Sportpakkinn: Tvö á toppnum á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 19:00 Dusan Vlahovic fagnar glæsilegu marki sínu fyrir Fiorentina á móti Internazionale en fyrir vikið komst Juve upp að hlið Inter. Getty/Gabriele Maltinti Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Arnar Björnsson fór yfir gang mála í ítalska fótboltanum um helgina en umferðin klárast síðan með hörku leik í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld. Það stefnir allt í að meiri spenna verði í Seríu A í fótboltanum á Ítalíu á þessari leiktíð en mörg undanfarin ár. Juventus og Inter skiptast á um að hafa forystu á toppnum en Lazio sækir hart að þeim. Lazio mætir Cagliari í kvöld en bæði lið hafa verið á bullandi siglingu. Juventus vann Udinese 3-1 í gær en Cristiano Ronaldo skoraði tvö fyrstu mörkin. Inter gat endurheimt tveggja stiga forystu með sigri á Fiorentina. Inter byrjaði vel og náði forystunni á 8. mínútu. Marcelo Brozovic sendi á Borja Valero sem skoraði. Valero sparaði fagnaðarlætin en hann kom til Inter fyrir tveimur árum eftir fimm ára dvöl hjá Fiorentina. Samir Handanovic varði meistaralega frá Milan Badelj. Knattspyrnustjóri Fiorentina, Vincenzo Montella er valtur í sessi eftir 4 ósigra í röð. Fiorentina freistaði þess að jafna en 6 mínútum fyrir leikhlé kom Inter boltanum í markið eftir skyndisókn. Romelu Lukaku sendi á Lautaro Martinez en Belginn var dæmdur rangstæður. Skömmu síðar var Lukaku nálægt því að koma Inter í 2-0 en Bartlomiej Dragowski varði á marklínu, tæpt var það. Franck Ribery fór í aðgerð á ökla og spilar ekki með Fiorentina næstu 10 vikurnar. Fiorentina hélt áfram að reyna, Handanovic varði frá Matias Vecino. Allt stefndi í sigur Inter en í uppbótatíma brunaði Dusan Vlahovic upp völlinn og hinn 19 ára Serbi jafnaði metin með þriðja marki sínu í deildinni. Inter og Juventus eru jöfn að stigum með 39 stig eftir 16 umferðir. Roma lenti undir gegn SPAL skömmu fyrir leikhlé. Alexander Kolarov braut á Thiago Rangel Cionek og dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Andrea Petagna kom botnliðinu yfir. Spal hefur aðeins skorað 11 mörk í vetur, Patagna fimm þeirra. Roma jafnaði metin á 53. mínútu, þrumuskot Lorenzo Pellegrini fór í hnéð á Nenad Tomovic og Etrit Berisha í markinu gat ekki bjargað því að boltinn endaði í markinu. Um miðjan seinni hálfleikinn var dæmd vítaspyrna á SPAL, Francesco Vicari sparkaði Edin Dzeko niður í vítateignum. Diego Perotti kom Roma yfir. Roma bætti marki við í lokin, Henrikh Mkhitaryan var aðeins búinn að vera inná í 4 mínútur þegar hann afgreiddi sendingu Alessandro Florenzi í markið. Roma vann 3-1 og er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir efstu liðunum, Inter og Juventus. Það má finna frétt Arnars Björnsson hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Dramatík á Ítalíu
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira