Frekari vaxtalækkun komi til greina ef á þarf að halda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2019 11:36 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“ Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“
Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30