Hæstiréttur staðfestir endanlega fimmtíu milljóna króna sekt Eimskips Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 09:00 Frá athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Fimmtíu milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið gerði Eimskip að greiða stendur. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í morgun. Er niðurstaðan í takt við fyrri dóma í málinu fyrir héraði og Landsrétti. Eimskip þarf einnig að greiða ríkinu 1,2 milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir þar sem það kynni að hafa fordæmisgildi hvað varðaði skýringu á innherjaupplýsingum og hvenær upplýsingaskylda samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti myndast. Í málinu var deilt um ákvörðun FME að sekta Eimskip um fimmtíu milljónir fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma. Drög lágu fyrir viku fyrr Það var fimmtudaginn 26. maí 2016 sem Eimskip birti ársfjórðungsuppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þess árs. EBITDA og afkomuspá höfðu hækkað vel á milli ára og var uppgjörið samþykkt á fundi stjórnar sama dag. Daginn eftir var haldin fjárfestakynning þar sem farið var yfir málin. Sama dag hækkað gengi bréfa í félaginu verulega og áfram hækkuðu þau eftir helgina. FME gerði athugasemd við það að drög að árshlutauppgjörinu hefðu legið fyrir þann 20. maí 2016. Eimskip hefði samkvæmt lögum átt að birta upplýsingarnar eins fljótt og auðið væri. Var vísað til jafnræðisgrundvallar. Ella hefði Eimskip átt að festa birtingu upplýsinganna. Þar sem hvorugt hefði verið gert hefði skipafélagið brotið lög um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hefði í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hefðu orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir. Lokaútgáfa uppgjörsins hefði svo verið samþykkt 26. maí. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram nægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Lögum samkvæmt skal refsing við brotum sem þessum nema að lágmarki 800 þúsund krónum en að hámarki 800 milljón krónum. Dómur Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var, líkt og í héraðsdómi, vísað til þess að í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins hefði því verið slegið föstu að einstaka atburður eða aðstæður í þrepaskiptu ferli gæti eitt og sér falið í sér nægjanlega tilgreindar upplýsingar við skilgreiningu innherjaupplýsinga samkvæmt fyrrnefndu lagaákvæði. Drög að árshlutareikningi gætu ótvírætt talist atburður í slíku þrepaskiptu ferli sem miði að samþykkt og birtingu hans. Var jafnframt tekið fram að upplýsingar í afkomuspá Eimskips hefðu ekki haft sömu þýðingu við mat á tilvist innherjaupplýsinga og rauntölur úr rekstri. Umræddar upplýsingar hafi því 20. maí 2016 verið nægilega tilgreindar og líklegar einar og sér til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð hlutabréfa í Eimskip. Var einnig vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 122. gr. laganna skuli birta innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. Tekið var fram að sú þrenging á gildissviði þeirrar reglu, sem ráða mætti af 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik, ætti sér ekki lagastoð í fyrrnefndu lagaákvæði. Tilkynningarskyldan yrði því sem meginregla virk um leið og innherjaupplýsingar myndast.Fréttin hefur verið uppfærð með dómi Hæstaréttar. Dómsmál Markaðir Tengdar fréttir Fimmtíu milljóna króna sekt á Eimskip Brotið fólst í því að Eimskip birti ekki innherjaupplýsingar um bætta rekstrarafkomu eins fljótt og auðið var. 4. apríl 2017 11:43 50 milljóna króna sekt stendur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. 21. júní 2019 19:31 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Fimmtíu milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið gerði Eimskip að greiða stendur. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í morgun. Er niðurstaðan í takt við fyrri dóma í málinu fyrir héraði og Landsrétti. Eimskip þarf einnig að greiða ríkinu 1,2 milljónir króna í málskostnað. Hæstiréttur féllst á að taka málið fyrir þar sem það kynni að hafa fordæmisgildi hvað varðaði skýringu á innherjaupplýsingum og hvenær upplýsingaskylda samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti myndast. Í málinu var deilt um ákvörðun FME að sekta Eimskip um fimmtíu milljónir fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa látið hjá líða að birta innherjaupplýsingar á tilsettum tíma. Drög lágu fyrir viku fyrr Það var fimmtudaginn 26. maí 2016 sem Eimskip birti ársfjórðungsuppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung þess árs. EBITDA og afkomuspá höfðu hækkað vel á milli ára og var uppgjörið samþykkt á fundi stjórnar sama dag. Daginn eftir var haldin fjárfestakynning þar sem farið var yfir málin. Sama dag hækkað gengi bréfa í félaginu verulega og áfram hækkuðu þau eftir helgina. FME gerði athugasemd við það að drög að árshlutauppgjörinu hefðu legið fyrir þann 20. maí 2016. Eimskip hefði samkvæmt lögum átt að birta upplýsingarnar eins fljótt og auðið væri. Var vísað til jafnræðisgrundvallar. Ella hefði Eimskip átt að festa birtingu upplýsinganna. Þar sem hvorugt hefði verið gert hefði skipafélagið brotið lög um verðbréfaviðskipti. Eimskipafélagið krafðist þess að sektin yrði ógild vegna þess að Fjármálaeftirlitið hefði í ákvörðun sinni ranglega lagt til grundvallar að birtingarskyldar innherjaupplýsingar hefðu orðið til í síðasta lagi 20. maí 2016 þegar fyrstu drög að árshlutauppgjöri lágu fyrir. Lokaútgáfa uppgjörsins hefði svo verið samþykkt 26. maí. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á málflutning Eimskipafélagsins vegna þess að í drögum að ársreikningi hafi komið fram nægilegar upplýsingar sem hefðu getað haft áhrif á mat fjárfesta á félaginu. Lögum samkvæmt skal refsing við brotum sem þessum nema að lágmarki 800 þúsund krónum en að hámarki 800 milljón krónum. Dómur Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var, líkt og í héraðsdómi, vísað til þess að í dómaframkvæmd Evrópudómstólsins hefði því verið slegið föstu að einstaka atburður eða aðstæður í þrepaskiptu ferli gæti eitt og sér falið í sér nægjanlega tilgreindar upplýsingar við skilgreiningu innherjaupplýsinga samkvæmt fyrrnefndu lagaákvæði. Drög að árshlutareikningi gætu ótvírætt talist atburður í slíku þrepaskiptu ferli sem miði að samþykkt og birtingu hans. Var jafnframt tekið fram að upplýsingar í afkomuspá Eimskips hefðu ekki haft sömu þýðingu við mat á tilvist innherjaupplýsinga og rauntölur úr rekstri. Umræddar upplýsingar hafi því 20. maí 2016 verið nægilega tilgreindar og líklegar einar og sér til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð hlutabréfa í Eimskip. Var einnig vísað til þess að samkvæmt 1. mgr. 122. gr. laganna skuli birta innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið er. Tekið var fram að sú þrenging á gildissviði þeirrar reglu, sem ráða mætti af 3. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik, ætti sér ekki lagastoð í fyrrnefndu lagaákvæði. Tilkynningarskyldan yrði því sem meginregla virk um leið og innherjaupplýsingar myndast.Fréttin hefur verið uppfærð með dómi Hæstaréttar.
Dómsmál Markaðir Tengdar fréttir Fimmtíu milljóna króna sekt á Eimskip Brotið fólst í því að Eimskip birti ekki innherjaupplýsingar um bætta rekstrarafkomu eins fljótt og auðið var. 4. apríl 2017 11:43 50 milljóna króna sekt stendur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. 21. júní 2019 19:31 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Sjá meira
Fimmtíu milljóna króna sekt á Eimskip Brotið fólst í því að Eimskip birti ekki innherjaupplýsingar um bætta rekstrarafkomu eins fljótt og auðið var. 4. apríl 2017 11:43
50 milljóna króna sekt stendur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Eimskipafélags Íslands hf. gegn Fjármálaeftirlitinu og íslenska ríkinu. 21. júní 2019 19:31
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent