Umfjöllun og viðtöl: Fram 22-23 Afturelding | Afturelding slapp með skrekkinn Gabríel Sighvatsson skrifar 14. desember 2019 18:15 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson snýr aftur á kunnuglegar slóðir. vísir/bára Fram tók á móti Aftureldingu í 14. umferð Olís-deildar karla í Framhúsi í dag. Úr varð hörkuleikur. Afturelding byrjaði leikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik 12-9. Hlutirnir versnuðu fljótt hjá Frömurum sem gerðu sig seka um slæm mistök og lentu 6 mörkum undir. Þá hófst ótrúlegur viðsnúningur. Afturelding skoraði ekki mark á 11 mínútna kafla og á þeim tíma vann Fram sig aftur inn í leikinn og jafnaði 18-18. Á síðustu mínútum leiksins kom annar slæmur kafli hjá Fram þar sem þeir gerðu mistök og Afturelding refsaði. Eftir rosalega endurkomu var það ekki nóg og Afturelding náði að halda út, lokatölur 23-22.Af hverju vann Afturelding?Gestirnir voru eiginlega bara heppnir í dag. Þeir voru með góða forystu í hálfleik og juku við hana í byrjun seinni hálfleik. Svo byrjaði allt að ganga á afturfótunum hjá þeim, þeir hleypa Fram inn í leikinn, missa Einar Inga af velli með rautt spjald og þeir virtust vera að kasta sigrinum frá sér en akkúrat þegar þeir þurftu þess náðu þeir að stíga upp og nýta sér mistök Fram til að vinna leikinn.Hvað gekk illa?Mistök Fram voru dýrkeypt í dag. Þetta varð strax mjög erfitt hjá þeim að lenda 6 mörkum undir í byrjun seinni hálfleik en þeir sýndu frábæran karakter og mikla baráttu að jafna leikinn. Tapaðir boltar undir lok leiks varð þeim að bana í dag og þeir geta nagað sig í handarbökin eftir leik.Hverjir stóðu upp úr?Það stóð enginn sérstakur leikmaður upp úr í dag, bæði lið börðust ótrúlega vel og liðin áttu slæma og góða kafla. Lárus Helgi Ólafsson og Arnór Freyr Stefánsson björguðu oft liðum sínum á ögurstundu og Birkir Benediktsson var markahæstur með 6 mörk.Hvað gerist næst?Liðin eru komin í jólafrí. Næsti leikur liðanna er í lok janúar sem þýðir að liðin fá nægan tíma til að huga að sínum málum. Afturelding er í góðri stöðu í 2. sæti deildarinnar en Fram er enn í 10. sæti. Halldór Jóhann: Glórulaus mistökHalldóri Jóhann Sigfússyni, þjálfara Fram, lá mikið á hjarta að leikslokum. Hann þurfti að horfa á liðið sitt klúðra málunum á lokamínútum leiksins eftir rosalega endurkomu. „Ég var ekkert sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög daprir sóknarlega. Við fáum á okkur 23 mörk tvo leiki í röð, sýnir að við getum spilað vörn, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) kom sterkur inn í seinni hálfleik í markinu.“ „Við erum sjálfum okkur verstir, við erum með glórulausa tapaða bolta í byrjun seinni hálfleiks, hleypum leiknum í 7-8 mörk.“ „Við vinnum okkur síðan til baka gerum þetta jafnt 18-18 og þeir gera þetta 22-18 á tveimur mínútum þar sem við missum hann 3-4 sinnum, glórulaus mistök sem við viljum ekki sjá í meistaraflokki.“ sagði Halldór Jóhann og hélt áfram. „Ef við hefðum tekið þessi mistök út úr leiknum þá hugsa ég að við höfðum unnið þetta örugglega. Þetta er sárt að horfa upp á liðið gera svona svakaleg mistök trekk í trekk.“ Rétt eins og í síðasta leik liðsins gegn ÍBV var niðurstaðan mjög svekkjandi og sagði Halldór að mikil vinna væri framundan. „Þetta er hrikalega svekkjandi, komum frábærlega til baka 7 mörkum undir og það vantar ekki baráttunna. Við missum bara fókus alltof oft á 60 mínútum og það er okkur að falli og var það líka í síðasta leik.“ „Það er mikil vinna framundan, við erum á eftir líkamlega, við erum bara ekki í nógu góðu standi.“ Það er vetrarfrí framundan í boltanum og Framarar fá því nægan tíma til að vinna í sínum málum. „Við þurfum að vinna vel núna í framhaldi og janúar. Við fáum nægan tíma en svona hlutir koma ekki af sjálfu sér, við þurfum að vinna hörðum höndum. Það er undir þjálfara liðsins að reyna að bæta liðið en það þarf hver og einn að gera upp við sig hvað menn ætla að gera í framhaldi. Menn geta ekki haldið áfram að spila svona, það er alveg ljóst.“ Einar Andri: Vorum undir allt búnir„Við vorum komnir með mjög örugga forystu þegar það voru 3 mínútur eftir, við hleyptum þessu fullnálægt en þokkalega öruggt samt sem áður.“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svakalegan leik gegn Fram. Einar Andri fannst frammistaðan fín heilt yfir en viðurkenndi að hann var farinn að hafa áhyggjur þegar lið hans átti slæman kafla um miðbik síðari hálfleiks og var hreinlega nálægt því að kasta frá sér sigri. „Við spilum leikinn mjög vel fyrir utan tvo kafla, í stöðunni 18-12 leyfum við þeim að gera 6 mörk í röð en skorum þrjú í lokin. Það voru stuttir kaflar sem voru ekki góðir en heilt yfir vorum við fínir.“ „Við klúðrum tveimur vítum á þessum kafla, dauðafæri og annað. Við fengum líka slæmar brottvísanir og það var ýmislegt sem kom upp á á þessum kafla sem við erum að tala um.“ Leikmenn Einars náðu að hysja upp um sig á ögurstundu og klára leikinn að lokum sannfærandi. „Við stigum upp síðustu 10 mínúturnar og höfum gert það í mörgum leikjum í vetur og það er frábært.“ „Við erum alltaf í hörkuleikjum á móti Fram, það er sagan þannig að við vorum undir allt búnir í dag.“ Það er vetrarfrí framundan hjá liðinu sem verður liðinu kærkomið. „Nú tökum við smá pásu og svo byrjum við aftur, einhverjir sem þurfa að komast í aðhlynningu og aðrir geta gefið í. Svo erum við bara að reyna að vera klárir í lok janúar.“ Stefán Darri: Við vorum klaufar„Þetta var helvíti súrt.“ sagði Stefán Darri Þórsson, leikmaður Fram, eftir erfiðan leik gegn Aftureldingu. „Við vorum bara smá klaufar, við byrjum seinni hálfleikinn hræðilega, misstum þetta úr 3 mörkum í 7 mörk. Aftureldinger-liðið er ógeðslega sterkt lið, þeir eru hraustir.“ „Það er erfitt að koma til baka en við náum því. Við erum klaufar að komast ekki yfir, fáum einhverjar tvær mínútur og klúðrum dauðafærum. Þeir eru bara sterkir, eitt mark, við vorum bara klaufar.“ sagði Stefán en klaufaskapur er einmitt rétta orðið til að lýsa vandræðum Fram í leiknum í dag. Þegar Framarar náðu að jafna leikinn gerðu þeir dýrkeypt mistök sem Afturelding refsaði fyrir. „Við vorum að koma til baka, spiluðum mjög vel og vorum agaðir. Í mómentinu sem við gátum komist yfir misstum við tvo bolta. Það er bara dýrt. Í staðinn fyrir að vera að koma 1-2 mörkum yfir þá lendum við marki á eftir.“ „Þeir eru snöggir fram, þetta er gott lið. Þeir eru agaðir og nýttu sér það. Þeir settu tvö hraðaupphlaup í andlitið á okkur þegar við vorum kærulausir og misstum boltann. Það skipti sköpum.“ Það voru einnig vonbrigði hjá liðinu í síðasta leik þar sem þeir náðu einungis í jafntefli gegn ÍBV. „Ég veit ekki hvað þetta er. Stundum dettur þetta og stundum ekki. Við vorum klaufar í síðasta leik líka, þetta eru hörkuleikir, þeir detta bara öðrum hvoru megin. Ég hef ekki áhyggjur en við þurfum að sína stabílari leik heilt yfir.“ Stefán Darri er ánægður með innkomu Halldórs Jóhanns Sigfússonar sem þjálfari liðsins og nú fær hann góðan tíma til að vinna með liðið fyrir næsta leik þar sem það er frí framundan. „Svekkjandi að fara ekki með tvö stig inn (í fríið). Það er stígandi í leiknum, Dóri er að koma flott inn í þetta. Við erum búnir að fa tvær og hálfa viku saman og flott að fá einn og hálfan mánuð og slípa þetta almennilega saman. Við vinnum almennilega í þessu í janúar og komum sterkir til baka, við skuldum helling af stigum. sagði Stefán Darri að lokum.“ Olís-deild karla
Fram tók á móti Aftureldingu í 14. umferð Olís-deildar karla í Framhúsi í dag. Úr varð hörkuleikur. Afturelding byrjaði leikinn betur og var verðskuldað yfir í hálfleik 12-9. Hlutirnir versnuðu fljótt hjá Frömurum sem gerðu sig seka um slæm mistök og lentu 6 mörkum undir. Þá hófst ótrúlegur viðsnúningur. Afturelding skoraði ekki mark á 11 mínútna kafla og á þeim tíma vann Fram sig aftur inn í leikinn og jafnaði 18-18. Á síðustu mínútum leiksins kom annar slæmur kafli hjá Fram þar sem þeir gerðu mistök og Afturelding refsaði. Eftir rosalega endurkomu var það ekki nóg og Afturelding náði að halda út, lokatölur 23-22.Af hverju vann Afturelding?Gestirnir voru eiginlega bara heppnir í dag. Þeir voru með góða forystu í hálfleik og juku við hana í byrjun seinni hálfleik. Svo byrjaði allt að ganga á afturfótunum hjá þeim, þeir hleypa Fram inn í leikinn, missa Einar Inga af velli með rautt spjald og þeir virtust vera að kasta sigrinum frá sér en akkúrat þegar þeir þurftu þess náðu þeir að stíga upp og nýta sér mistök Fram til að vinna leikinn.Hvað gekk illa?Mistök Fram voru dýrkeypt í dag. Þetta varð strax mjög erfitt hjá þeim að lenda 6 mörkum undir í byrjun seinni hálfleik en þeir sýndu frábæran karakter og mikla baráttu að jafna leikinn. Tapaðir boltar undir lok leiks varð þeim að bana í dag og þeir geta nagað sig í handarbökin eftir leik.Hverjir stóðu upp úr?Það stóð enginn sérstakur leikmaður upp úr í dag, bæði lið börðust ótrúlega vel og liðin áttu slæma og góða kafla. Lárus Helgi Ólafsson og Arnór Freyr Stefánsson björguðu oft liðum sínum á ögurstundu og Birkir Benediktsson var markahæstur með 6 mörk.Hvað gerist næst?Liðin eru komin í jólafrí. Næsti leikur liðanna er í lok janúar sem þýðir að liðin fá nægan tíma til að huga að sínum málum. Afturelding er í góðri stöðu í 2. sæti deildarinnar en Fram er enn í 10. sæti. Halldór Jóhann: Glórulaus mistökHalldóri Jóhann Sigfússyni, þjálfara Fram, lá mikið á hjarta að leikslokum. Hann þurfti að horfa á liðið sitt klúðra málunum á lokamínútum leiksins eftir rosalega endurkomu. „Ég var ekkert sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn, við vorum mjög daprir sóknarlega. Við fáum á okkur 23 mörk tvo leiki í röð, sýnir að við getum spilað vörn, Lalli (Lárus Helgi Ólafsson) kom sterkur inn í seinni hálfleik í markinu.“ „Við erum sjálfum okkur verstir, við erum með glórulausa tapaða bolta í byrjun seinni hálfleiks, hleypum leiknum í 7-8 mörk.“ „Við vinnum okkur síðan til baka gerum þetta jafnt 18-18 og þeir gera þetta 22-18 á tveimur mínútum þar sem við missum hann 3-4 sinnum, glórulaus mistök sem við viljum ekki sjá í meistaraflokki.“ sagði Halldór Jóhann og hélt áfram. „Ef við hefðum tekið þessi mistök út úr leiknum þá hugsa ég að við höfðum unnið þetta örugglega. Þetta er sárt að horfa upp á liðið gera svona svakaleg mistök trekk í trekk.“ Rétt eins og í síðasta leik liðsins gegn ÍBV var niðurstaðan mjög svekkjandi og sagði Halldór að mikil vinna væri framundan. „Þetta er hrikalega svekkjandi, komum frábærlega til baka 7 mörkum undir og það vantar ekki baráttunna. Við missum bara fókus alltof oft á 60 mínútum og það er okkur að falli og var það líka í síðasta leik.“ „Það er mikil vinna framundan, við erum á eftir líkamlega, við erum bara ekki í nógu góðu standi.“ Það er vetrarfrí framundan í boltanum og Framarar fá því nægan tíma til að vinna í sínum málum. „Við þurfum að vinna vel núna í framhaldi og janúar. Við fáum nægan tíma en svona hlutir koma ekki af sjálfu sér, við þurfum að vinna hörðum höndum. Það er undir þjálfara liðsins að reyna að bæta liðið en það þarf hver og einn að gera upp við sig hvað menn ætla að gera í framhaldi. Menn geta ekki haldið áfram að spila svona, það er alveg ljóst.“ Einar Andri: Vorum undir allt búnir„Við vorum komnir með mjög örugga forystu þegar það voru 3 mínútur eftir, við hleyptum þessu fullnálægt en þokkalega öruggt samt sem áður.“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir svakalegan leik gegn Fram. Einar Andri fannst frammistaðan fín heilt yfir en viðurkenndi að hann var farinn að hafa áhyggjur þegar lið hans átti slæman kafla um miðbik síðari hálfleiks og var hreinlega nálægt því að kasta frá sér sigri. „Við spilum leikinn mjög vel fyrir utan tvo kafla, í stöðunni 18-12 leyfum við þeim að gera 6 mörk í röð en skorum þrjú í lokin. Það voru stuttir kaflar sem voru ekki góðir en heilt yfir vorum við fínir.“ „Við klúðrum tveimur vítum á þessum kafla, dauðafæri og annað. Við fengum líka slæmar brottvísanir og það var ýmislegt sem kom upp á á þessum kafla sem við erum að tala um.“ Leikmenn Einars náðu að hysja upp um sig á ögurstundu og klára leikinn að lokum sannfærandi. „Við stigum upp síðustu 10 mínúturnar og höfum gert það í mörgum leikjum í vetur og það er frábært.“ „Við erum alltaf í hörkuleikjum á móti Fram, það er sagan þannig að við vorum undir allt búnir í dag.“ Það er vetrarfrí framundan hjá liðinu sem verður liðinu kærkomið. „Nú tökum við smá pásu og svo byrjum við aftur, einhverjir sem þurfa að komast í aðhlynningu og aðrir geta gefið í. Svo erum við bara að reyna að vera klárir í lok janúar.“ Stefán Darri: Við vorum klaufar„Þetta var helvíti súrt.“ sagði Stefán Darri Þórsson, leikmaður Fram, eftir erfiðan leik gegn Aftureldingu. „Við vorum bara smá klaufar, við byrjum seinni hálfleikinn hræðilega, misstum þetta úr 3 mörkum í 7 mörk. Aftureldinger-liðið er ógeðslega sterkt lið, þeir eru hraustir.“ „Það er erfitt að koma til baka en við náum því. Við erum klaufar að komast ekki yfir, fáum einhverjar tvær mínútur og klúðrum dauðafærum. Þeir eru bara sterkir, eitt mark, við vorum bara klaufar.“ sagði Stefán en klaufaskapur er einmitt rétta orðið til að lýsa vandræðum Fram í leiknum í dag. Þegar Framarar náðu að jafna leikinn gerðu þeir dýrkeypt mistök sem Afturelding refsaði fyrir. „Við vorum að koma til baka, spiluðum mjög vel og vorum agaðir. Í mómentinu sem við gátum komist yfir misstum við tvo bolta. Það er bara dýrt. Í staðinn fyrir að vera að koma 1-2 mörkum yfir þá lendum við marki á eftir.“ „Þeir eru snöggir fram, þetta er gott lið. Þeir eru agaðir og nýttu sér það. Þeir settu tvö hraðaupphlaup í andlitið á okkur þegar við vorum kærulausir og misstum boltann. Það skipti sköpum.“ Það voru einnig vonbrigði hjá liðinu í síðasta leik þar sem þeir náðu einungis í jafntefli gegn ÍBV. „Ég veit ekki hvað þetta er. Stundum dettur þetta og stundum ekki. Við vorum klaufar í síðasta leik líka, þetta eru hörkuleikir, þeir detta bara öðrum hvoru megin. Ég hef ekki áhyggjur en við þurfum að sína stabílari leik heilt yfir.“ Stefán Darri er ánægður með innkomu Halldórs Jóhanns Sigfússonar sem þjálfari liðsins og nú fær hann góðan tíma til að vinna með liðið fyrir næsta leik þar sem það er frí framundan. „Svekkjandi að fara ekki með tvö stig inn (í fríið). Það er stígandi í leiknum, Dóri er að koma flott inn í þetta. Við erum búnir að fa tvær og hálfa viku saman og flott að fá einn og hálfan mánuð og slípa þetta almennilega saman. Við vinnum almennilega í þessu í janúar og komum sterkir til baka, við skuldum helling af stigum. sagði Stefán Darri að lokum.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti