastofu. Eða, svo það sé orðað með öðrum hætti, þá kunna að vera ástæður til að halda uppi stórri, ríkisrekinni fréttastofu en óskilgreint og innantómt öryggishlutverk ætti ekki að vera ein þeirra.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Þórir Guðmundsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öryggishlutverk Ríkisútvarpsins er gjarnan ofarlega á blaði þegar talið berst að markmiðum hins opinbera með rekstri fjölmiðils í almannaeigu. En hvert er öryggishlutverkið? Stutt skoðun sýnir ekki að það sé verulegt, umfram þá þjónustu sem Stöð 2, Vísir og Bylgjan hafa veitt um áratugaskeið. Í lögum og núgildandi þjónustusamningi stjórnvalda og RÚV er fátt annað tínt til um öryggishlutverkið en að félagið skuli tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun og setja sér öryggisstefnu. Sú stefna var sett og er tvíþætt og lýtur að ytra og innra öryggi. Varðandi ytra öryggi er kveðið á um rekstur tveggja langbylgjusenda, eigin fjarskiptabúnað, reglulega könnun á virkni búnaðar, áætlanir um fyrstu viðbrögð við vá og aðstöðu fréttastofu RÚV í stjórnstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Innra öryggi felst í því að vera með varaaflsstöð í Efstaleitinu, neyðarsendingarbúnað, kaup á sem öruggustum búnaði og aðgangsstýringarkerfi í höfuðstöðvum fyrirtækisins þannig að óviðkomandi komist þar ekki inn án leyfis. Fréttir af vá Síðan Bylgjan og Stöð 2 voru stofnaðar árið 1986 hafa landsmenn getað treyst á áreiðanlegan fréttaflutning ljósvakamiðla í einkaeigu af hamförum og annarri vá. Yfirvöld og sjálfboðaliðasamtök hafa ætíð getað komið mikilvægum skilaboðum á framfæri í gegnum þessa miðla. Þegar stórir atburðir gerast setja allir fjölmiðlar starfsemi sína á fullt, hvort sem þeir eru ríkis- eða einkareknir. Starfsemin í samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð er vöktuð; fréttamenn, tökumenn og ljósmyndarar sendir á vettvang; frétta- og tæknimenn kallaðir af frívöktum eins og þörf krefur, og útsendingartími aukinn í samræmi við þörf almennings til að fylgjast með viðburðinum. Útvarp og vefur verða fljótt mikilvægustu miðlarnir, hvort sem er fyrir almenning að fá fréttir af yfirstandandi vá eða fyrir fólk á skaðasvæði að fá áreiðanlegar upplýsingar um það sem er að gerast í kringum sig. Bylgjan gegnir þá sérstöku hlutverki sem vinsælasta útvarpsstöð landsins sem er að auki dreift til fleiri landsmanna en nokkur önnur útvarpsstöð – og álíka margra og Rás 1 og Rás 2 samanlagt. Almenningur nýtur samkeppninnar Stóru vefmiðlarnir, visir.is og mbl.is, kappkosta við svona aðstæður að veita sem skjótasta og öruggasta þjónustu. Báðir senda leiðbeiningar og tilkynningar yfirvalda út með hraði og beita klassísku fréttamati á svipaðan hátt og flestir aðrir hefðbundnir miðlar, þar á meðal Ríkisútvarpið. Í nýafstöðnu hamfaraveðri á Norðvesturlandi var fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar með fréttamann sem veitti upplýsingar frá Sauðárkróki á þriðjudag – á þeim stað og stund er veðurofsinn var í hámarki – á meðan fréttamenn RÚV voru veðurtepptir. Auðvitað er RÚV stundum á stöðum sem aðrir komast ekki til. Þannig virkar samkeppnin; fréttastofurnar skiptast á um að vinna orrustur en almenningur nýtur þess að fá úrvalsfréttir af því sem er að gerast. Með öðrum orðum, þá er lítill raunverulegur munur á upplýsingamiðlun stóru fjölmiðlanna af neyð eða vá og fátt sem bendir til að fréttastofa RÚV hafi þar veigameira hlutverk en aðrar stærri fréttastofur hér á landi. Aukið mikilvægi farsíma Hvað dreifinguna varðar þá gilda sömu lögmál um hana hjá ljósvakamiðlunum tveimur, RÚV og Stöð 2/Bylgjunni. Sjónvarpi er dreift um ljósleiðara og sjónvarpssenda víða um land. Það á bæði við um RÚV og Stöð 2. Að auki er hægt að ná sjónvarpssendingum í gegnum netið, sem menn komast inn á í gegnum farsímakerfið, eins og þeir vita sem horfa á sjónvarpið í farsíma eða á spjaldtölvu. Útvarpsstöðvar nota í grundvallaratriðum sömu tækni en til viðbótar er RÚV dreift á langbylgju. Mikilvægi langbylgjunnar hefur hins vegar minnkað verulega jafnframt því sem vægi dreifileiðarinnar í gegnum netið eykst. Til að mynda þá fer ungt fólk í auknum mæli inn á fréttamiðla í gegnum netið, hvort sem um er að ræða sjónvarp, útvarp eða fréttavefi. Mjög hefur dregið úr framleiðslu viðtækja sem ná langbylgju, jafnvel fyrir bíla, þannig að varla er hægt að líta á langbylgjuútsendingar lengur sem öryggisatriði til að ná til þorra fólks. Önnur tækniþróun sem hefur orðið á undanförnum árum og skiptir sköpum er möguleiki viðbragðsaðila að ná til fólks með fjöldasendingum smáskilaboða sem ná til allra farsíma á afmörkuðu landsvæði. Þessi tækni, sem Neyðarlínan ræður yfir, gerir yfirvöldum til dæmis kleift að vara almenning við yfirvofandi vá, hvort sem það er eldgos, stórslys eða ofsaveður. Markmið og leiðir Aðili með hlutverk í neyð þarf að hafa kerfi í lagi sem tryggja rekstrarsamfellu á álagstímum, neyðaráætlun og stefnu um viðhald búnaðar og viðbragðsferla. Sýn, sem rekur Stöð 2, Vísi og Bylgjuna, er með ISO 27001 gæðavottun, sem þýðir að fyrirtækið er reglulega tekið út af alþjóðlegum eftirlitsmönnum með tilliti til gæða- og öryggisþátta. Þeir 60 frétta- og tæknimenn sem halda almenningi á Íslandi upplýstum um viðburði heima og erlendis á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni njóta góðs af þessari styrku umgjörð. Nú þegar í undirbúningi er nýr þjónustusamningur við Ríkisútvarpið væri ekki úr vegi að stjórnvöld skilgreindu fyrst hvaða markmiðum þau vilja ná varðandi öryggi í fréttaflutningi á neyðartímum. Mikið skortir á að það sé gert í núverandi þjónustusamningi. Fyrst og síðast hlýtur hið opinbera að vilja koma upplýsingum á framfæri, annars vegar við fólk sem er statt á neyðarsvæði eða/og við allan almenning sem þarf að fá upplýsingar um neyðina. Ef þetta eru markmiðin þá eru skilvirkari leiðir að þeim en að halda úti stórri, ríkisrekinni fréttastofu. Eða, svo það sé orðað með öðrum hætti, þá kunna að vera ástæður til að halda uppi stórri, ríkisrekinni fréttastofu en óskilgreint og innantómt öryggishlutverk ætti ekki að vera ein þeirra.Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar