Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á heilsugæslustöðvar sem eru án varaafls Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. desember 2019 00:00 Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að rafmagnsleysið sem varð í kjölfar óveðursins í síðustu viku hafi haft víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna þar. Engin varaaflsstöð sé til að mynda á Dalvík sem hafi haft víðtæk áhrif á þjónustuna. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með starfsstöðvar á átján stöðum á Norðurlandi. Þar á meðal á Dalvík og Sauðárkróki þar sem óveðrið í síðustu viku olli víðtæku rafmagnsleysi. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar segir að það hafi haft mikil áhrif. „Það kom klárlega í ljós til dæmis á Dalvík þar sem ekki er varaafl að þá geta menn lent í vandræðum með að opna tölvur og nýta síma. Almennt má segja að meginvandinn er að það detta niður fjarskiptakerfi og menn treysta á að þau virki. Lærdómurinn af þessu áfalli er að þau eru ekki nógu örugg,“ segir Jón Helgi. Jón segir að varaafl hafi verið á sjúkrahúsum og legudeildum en hins vegar hafi rafmagnsleysið komið illa niður á heilsugæslustöðvum sem hafa ekki varaafl. Þá eyðilögðust tölvur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í rafmagnsleysinu. „Það voru einhverjar tölvur sem brunnu yfir vegna rafmagnstruflanna. Þá er verið að sinna sjúklingum sem eru kannski mikið veikir heima og það þarf að vera með viðbragð gagnvart þeim. Það er mikilvægt að fara yfir allt ferlið og setja upp skýrari viðbragðsáætlanir, “ segir hann. Hann segir að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verði upplýst um stöðuna. „Hún verður tvímælalaust látin vita af stöðunni. Þá geta verið eftirköst af svona áfalli, þ.e. þegar fólk er búið að vera lengi rafmagnslaust í vondum veðrum og án símasambands, það getur haft eftirköst,“ segir Jón Helgi. Dalvíkurbyggð Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að rafmagnsleysið sem varð í kjölfar óveðursins í síðustu viku hafi haft víðtæk áhrif á heilbrigðisþjónustuna þar. Engin varaaflsstöð sé til að mynda á Dalvík sem hafi haft víðtæk áhrif á þjónustuna. Heilbrigðisstofnun Norðurlands er með starfsstöðvar á átján stöðum á Norðurlandi. Þar á meðal á Dalvík og Sauðárkróki þar sem óveðrið í síðustu viku olli víðtæku rafmagnsleysi. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar segir að það hafi haft mikil áhrif. „Það kom klárlega í ljós til dæmis á Dalvík þar sem ekki er varaafl að þá geta menn lent í vandræðum með að opna tölvur og nýta síma. Almennt má segja að meginvandinn er að það detta niður fjarskiptakerfi og menn treysta á að þau virki. Lærdómurinn af þessu áfalli er að þau eru ekki nógu örugg,“ segir Jón Helgi. Jón segir að varaafl hafi verið á sjúkrahúsum og legudeildum en hins vegar hafi rafmagnsleysið komið illa niður á heilsugæslustöðvum sem hafa ekki varaafl. Þá eyðilögðust tölvur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í rafmagnsleysinu. „Það voru einhverjar tölvur sem brunnu yfir vegna rafmagnstruflanna. Þá er verið að sinna sjúklingum sem eru kannski mikið veikir heima og það þarf að vera með viðbragð gagnvart þeim. Það er mikilvægt að fara yfir allt ferlið og setja upp skýrari viðbragðsáætlanir, “ segir hann. Hann segir að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra verði upplýst um stöðuna. „Hún verður tvímælalaust látin vita af stöðunni. Þá geta verið eftirköst af svona áfalli, þ.e. þegar fólk er búið að vera lengi rafmagnslaust í vondum veðrum og án símasambands, það getur haft eftirköst,“ segir Jón Helgi.
Dalvíkurbyggð Heilbrigðismál Orkumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira