Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö segjum við frá vinnu við að koma aftur á rafmagni á þeim stöðum sem misstu það í veðurhamnum fyrr í vikunni, en búist er við að það verk klárist í kvöld og þá verði allir komnir með rafmagn sem misstu það.

Við segjum frá áætluðum kostnaði Landsnets vegna óveðursins, sem nemur 3-400 milljónum króna. Við tölum við fulltrúa Landverndar sem segir að yfirvöld og orkufyrirtækin hafi brugðist almenningi við uppbyggingu raforkuinnviða en skelli sökinni á aðra. Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni.

Við fylgjumst með sigurför Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands til svæða sem Verkamannaflokkurinn sækir venjulega fylgi til en þar sem fólk kaus nú Íhaldsflokkinn í hrönnum.

Þá segjum við frá gullæði á Grænlandi, þar sem Íslendingar koma við sögu, heimsækjum tannlæknafjölskyldu á Selfossi og förum í Bláfjöll þar sem var opnað fyrir skíðaunnendur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×